Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 69

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 69 Sandblásum bæði texta og myndir í gler og spegla... LED ljós í spegla SPEGLAR OG STURTUGLER Smiðjuvegi 7 200 Kópavogi Sími: 54 54 300 Fax: 54 54 301 ispan@ispan.is Sigvaldi Lárus Guðmundsson er Dalamaður sem búsettur er á Hvanneyri ásamt eiginkonu sinni Mörtu Gunnarsdóttur og tveim- ur börnum, þeim Elísabetu Líf og Helga Hrafni. „Ég hef alltaf ver- ið í hestamennsku eins og reyndar öll fjölskyldan. Það var því nokk- uð augljós kostur að fara í nám við Háskólann á Hólum,“ seg- ir Sigvaldi sem hefur undanfarin ár starfað við tamningar og reið- kennslu. „Ég hef dregið fjölskyld- una um allt land vegna vinnunn- ar, en ég hef verið að temja víða og einnig verið að kenna, bæði við Háskólann á Hólum og hér við Landbúnaðarháskólann,” seg- ir Sigvaldi. Kennir og stýrir búi Í september 2014 flutti fjölskyld- an á Hvanneyri þar sem Sigvaldi fór að kenna við Landbúnaðarhá- skólann ásamt því að taka við bú- stjórastöðu á Mið-Fossum. Hann sér þar um allt mögulegt sem snýr að jörðinni ásamt því að fá nemendur í reiðkennslu. „Ég er í raun eins og bóndi hér á staðn- um, ég bara bý ekki hér og ég á þetta ekki,” segir Sigvaldi og bros- ir. ,,Svo er það auðvitað kennsl- an, en hér eru kennd Knapamerk- in ásamt for- og frumtamningum. Hingað koma krakkar með mikinn áhuga á hestamennskunni en með misjafna reynslu. Sumir hafa lifað og hrærst í þessu frá blautu barns- beini á meðan aðrir eru jafnvel að hefja kynni sín á hestamennsk- unni. Öll eru þau þó hér með það að markmiði að læra meira á hest- inn og auka skilning sinn á reið- mennskunni. Hér er oft mikið líf af bæði fólki og ferfætlingum og sjaldan sem manni leiðist.” Börnin blómstra á Hvanneyri Aðspurður um hvernig það sé að búa á Hvanneyri segir hann það vera alveg frábæran stað að búa á. „Marta vinnur á Kleppjárnsreykj- um og líkar mjög vel þar. Einn- ig er hér frábær skóli og leikskóli svo börnunum líður mjög vel. Elísabet Líf er alveg að blómstra í þessu umhverfi. Ég held að þetta sé svipað hér fyrir hana eins og það var fyrir mig í Búðardal þegar ég var yngri. Hér er lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og börnin búa við svo mikið frelsi, bara eins og gengur og gerist í svona samfé- lagi, allt öðruvísi en t.d. í bænum,” segir Sigvaldi. Draumurinn er að vera í fremstu röð Eins og segir hér að framan hafa hrossin alltaf átt stóran sess í lífi Sigvalda og hefur hann verið al- inn upp við hestaíþróttina. Að- spurður um framhaldið og hvort hann sé kominn á þann stað í líf- inu að hann sé að upplifa draum- inn segir hann það ekki svo fjarri lagi. „Það mætti alveg segja að ég sé í draumastarfinu en ef ég gæti væri ég að ríða mun meira út sjálf- ur; þjálfa og temja,” segir Sigvaldi. „Auðvitað vill maður líka alltaf gera betur og ná lengra. Draumur- inn væri auðvitað að vera í fremstu röð í því sem maður er að gera og að fara t.d. út á Heimsmeistara- mót væri algjör draumur. Mað- ur veit aldrei hvað verður, kostur- inn við þessa íþrótt er að maður er ekkert búinn um þrítugt, þú get- ur átt nóg eftir þá,” segir Sigvaldi að lokum. arg „Kosturinn við þessa íþrótt er að maður er ekkert búinn um þrítugt“ Sigvaldi Lárus Guðmundsson kennari og bústjóri á Mið-Fossum tekur hér hryssuna Völvu frá Hólum til kostanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.