Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 78
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201578 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allt gamalt og gott. Jólakveðja, Smáprent 2015 2015 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum allt gamalt og gott. Jólakveðja, Smáprent Frí póstsending innanlands þegar pantað er vöru í vefverslun Smáprents. www.smaprent.is Smáprent - smaprent@smaprent.is - Akranesi Persónuleg jólakort og fars ælt kom andi ár . Jólakve ðja, Sm áprent GLEÐILEG J ÓL VIÐ ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGRAJÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI. ÞÖKKUM ALLT GAMALT OG GOTT. JÓLAKVEÐJA, SMÁPRENT Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Jólakveðja, Smáprent 2015 Gleðileg jól og farsælt kom andi ár. Þökkum allt gam alt og gott. Jólakveðja, Smá prent Verð frá 125 kr,- Pantaðu núna og þú færð fyrsta mánuðinn frían • Hringdu í okkur í síma 433 5500 • Sendu okkur póst á askrift@skessuhorn.is • Pantaðu á vefnum skessuhorn.is Rafræn áskrift Pantaðu núna og þú færð fyrsta mánuðinn frían Uppskeruhátíð Sundfélags Akraness fór fram í Brekkubæjarskóla þriðju- daginn 17. nóvember síðastliðinn. Þátttakendur á Landsbankamóti, sem fram fór fyrr um daginn, fengu þátttökuverðlaun áður en uppskeru- hátíðin fór fram þar sem sundmenn 11 ára og eldri voru verðlaunaðir. Ágúst Júlíusson var valinn sundmað- ur Akraness 2015, en hann varð fyrr á árinu Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi í 50m laug. Á ÍM í 25 laug, sem fram fór dagana 14.-16. síðast- liðna varð Ágúst einnig Íslandsmeist- ari í þessum greinum. Hann keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikun- um í júní og vann silfur með karla- sveit Íslands. Þá voru stigahæstu sundmönnum félagsins veitt verðlaun, sem og sund- mönnum sem sýndu besta ástundun og mestu framfarir á árinu. Nánara yfirlit yfir verðlaunahafa má sjá á vefsíðu SA á www.ia.is. kgk Ágúst Júlíusson er sundmaður Akraness Ágúst Júlíusson var valinn sund- maður Akraness. Hér tekur hann við viðurkenningu af Trausta Gylfasyni, formanni sundfélagsins. Ljósm. SA. Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á fimmtudaginn á móti Stjörn- unni í síðasta heimaleik ársins í blaki í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Stjarn- an hefur verið á ágætis róli í deildinni og var um miðja deild en Grundfirð- ingar eru við botninn. Gestirnir byrj- uðu mun betur og virtist sem að ein- hver hrollur væri í heimastúlkum því að Stjarnan vann fyrstu hrinuna með nokkrum yfirburðum 25-12. Heima- stúlkur hresstust nokkuð í annarri hrinu og komu mun betur stemmdar til leiks. Það fór svo að þær jöfnuðu metin í 1-1 með 25-23 sigri í þeirri hrinu undir dynjandi lófaklappi áhorf- enda sem kunnu vel að meta frammi- stöðuna. Í þriðju hrinu var nokkuð jafnræði með liðunum en gestirnir náðu að klára hana 25-19 og kom- ust í 2-1. Í fjórðu hrinu náðu gest- irnir nokkuð góðum tökum á leikn- um en heimamenn tóku góðan sprett í lokin og hleyptu smá spennu í leik- inn en þó fór svo að Stjarnan kláraði hrinuna 25-18 og unnu þar með leik- inn 3-1. Grundfirðingar eiga svo erf- iða ferð á Neskaupsstað þar sem þær mæta Þrótti Neskaupstað um næstu helgi en eftir það eru þær komnar í jólafrí. tfk Tap í síðasta heimaleik ársins Áform um stóraukna nýtingu á þangi og þara í Breiðafirði hafa vakið gagnrýnis- og efasemdaradd- ir. Bent hefur verið á að sjávargróð- urinn hafi lykilhlutverk í vistkerf- um grunnslóðar sjávar. Harkaleg nýting á þangi og þara geti þann- ig haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki Breiðafjarðar. Fulltrúar frá Stykkishólmsbæ, Hafrannsókna- stofnun, Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturi Háskóla Ís- lands á Snæfellsnesi og fyrirtækjun- um Deltagen, Félagsbúinu á Mið- hrauni og Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hafa fundað um þessi mál. Stykkishólmspósturinn hef- ur eftir Sturlu Böðvarssyni bæjar- stjóra Stykkishólms að fundurinn hafi verið upplýsandi. Samkomulag hefur orðið milli aðila um þátttöku í rannsóknaverkefni í þeim tilgangi að meta magn og afrakstursgetu þara og þangs í Breiðafirði. Einn- ig stendur til að rannsaka áhrif nýt- ingar á lífríki Breiðafjarðar. Haf- rannsóknastofnun mun stýra verk- efninu, vinna rannsóknaáætlun og sjá um að stækja styrki til verksins. Fyrirtækin Deltagen, Þörungaverk- smiðjan á Reykhólum og Félagsbú- ið á Miðhrauni munu leggja til fjár- muni, mannafla og báta eftir nánara samkomulagi við Hafró. mþh Sameinast um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar Við þaraskurð í Breiðafirði. Bókin „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ er komin út. Höfundur hennar er Smári Geirsson. Þetta er mikið verk prýtt 470 myndum sem margar eru einstakar og hafa ekki sést opinberlega áður. Bókin segir ítarlega frá sögu hvalveiða við Ís- land allar götur frá því land byggð- ist uns þær voru bannaðar með lög- um árið 1915. Smári Geirsson hef- ur rannsakað þessa sögu undanfarin ár og leitað fanga bæði á Íslandi og í Noregi. Megin umfjöllunin er enda um hvalveiðar erlendra manna því Íslendingar stunduðu ekki veiðar á stórhvelum. Strax á 17. öld komu út- lendingar upp hvalstöðvum í land- inu. Umsvif þeirra urðu svo mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar þar sem Norðmenn urðu s t ó r t æ k a s t - ir. Hvalveiði- tímabil Norð- manna við Ís- land hófst 1883 og varð brátt að stór- iðnaði. Þeir reistu hval- veiðistöðvar á Vestfjörð- um og stund- uðu veið- ar þar og við Vesturland. Síðar fluttu þeir sig um set til Austfjarða. Bandaríkjamenn, Danir og Hollendingar stunduðu einn- ig hvalveiðar við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Banda- ríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þess- ari sögu. Í bók Smára er svo meðal ann- ars fjallað um daglegt líf fólksins á þessum norsku hvalstöðvum sem á sinn hátt voru undanfari hvalstöðv- arinnar í Hvalfirði en hún hóf þó ekki starfssemi fyrr en 1948. Smári fjallar einnig um afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til hvalveiða útlend- inga við Ísland er þær urðu stór- pólitískt mál sem endaði með veiði- banni og lagasetningu þar um. mþh Ný og glæsileg bók um sögu hvalveiða Kápa hinnar nýju bókar Smára Geirs- sonar um sögu stór- hvalaveiða við Ísland fram til 1915.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.