Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 70
68
hækkanir og verðtryggingu voru hin sömu og í samningi BHM. Samn-
ingur BSRB og rikisins var reistur á samkomulag'i aðila um, að rikis-
stjórnin beitti sér fyrir viðamiklum breytingum á gildandi löggjöf
um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Maí.
Alþingi samþykkti ný lög um kjarasamninga Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja (nr. 29/1976). Með lögum þessum var BSRB veitt tak-
mörkuð verkfallsheimild, en á hinn bóginn var réttur til endurskoð-
unar samnings á samningstímabilinu afnuminn. Lögin kveða enn-
fremur á um, að kjarasamningar skuli gerðir til tveggja ára, en vegna
lagabreytingarinnar var þó kveðið á um, að samningi þeim frá 1.
apríl, sem taka átti gildi 1. júlí 1976, mætti segja upp frá og með
1. júli 1977.
Júní.
Visitala framfærslukostnaðar 1. júní reyndist 2,7% yfir umsömdum
verðbótamörkum („rauða strikinu“) skv. hinum almennu kjarasamn-
ingum í febrúar, og skyldu kauptaxtar því hækka um þetta hlutfall
hinn 1. júlí.
Júlí.
í júlímánuði var gengið frá sérkjarasamningum einstakra aðildar-
félaga BSRB og BHM við rikið, annað livort með samningum eða
með úrskurðum kjaranefndar skv. lögum nr. 29/1976 i málum aðild-
arfélaga BSRB og Kjaradóms í málum aðildarfélaga BHM. Samn-
ingar þessir og úrskurðir voru reistir á hinum almennu kjarasamn-
iugum í febrúar og kváðu einkum á um breytingar á röðun í launa-
fiokka.
September.
Hinn 1. september voru gefin út bráðabirgðalög (nr. 98/1976) um
kaup og kjör sjómanna og fólu í sér lögfestingu sjómannasamning-
anna frá í febrúar og síðar, en þeir höfðu víða verið felldir í at-
kvæðagreiðslu einstakra félaga en engu að síður komið til fram-
kvæmda víðast hvar. Lögin kváðu á um að samningar þessir skyldu
gilda til 15. maí 1977, en þeim mætti þó breyta með samningum, en
bann var lagt við verkföllum til að knýja fram breytingar á samn-
ingunum.