Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 18
16
þyrfti sífellt að gera ráðstafanir á sviði gengismála, rikisfjármála og
peningamála til þess að eyða fylgikvillum verðbólgunnar og halda i
horfinu. Hér væri því farið á tæpasta vaði. En jafnvel þótt vel tækist,
næðist ekki árangur á næsta ári til þess að draga úr verðbólgu nema
með sérstöku átaki.
Sú stefna hægfara aðlögunar að breyttum ytri skilyrðum þjóðar-
búsins, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, hefur reynzt árangurs-
rík að þvi leyti, að tekizt hefur að tryggja hér á landi fulla at-
vinnu á sama tima og atvinnuleysið herjar viða um lönd. Ekki eru
siður mikilvæg hin gagngeru umskipti, sem orðið hafa í stöðu þjóð-
arbúsins út á við. I stað hins geigvænlega viðskiptahalla á árunum
1974—1975, hefur tekizt á siðustu tveimur árum að koma viðskipta-
hallanum ofan i 1—2% af þjóðarframleiðslu. En verðbólgan hefur
reynzt erfiðari og árangurinn látið á sér standa. Vissulega miðaði í
rétta átt fram á mitt þetta ár, þegar verðbólguhraðinn var kominn
niður um helming frá þvi sem hæst fór, eða í 26% úr 53% 1974; en
okkur hrekur af leið á næstu mánuðum. Hér er hætta á ferðum. Öll
rök og reynsla sýna, að hamslaus verðþensla hlýtur fyrr eða siðar
að valda viðskiptalialla og minnkandi atvinnu auk handahófskenndr-
ar tilfærslu tekna og eigna. Úr vöndu er hér að ráða. Jafnvel
hinn takmarkaði árangur, sem náðst hafði i glimunni við verðbólg-
una á síðustu tveimur árum, hefur verið mikil áraun fyrir verka-
lýðshreyfinguna. Afturkippurinn i kaupmætti kauptaxta, sem verka-
lýðshreyfingin tók á sig á árunum 1975 og 1976, hefur valdið því, að
upp risu afar sterkar kröfur um leið og' árferði batnaði. Þrátt fyrir
viðvaranir stjórnvalda og beinar aðgerðir með lækkun skatta og aukn-
ingu tilfærslna tókst ekki að ná þeirri hófstillingu i kauphækkunum,
sem þurft hefði til þess að halda áfram að draga úr verðbólgunni.
Þannig er hvort tveggja, að áfangahækkun launa kemur mjög ört, og
að verðbótaákvæðin eru víðtækari en áður. Því er mjög hætt við víxl-
hækkun verðlags og launa á næstunni.
Við þessar aðstæður er afar brýnt að reyna enn einu sinni að
undirbúa hyggilega tekjusamninga næsta árs, svo að þeir geti sam-
lýmzt hjöðnun verðbólgu á næstu árum. Þetta verður ekki gert í
einu vetfangi, en undirstaðan verður að vera aðhaldssemi i fjár-
málum rikisins og í peninga- og lánamálum, studd vaxtastefnu, sem
byggist á því, að vextir breytist í hátt við verðbreytingar í ríkari
mæli en verið hefur. En aðgerðir af þessu tagi duga ekki einar sér,
heldur verður til að koma stefna í fjárfestingar- og launamálum, sem
viðurkennir í reynd hjöðnun verðbólgunnar sem mikilvægt mark-
mið efnahagsstefnunnar.