Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 51
49
Um það bil fjórðungur útlánanna síðasta ár rann til fjárfestingar-
lánasjóða, en % lilutar runnu til félaga i lífeyrissjóðunum, en mest-
ur hluti þess rennur í íhúðahyggingar.
Lánamarkaðurinn í heild.
flrein útlán bankakerfisins, fjárfestingarlánasjóðanna og lífeyrissjóða
jukust um 36 milljarða króna 1976, en höfðu aukizt um 37,9 milljarða
1975. Þann samdrátt í útlánaaukningu, sem hér verður vart, má allan
rekja til útlána bankakerfisins, en aukning hreinna útlána lækkaði
úr 24,4 milljörðum 1975 í 19,3 milljarða siðasta ár. Hins vegar juk-
ust hrein útlán fjárfestingarlánasjóðanna um 11,2 milljarða 1976,
samanborið við 9,9 milljarða aulcningu 1975 og aukning útlána líf-
eyrissjóðanna nam 5,5 milljörðum 1976 en 3,6 milljörðum 1975.
Fjármál ríkisins.
Árið 1976 færðust fjármál ríkisins mjög til betri vegar eftir stór-
felldan rekstrarhalla undangengin tvö ár. Rekstrarjöfnuðurinn varð
jákvæður um röskar 800 milljónir króna og hafði batnað um 8,3
milljarða frá árinu áður, eða sem nemur 4^2% af þjóðarframleiðslu.
Tekjur ríkissjóðs námu 71,3 milljörðum króna og heildargjöld um
70,5 milljörðum. Hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslunni lækk-
aði úr um 30% 1974 og 1975 i 27,5% 1976. Þótt ekki hafi tekizt að
grynna á skuld ríkissjóðs við Seðlabankann eins og að var stefnt
í fjárlögum ársins 1976, var skuldaaukningin þó snöggtum minni en
á árinu 1975, eða um 1*4 milljarður króna, samanborið við tæpa 6
milljarða 1975. Hvað greiðslujöfnuðinn varðar, urðu einnig mikil
umskipti á síðasta ári og nam greiðsluhalli ríkissjóðs % milljarði
króna, samanborið við um 5,5 milljarða króna halla 1975. Ríkisbú-
skapurinn hefur því hamlað nokkuð gegn innlendri eftirspurn á
árinu 1976, samanborið við næstliðin tvö ár.