Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 20154 Jólamarkaðurinn Búrsins var hald- inn í Hörpunni í Reykjavík um liðna helgi. Á markaðnum voru um 50 aðilar víðs vegar að af land- inu og þar af tæpur tugur af Vest- urlandi og norðvestanverðu land- inu, ýmist bændur, sjómenn eða smáframleiðendur. Í hópnum voru meðal annarra Erpsstaðir, Hunda- stapi, Ytri- Fagridalur, Kruss Islan- dus (mysudrykkur frá Erpsstöðum), Strandaber á Hólmavík, Húsavík á Ströndum, Saltverk í Djúpi, Birg- itte kanínukjöt af Hvammstanga og Tuddinn í Kjós. Fyrirkomulagið markaðarins var með örlítið breyttum hætti frá síð- ustu mörkuðum. „Aðgangseyrir var 1.000 kr en gestir fengu end- urgreitt í hlutfalli við það sem þeir keyptu fyrir á markaðinum, hundr- að krónur af hverjum þúsund krón- um sem keypt var fyrir. Þannig var hægt að fá allt að 800 krónur end- urgreiddar, auk þess sem gestir fengu aðgang að örkynningum og tóku þátt í happdrætti þar sem veg- legar mataröskjur af markaði voru í verðlaun,“ segir í tilkynningu. mm Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auk þeirra skráði Anna Rósa Guðmundsdóttir nokkur viðtöl í blaðið Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ungi fólki gefinn gaumur Það er alltaf býsna hátíðleg stund þegar við á Skessuhorni vinnum að og gef- um út okkar árlega Aðventublað. Í nokkur ár höfum við haldið fast í þá hefð að ræða í því við unga fólkið sem er að erfa landið. „Ungt fólk og athafna- samt“ er þemað hvort sem viðkomandi er í starfi eða leik, heima eða heim- an. Að þessu sinni förum við út um víðan völl. Við fylgjum ungu fólki með rætur í landshlutanum eftir, til útlanda ef því er að skipta. Ungur stórsöngv- ari að gera góða hluti í Hollandi, kona í prjónauppskriftahönnun í Noregi eða knattspyrnumaður sem lætur drauma sína rætast ytra. Öll bera þau vitni þess að trúa á hæfileika sína en bera einnig góðu uppeldi fallegt vitni. Ekki síður er í þessu blaði rætt við fólkið sem sér tækifærin hér á Vesturlandi. Er að nýta hæfileika sína, skapa sér atvinnu og vill hvergi annarsstaðar búa. Ég vona að þið lesendur hafið gaman af að skyggnast inn í líf þessa fólks, eins og við blaðamennirnir vissulega höfðum. Aðventublaði Skessuhorns er dreift til allra fyrirtækja og heimila á Vest- urlandi. Það er einnig hefð fyrir því. Upphaflega var þessi tímasetning val- in til að blaðið gagnaðist kaupmönnum og öðrum þjónustuaðilum sem nú eru í miklum önnum og þurfa að kynna það sem í boði er. Hins vegar var til- gangurinn einfaldlega sá að kynna fyrir þeim heimilum sem ekki kaupa fasta áskrift af Skessuhorni það sem við stöndum fyrir. Við sem stöndum að út- gáfunni erum meðvituð um að lestur og notkun fjölmiðla er mikið að breyt- ast. Til að mynda horfir fólk minna á línulega dagskrá sjónvarpsstöðvanna, heldur velur úr þætti og horfir á þá þegar hentar og hraðspólar yfir auglýs- ingar. Jafnvel er fólk hætt að horfa á fréttatímana, lætur duga að lesa það sem er efst á baugi á netinu, eða sleppir því alveg. Tímarnir breytast og menn- irnir vissulega með. