Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 41
39
flutningsverðlags. Útflutningur jókst einnig að mun og — vegna
birgðaminnkunar — nokkru meira en framleiðslan.
Framleiðsla eftir greinum.
Sjávarvöruframleiðslan. Heildarafli Islendinga var 986 þús. tonn 1976,
eða 9 þús. tonnum minni en 1975. Aflaminnkunin varð einkum vegna
42 þús. tonna minni loðnuafla en á árinu áður, úr 502 í 460 þús. tonn.
Á hinn bóginn jókst botnfiskaflinn um 30 þús. tonn, þar af þorsk-
aflinn um 18 þús. tonn, úr 266 í 284 þús. tonn. Heildarverðmæti
landaðs afla á föstu verðlagi jókst um 5%. Sjávarafurðaframleiðslan
jókst hins vegar mun meira, eða um 9% samanborið við 2,5% aukn-
ingu 1975. Aukning framleiðslunnar umfram aflaaukninguna varð
einkum vegna aukinnar framleiðslu verðmeiri afurða frystiiðnaðar-
ins. Heildarfreðfiskframleiðsla jókst þannig um 8%. Saltfisk- og
skreiðarverkun jókst liins vegar mun meira, eða um 19%, einkum
vegna aukinnar skreiðarverkunar. Á hinn bóginn jókst mjöl- og
lýsisframleiðsla aðeins um 2,5% vegna þess samdráttar, er varð í
framleiðslu loðnumjöls.
Iðnaðarframleiðslan jókst um 5% samanborið við um 3V2 % sam-
drátt 1975. Álframleiðsla jókst um 12% og var framleiðslugetan nú
eftur fullnýtt eftir lægð undangenginna tveggja ára. Framleiðsla
annarrar iðnaðarvöru til útflutnings jókst verulega eða um 22%.
Framleiðslan í öðrum greinum. Þegar á heildina er litið jókst fram-
leiðsla fyrir heimamarkað mun minna en útflutningsframleiðslan.
Þannig var landbúnaðarframleiðslan óbreytt frá fyrra ári en hafði
minnkað um 2% 1975. Byggingarstarfsemin jókst um 4% samanborið
við um 2% samdrátt 1975 og skipta hér mestu miklar opinberar
framkvæmdir, einkum virkjunarframkvæmdir. Opinber þjónusta er
talin hafa aukizt um 5% á árinu 1976 samanborið við um 2% aukn-
ingu 1975. í öðrum greinum, einkum verzlun og innlendri þjónustu,
er framleiðslan talin liafa verið óbreytt frá fyrra ári.
Hagur atvinnuveganna.
Sjávarútvegur. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða (f. o. b.)
nam 54,2 milljörðum króna 1976 og hafði aukizt um 46% frá fyrra
ári. Þessa verðmætisaukningu má einkum rekja til þriggja þátta,
18—19% hækkunar útflutningsverðs í erlendri mynt, 13% hækkunar
á verði erlends gjaldeyris og verulegrar framleiðsluaukningar eins
og áður var getið. Aukinn rekstrarkostnaður leiddi hins vegar til
þess að afkoma sjávarútvegsgreina batnaði ekki í þeim mæli, sem