Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 43
41
niynt á síðastliðnu ári. Afkoma lieimamarkaðsgreina iðnaðar virðist
liafa versnað lítillega 1976. 1 þjónustugreinum iðnaðar virðist af-
koman hafa verið talsvert lakari árið 1976 en 1975. Verzlunar- og
þjónustustarfsemi er talin hafa verið svipuð að vöxtum á síðasta ári
og 1975. Afkoma heildverzlunar virðist þó nolckuð hafa versnað frá
fyrra ári og því orðið svipuð og á árunum 1973 og 1974. Hagur smá-
söluverzlunar var yfirleitt nokkuð bág'ur á árinu 1975 en virðist
heldur hafa vænkazt á síðasta ári. Raunar gildir líkt um verzlunar-
og þjónustustarfsemi og' um iðnað í heild, að tölur um meðalafkomu
þessara atvinnuvega leyna oft verulegum afkomumun hinna ýmsu
g'reina.
Ú tflutningur.
Verðlag. Þegar á heildina er litið hækkaði útflutningsverðlag að
meðaltali um 18% i erlendri mynt milli 1975 og 1976. Verðhækkun-
arinnar gætti mest í upphafi ársins, en útflutningsverðlag hafði
hækkað lítillega á síðasta ársfjórðungi 1975 eftir að liafa verið í lág-
marki á þriðja ársfjórðungi þess árs. Nokkuð dró hins vegar úr verð-
hækkunum þegar leið á árið. Verðlag útfluttra sjávarafurða hækkaði
að meðaltali um 18—19% í erlendri mynt milli 1975 og 1976, álverð
hækkaði um 20% en útflutningsverð annarrar iðnaðarvöru um 9%.
Vöruútflutningur. Heildarverðmæti vöruútflutnings (f.o.b.) nam 73,5
milljörðum króna 1976 samanborið við 47,4 milljarða 1975, og jókst
því um 55% í krónum, 36—37% í erlendri mynt. Verðmæti útfluttrar
sjávarvöru nam 53,4 milljörðum króna, eða 72,6% af heildarvöru-
útflutningi (78,7% 1975), og jókst um 43% frá fyrra ári, 26% í er-
lendri mynt. Álútflutningur nam 12,4 milljörðum króna eða 16,9%
heildarvöruútflutnings (10,6% 1975) og jókst um 146% frá fyrra ári.
Útflutningsverðmæti annarrar iðnaðarframleiðslu jókst um 52% og
nam 4,6 milljörðum króna eða 6,2% af vöruútflutningi, sem er
svipað hlutfall og 1975.
Að raungildi jókst útflutningur sjávarafurða um 6% á árinu 1976,
en útflutningsframleiðslan hins vegar um 9% og varð því nokkur
hirgðasöfnun. Á árinu 1976 voru flutt út 79 þús. tonn af áli saman-
borið við 44 þús. tonn 1975, en þar sem framleiðslan jókst aðeins um
7 þús. tonn, úr 59 í 66 þús. tonn, gekk talsvert á þær birgðir, sem
safnazt höfðu 1975. Útflutningur annarrar iðnaðarvöru jókst um
fimmtung að raungildi en útflutningur landbúnaðarafurða um 14%.
I heild jókst því vöruútflutningur um 15,7% á árinu 1976 saman-
borið við um 9% framleiðsluaukningu.