Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 42
40
vænta mátti af mikilli tekjuaukningu. Mestu skipti aukinn hráefnis-
kostnaður fiskvinnslunnar, sem nam 10,2 milljörðum króna, en einnig
jókst rekstrarkostnaður verulega. Auk þess voru greiðslur úr Verð-
jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins mun minni en á árinu 1975. I heild er
talið, að afkoma fiskvinnslunnar liafi orðið nokkru rýmri 1976 en á
árinu 1975, en hagur hennar á því ári var raunar erfiður, einkum
að þvi er varðar frystiiðnaðinn. Afkoma frystingarinnar í heild var
betri á árinu 1976 en undangengin tvö ár, og afkoma saltfisk- og
skreiðarverkunar batnaði einnig frá fyrra ári og var svipuð og 1974.
Iíagur útgerðarinnar versnaði á árinu 1975, en vegna mikillar aukn-
ingar aflaverðmætis vænkaðist hagur fiskveiða talsvert á árinu 1976.
Tekjur sjómanna jukust mun meira en telcjur annarra launþega
1976. Talið er, að heildartekjur sjómanna — bæði aflahlutir og aðrar
tekjur — hafi aukizt um 43% á mann en um 47% í heild milli 1975 og
1976. Á sama tíma hækkuðu kauptaxtar verkamanna og iðnaðar-
manna um 26—27% að meðaltali, en atvinnutekjur þeirra jukust um
30%, þannig að tekjur sjómanna jukust um 10% meira en tekjur
verkamanna og iðnaðarmanna.
Tekjur af sjávarútvegi og skipting þeirra.
1 milljónum króna á verðiagi hvers árs.
1975 1976 Hlutfallsleg breyting 1975-1976 o/ /0
Fob.-verðmæti framleiðslunnar 37 030 54 200 46
Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði 1 430 12 -
Tekjur til skipta 38 460 54 212 41
Til fiskiskipa og sjóða sjávarútvegs 22 251 30 920 39
Þar af aflahlutir og laun áhafna 7 700 11 320 47
Til vinnslustöðva og innlendra söluaðila 16 209 23 292 44
Þar af beinar launagreiðslur .... 7 600 10 000 32
Aðrir atvinnuvegir. Endanlegar tölur um hag iðnaðar, verzlunar og
annarra greina á árinu 1976 liggja ekki fyrir en hér fara á eftir niður-
stöður áætlana um afkomu þessara greina. Talið er víst, að hagur
útflutningsgreina iðnaðar hafi enn batnað á síðastliðnu ári, þar sem
saman fór veruleg aukning útflutnings, verðhælckun á erlendum
markaði og áframhaldandi gengissig íslenzku krónunnar. Útflutnings-
verð iðnaðarvöru — annarrar en áls — hæklcaði um 9% i erlendri