Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 18

Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 18
16 þyrfti sífellt að gera ráðstafanir á sviði gengismála, rikisfjármála og peningamála til þess að eyða fylgikvillum verðbólgunnar og halda i horfinu. Hér væri því farið á tæpasta vaði. En jafnvel þótt vel tækist, næðist ekki árangur á næsta ári til þess að draga úr verðbólgu nema með sérstöku átaki. Sú stefna hægfara aðlögunar að breyttum ytri skilyrðum þjóðar- búsins, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, hefur reynzt árangurs- rík að þvi leyti, að tekizt hefur að tryggja hér á landi fulla at- vinnu á sama tima og atvinnuleysið herjar viða um lönd. Ekki eru siður mikilvæg hin gagngeru umskipti, sem orðið hafa í stöðu þjóð- arbúsins út á við. I stað hins geigvænlega viðskiptahalla á árunum 1974—1975, hefur tekizt á siðustu tveimur árum að koma viðskipta- hallanum ofan i 1—2% af þjóðarframleiðslu. En verðbólgan hefur reynzt erfiðari og árangurinn látið á sér standa. Vissulega miðaði í rétta átt fram á mitt þetta ár, þegar verðbólguhraðinn var kominn niður um helming frá þvi sem hæst fór, eða í 26% úr 53% 1974; en okkur hrekur af leið á næstu mánuðum. Hér er hætta á ferðum. Öll rök og reynsla sýna, að hamslaus verðþensla hlýtur fyrr eða siðar að valda viðskiptalialla og minnkandi atvinnu auk handahófskenndr- ar tilfærslu tekna og eigna. Úr vöndu er hér að ráða. Jafnvel hinn takmarkaði árangur, sem náðst hafði i glimunni við verðbólg- una á síðustu tveimur árum, hefur verið mikil áraun fyrir verka- lýðshreyfinguna. Afturkippurinn i kaupmætti kauptaxta, sem verka- lýðshreyfingin tók á sig á árunum 1975 og 1976, hefur valdið því, að upp risu afar sterkar kröfur um leið og' árferði batnaði. Þrátt fyrir viðvaranir stjórnvalda og beinar aðgerðir með lækkun skatta og aukn- ingu tilfærslna tókst ekki að ná þeirri hófstillingu i kauphækkunum, sem þurft hefði til þess að halda áfram að draga úr verðbólgunni. Þannig er hvort tveggja, að áfangahækkun launa kemur mjög ört, og að verðbótaákvæðin eru víðtækari en áður. Því er mjög hætt við víxl- hækkun verðlags og launa á næstunni. Við þessar aðstæður er afar brýnt að reyna enn einu sinni að undirbúa hyggilega tekjusamninga næsta árs, svo að þeir geti sam- lýmzt hjöðnun verðbólgu á næstu árum. Þetta verður ekki gert í einu vetfangi, en undirstaðan verður að vera aðhaldssemi i fjár- málum rikisins og í peninga- og lánamálum, studd vaxtastefnu, sem byggist á því, að vextir breytist í hátt við verðbreytingar í ríkari mæli en verið hefur. En aðgerðir af þessu tagi duga ekki einar sér, heldur verður til að koma stefna í fjárfestingar- og launamálum, sem viðurkennir í reynd hjöðnun verðbólgunnar sem mikilvægt mark- mið efnahagsstefnunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.