Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 59
57
Alþingi samþykkti lög um flugvallarskatt (nr. 11/1976) en sam-
kvæmt þeim lækkaði skatturinn úr 2 500 kr. í 1 500 kr. fyrir hvern
farþega í utanlandsflugi en úr 350 kr. i 200 kr. í innanlandsflugi.
Marz.
Útsöluverð áfengis- og tóbaks hækkað um 15% að meðaltali.
A príl.
Niðurgreiðslur landbúnaðarafurða lækkaðar uin 580 m.kr. á ári í
samræmi við áætlun fjárlaga.
Maí.
Alþingi samþykkti lög um fjáröflun til landhelgisgæzlu og fisk-
verndar, ríkisfjármál og fjármögnun orkuframkvæmda sveitarfélaga
(nr.20/1976). Lög þessi fólu í sér breytingar á skattheimtu ríkissjóðs
til að standa straum af 1 000 m.kr. útgjaldaauka til landhelgisgæzlu,
fiskverndar og hafrannsókna og hækkun almennra útgjalda ríkis-
sjóðs vegna launa- og verðlagshækkana í kjölfar kjarasamninga.
Helztu ákvæði laganna voru þessi:
1) Sérstakt vörugjald (fyrst ákveðið 12% í júlí 1975 en lækkað í
10% í janúar 1976) var hækkað í 18% til loka desember 1976
(en með þessu voru úr gildi numin áform um lækkun gjaldsins
úr 10% i 6% í september 1976). Tekjuauki ríkissjóðs vegna hækk-
unar gjaldsins var talinn 1 600 m.kr. á árinu 1976.
2) Persónuafslætti frá álögðum tekjuskatti, sem nýtist einnig til
greiðslu útsvars, var breytt þannig, að ríkissjóður greiðir ekki leng-
ur sveitarfélögunum persónuafslátt upp í útsvar af bótum al-
mannatrygginga og tekjum námsmanna, sem nemur námsfrádrætti
þeirra. Tekjuskattstekjur ríkissjóðs voru taldar aukast um 300
m.kr. vegna þessarar breytingar.
3) Álagning skyldusparnaðar með tekjuskatti, sem tekin var upp á
árinu 1975, framlengd um eitt ár og undanþágumörk skyldu-
sparnaðarins hækkuð samkvæmt skattvísitölu. Heildarfjárhæð
skyldusparnaðar áætluð 300 m.kr. 1976.
4) Vegna fjármögnunar orkuframkvæmda sveitarfélaga var ríkis-
sjóði heimilt að ábyrgjast 500 m.kr. erlenda lántöku og að ákveða,
að 200 m.kr. skuldabréfaútgáfa sveitarfélaga 1976 nyti sömu skatt-
kjara og skuldabréf rikissjóðs.
Renzíngjald var hækkað úr 16 kr. í 17,60 kr. pr. lítra og þungaskattur
af dieselbifreiðum hækkaður hlutfallslega.