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem eru að verða á lestri blaða, áhorfi á sjónvarp eða hlustun á útvarp erum við á Skessuhorni býsna stolt af okkar hlut. Nú er svo komið að Skessuhorn er í hópi héraðs- fréttablaða stærsti fjölmiðillinn og jafnvel helmingi stærri en sá næststærsti. Ástæðan fyrir því er einföld. Íbúar á Vesturlandi standa þétt á bakvið fjölmið- ilinn og verja hann. Ástæður þess að blað okkar er fjölbreytt og efnismikið er annars vegar afar hátt hlutfall áskrifenda og hins vegar að einmitt vegna þess vita auglýsendur að hag þeirra er vel borgið með að leggja auglýsingar þar inn til birtingar. En markaðssvæði okkar er ekki stórt. Á Vesturlandi búa fimmtán þúsund íbúar og talsvert færri ef einungis eru taldir með þeir sem lesa íslensku. Ég verð að nota þetta tækifæri til að nefna að til að hægt sé að gefa út vandað- an, gagnrýninn og gagnlegan fjölmiðil, þá þurfa íbúar að standa þétt að baki honum, alltaf. Til að reka ritstjórn með fimm eða fleiri blaðamönnum og annan eins fjölda við markaðsstörf, umsýslu, hönnun, umbrot og aðra verk- þætti, þá þarf eins og gefur að skilja talsverðar tekjur. Þeir sem vilja hafa miðilinn áfram þurfa því bæði að þiggja og gefa. Fólk þarf að vera duglegt að senda okkur tilkynningar, myndir, kaupa birtingu auglýsinga og yfir höf- uð alltaf að láta okkur vita af því sem talið er nauðsynlegt að segja frá. Sjald- an neitum við að fjalla um málin og við erum óhrædd við gagnrýna umfjöll- un sé talin þörf fyrir slíkt, enda erum við frjáls og óháður fjölmiðill. Hér- aðsmiðill eins og okkar getur gert gríðarlegt gagn sem samfélagsrýnir. Öll- um svæðum landsins er nauðsynlegt að hafa slíka miðla til að gæta hagsmuna sinna og koma sér á framfæri. Miðla sem hafa starfandi ritstjórn og eru fjár- hagslega óháðir hverskonar hagsmunaöflum, pólitískum eða í krafti peninga. Því miður hefur slíkum fjölmiðlum fækkað á undanförnum árum hér á landi. Um leið og ég nefni þetta hér, vil ég engu að síður þakka Vestlendingum fyrir mikla tryggð við útgáfuna í gegnum tíðina. Vonandi mun hún eflast og dafna þannig að áfram verði skrifað um ungt og athafnasamt fólk á Vesturlandi. Magnús Magnússon. Matarframleiðendur af Vesturlandi þátttakendur á Jólamarkaði Á fundi byggðaráðs Borgarbyggð- ar síðastliðinn fimmtudag kynnti Vífill Karlsson hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi niðurstöður úr mannfjölda- spá fyrir Borgarbyggð sem hann vann að beiðni sveitarstjórnar. Í spánni er gert ráð fyrir að tæplega 30 íbúa fækkun verði í dreifbýli Borgarbyggðar til ársins 2025 en rúmlega 500 íbúa fjölgun í Borg- arnesi á sama tímabili. Samanlagt mun því íbúum í sveitarfélaginu fjölga um 470 og verða um 4.000 eftir tíu ár. Þetta er um 2,4% ár- leg íbúafjölgun að jafnaði en 0,6% fækkun árlega í dreifbýli Borgar- byggðar. Íbúum á aldrinum 0-14 ára mun fækka um 42 á næstu tíu árum í dreifbýlinu en fjölga í Borgarnesi um 57 gangi spá Víf- ils eftir. Þá segir að þessi fækk- un í dreifbýlinu sé mun vægari en rauntölur undangenginna tíu ára gefa til kynna, eða innan við þriðj- ungur af þeim tölum. Hins vegar er þetta viðsnúningur hjá Borgar- nesi úr 7% samdrætti í áðurnefnda fjölgun íbúa. „Spáin er samsett og byggir heildarmannfjöldaspáin á AR-lík- ani en aldursdreifingarspáin bygg- ir á hermilíkani. Hermilíkanið tek- ur