Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 61
59
Benzíngjald hækkað úr 18,40 kr. í 19,96 kr.
Nýtt fasteignamat tók gildi, skv. lögum nr. 94/1976 um skráningu og
mat fasteigna. Hið nýja mat fól að meðaltali i sér fimmföldun eldra
fasteignamatsins frá 1970. Sem gjaldstofn fasteignaskatts hækkaði
matið þó mun minna, enda hafði fasteignaskattur verið lagður á
l’asteignamat með 173% álagi árið 1976.
Alþingi samþykkti ný tollalög (nr. 120/1976), sem fólu í sér veru-
legar tollalækkanir í áföngum á tímabilinu 1977—1980 (sjá kaflann
um milliríkjaviðskipti).
1977.
Janúar.
Tollar lækkaðir skv. samningum við EFTA og Efnahagsbandalagið
og skv. tollalögunum frá desember 1976.
Áfengisverð var hækkað um 10% og tóbaksverð um 15%.
Maí.
í samræmi við gildistöku nýs fasteignamats samþykkti Alþingi breyt-
ingu á skattstiga eignarskatts (lög nr. 32/1977). Skattfrjáls eign ein-
slaklinga var hækkuð úr 2 m.kr. í 6 m.kr. fyrir einhleyping (9 m.kr.
fjrrir hjón), en af skattsgjaldseign umfram þessi mörk greiðist nú
0,8% eignarskattur. Eignarskattur félaga verður nú 0,8% af skatt-
gjaldseign í stað 1,4% áður.
Júní.
Til að greiða fyrir gerð kjarasamninga beitti ríkisstjórnin sér fyrir
eftirfarandi ráðstöfunum:
1) Niðurgreiðslur voru auknar um 1 500 m.kr. á ári.
2) Tekjuskattur einstaklinga var lækkaður með breytingu á skatt-
stiga. I stað 20% tekjuskatts á skattgjaldstekjur einstaklinga að
975 þús. kr. (1 381 þús. kr. fvrir hjón) og 40% þar eftir, sltal nú
greiða 20% af fyrstu 1 m.kr. (1.4 m.kr. fvrir hjón), 30% af næstu
400 þús. kr. (600 þús. kr. fyrir hjón) og 40% af tekjum umfram
1.4 m.kr. (2.0 m. kr. fyrir hjón). Vegna þessara breytinga var
tekjuskattur einstaklinga talinn lækka um 2 000 m.kr. 1977.
3) Bætur almannatrygginga hækkaðar i samræmi við hækkun lægstu
launa í kjarasamningunum auk þess sem upp voru teknar nýjar
hætur, heimilisuppbót á lífeyri einhlevpra lifeyrisþega.