Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 41

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 41
39 flutningsverðlags. Útflutningur jókst einnig að mun og — vegna birgðaminnkunar — nokkru meira en framleiðslan. Framleiðsla eftir greinum. Sjávarvöruframleiðslan. Heildarafli Islendinga var 986 þús. tonn 1976, eða 9 þús. tonnum minni en 1975. Aflaminnkunin varð einkum vegna 42 þús. tonna minni loðnuafla en á árinu áður, úr 502 í 460 þús. tonn. Á hinn bóginn jókst botnfiskaflinn um 30 þús. tonn, þar af þorsk- aflinn um 18 þús. tonn, úr 266 í 284 þús. tonn. Heildarverðmæti landaðs afla á föstu verðlagi jókst um 5%. Sjávarafurðaframleiðslan jókst hins vegar mun meira, eða um 9% samanborið við 2,5% aukn- ingu 1975. Aukning framleiðslunnar umfram aflaaukninguna varð einkum vegna aukinnar framleiðslu verðmeiri afurða frystiiðnaðar- ins. Heildarfreðfiskframleiðsla jókst þannig um 8%. Saltfisk- og skreiðarverkun jókst liins vegar mun meira, eða um 19%, einkum vegna aukinnar skreiðarverkunar. Á hinn bóginn jókst mjöl- og lýsisframleiðsla aðeins um 2,5% vegna þess samdráttar, er varð í framleiðslu loðnumjöls. Iðnaðarframleiðslan jókst um 5% samanborið við um 3V2 % sam- drátt 1975. Álframleiðsla jókst um 12% og var framleiðslugetan nú eftur fullnýtt eftir lægð undangenginna tveggja ára. Framleiðsla annarrar iðnaðarvöru til útflutnings jókst verulega eða um 22%. Framleiðslan í öðrum greinum. Þegar á heildina er litið jókst fram- leiðsla fyrir heimamarkað mun minna en útflutningsframleiðslan. Þannig var landbúnaðarframleiðslan óbreytt frá fyrra ári en hafði minnkað um 2% 1975. Byggingarstarfsemin jókst um 4% samanborið við um 2% samdrátt 1975 og skipta hér mestu miklar opinberar framkvæmdir, einkum virkjunarframkvæmdir. Opinber þjónusta er talin hafa aukizt um 5% á árinu 1976 samanborið við um 2% aukn- ingu 1975. í öðrum greinum, einkum verzlun og innlendri þjónustu, er framleiðslan talin liafa verið óbreytt frá fyrra ári. Hagur atvinnuveganna. Sjávarútvegur. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða (f. o. b.) nam 54,2 milljörðum króna 1976 og hafði aukizt um 46% frá fyrra ári. Þessa verðmætisaukningu má einkum rekja til þriggja þátta, 18—19% hækkunar útflutningsverðs í erlendri mynt, 13% hækkunar á verði erlends gjaldeyris og verulegrar framleiðsluaukningar eins og áður var getið. Aukinn rekstrarkostnaður leiddi hins vegar til þess að afkoma sjávarútvegsgreina batnaði ekki í þeim mæli, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.