tillit til núverandi mannfjölda, aldursdreifingar, fæðingartíðni og dánartíðni og þróun á árun- um 2000-2014. AR-líkanið er töl- fræðilíkan sem byggir á íbúafjölda og hagvaxtarþróun frá 1971-2014 ásamt sérstökum viðburðum sem ætla mætti að kynnu að hafa áhrif á íbúaþróun Borgarbyggðar,“ segir í skýrslu Vífils um aðferðarfræðina. mm Spáð er fjölgun íbúa í Borgarnesi en fækkun í dreifbýli Erindi frá íbúum Flateyjar sem þar hafa lögheimili, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla eyjunnar fær- ist til Stykkishólms, var lagt fram á sveitarstjórnarfundi 12. nóvem- ber síðastliðinn. Í bókun sveitar- stjórnar segir að miklir hagsmunir séu fólgnir í því að stjórnsýsla Flat- eyjar sé í höndum Reykhólahrepps og sveitarstjórn leggist gegn því að stjórnsýsla eyjunnar færist til Stykk- ishólmsbæjar. Hreppurinn eigi mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hagsbót af því að færa sveitar- félagamörkin, auk þess sem eyjan sé órjúfanlegur þáttur í sögu svæðisins sem nú er Reykhólahreppur, bæði í ættfræðilegu og menningarlegu til- liti. Í bókuninni segir enn fremur að sveitarstjórnin eigi erfitt með að sjá hvernig það gæti komið íbúum betur að færa stjórnsýslu eyjun- nar undir Stykkishólm. Flateyingar sæki þjónustu í Stykkishólm, ver- slanir og fleira, en það sama eigi við um aðra íbúa sem sæki ýmsa þjó- nustu út fyrir sveitarfélagið, svo sem til Búðardals, Hólmavíkur eða Reykjavíkur. Þeim þáttum sem falli undir þjónustu sveitarfélagsins hafi Reykhólahreppur sinnt af bestu getu, til dæmis félagsþjónustu og þjónustu byggingafulltrúa o.fl. og hafi Flateyingar ekki þurft að sæk- ja þá þjónustu annað. Alltaf megi gera samninga á milli sveitarféla- ga um tiltekna þjónustu, henti það íbúum betur. „Sveitarstjórn hefur ekki fundið fyrir verulegri gagnrýni frá íbúum Flateyjar á þá þjónustu sem sveit- arfélaginu ber að veita,“ segir Karl Kristjánsson, oddviti Reykhólah- repps, í samtali við Skessuhorn. „En Flatey er eyja úti á miðjum Breiðafirði og þeir sem búa þar búa afskekkt, við ákveðna einangrun stóran hluta ársins og takmarkaðar samgöngur sem gerir það að ver- kum að það getur verið erfitt fyrir íbúana að taka þátt í samfélaginu. Það kemur ekki til með að breytast verði sveitarfélagamörk færð til,“ segir Karl. Í bókun frá fundinum segir að íbúar Flateyjar hafi með erin- di sínu komið því á framfæri við sveitarstjórn að þeim þyki sem þeir tilheyri samfélaginu ekki að ful- lu. Það verði verkefni sveitarfé- lagsins að gera þá að meiri þátttak- endum í daglegri stjórnsýslu. Sveit- arstjórn taki því verkefni fagnan- di. Karl segir að sú vinna sé þegar hafin. „Unnið er að því að koma á stofn dreifbýlisnefnd sem mun hafa það hlutverk að koma sjónarmiðum þeirra íbúa sem búa í mesta dreif- býlinu betur á framfæri við sveit- arstjórn,“ segir hann. Einn sveit- arstjórnarmaður verður formaður nefndarinnar og auglýst hefur ver- ið eftir fólki til að taka þátt í starfi hennar. „Hafa viðbrögð skipan þes- sarar nefndar verið góð,“ segir Karl Kristjánsson oddviti. kgk Reykhólahreppur leggst gegn hugmyndum um breytta stjórnsýslu Flateyjar Flatey á Breiðafirði. Mynd úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.