Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 47
45
virkjanaframkvæmda jukust hins vegar um 65% 1976 og höfðu meira
en tvöfaldazt á árinu 1975.
Fjármunamyndun atvinnuveganna dróst saman um 17% 1976, eða
svipað og á árinu 1975. Á síðustu tveimur árum hefur þvi verulega
dregið úr fjármunamyndun atvinnuveganna, eða sem nemur 35%
miðað við 1974 og 25% ef miðað er við 1973. Þessa samdráttar gætti
í öllum atvinnuvegum árið 1976. Mestur varð þó samdrátturinn i
fiskveiðum, en innflutningur fiskiskipa minnkaði um 80% og var
aðeins um 10% af því, sem liann var árið 1974. Fjármunamyndun
i fiskiðnaði minnkaði um fimmtung. Hins vegar dróst fjármuna-
myndun í landbúnaði aðeins saman um 2% og í iðnaði um 7% og
hafa því þessar greinar lialdið sínum lilut allvel á þessu tímabili.
Fjármunamyndun í flutningatækjum minnkaði um 6% 1976, en hafði
dregizt saman um 27% 1975. Innflutningur flutningaskipa minnkaði
um 29% árið 1975 og enn um nær helming 1976, en innflutningur
flugvéla þvi nær fjórfaldaðist 1975 og jókst um 70% 1976.
Bygging íbúðarhúsa, sem var í hámarki 1973, jókst um 2% á síð-
asta ári en hafði minnkað um 7% 1975 og um 13% 1974.
Fjárfesting hins opinbera hefur aukizt stöðugt síðustu þrjú árin,
um 23% 1974, 16% 1975 og um 13% 1976, einkum vegna mikilla
framkvæmda við byggingu raforkuvera og lagningu hita- og vatns-
veitna. í kjölfar hinnar miklu hækkunar olíuverðs árið 1973 voru
raforku- og hitaveituframkvæmdir auknar mjög verulega, og liafa
heildarútgjöld til orkufjárfestingar aukizt um 53% 1974, 62% 1975
og 27% 1976.
Samgönguframkvæmdir drógust saman um 4% á árinu 1976, en
höfðu minnkað um tæpan fimmtung árið áður, en á því ári voru
samgönguframkvæmdir í hámarki. Framkvæmdir við byggingar liins
opinbera liafa verið nánast óbreyttar síðustu tvö árin.
Þjóðarútgjöld og innflutningur.
Þjóðarútgjöld.
Þjóðarútgjöld minnkuðu um 3,4% 1976, en höfðu dregizt saman um
8% árið áður. Að birgðabreytingum frátöldum urðu þjóðarútgjöld
árið 1976 hins vegar nær óbreytt frá fyrra ári, samanborið við 8,6%,
samdrátt 1975. Árið 1975 réð 10% samdráttur einkaneyzlu mestu um
minnkun þjóðarútgjalda, auk þess sem fjármunamyndun dróst sam-
an um 8%, en samneyzla óx hins vegar um 2%. Árið 1976 hélt sam-
dráttur í fjármunamyndun aftur af þjóðarútgjöldum, en neyzla jókst
hins vegar. Árin 1973 og 1974 jukust þjóðarútgjöld meira en þjóðar-
tekjur, einkum árið 1974, en þá jukust útgjöldin (að birgðabreyting-