Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 76

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 76
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201576 Ævisaga Jóns Magnússonar skip- stjóra og útgerðarmanns á Patreks- firði er komin út. Hún heitir „Þetta var nú bara svona,“ og er færð í let- ur af Jóhanni Guðna Reynissyni. Þar rifjar Jón upp ævi sína og starfs- feril frá því hann ólst upp sem lítill drengur á Patreksfirði og allt fram á þennan dag. Jón fæddist 1930 og er því 85 ára í dag. „Það var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lugnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungnabólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki,“ segir Jón í bókinni. Landsþekktur aflamaður Jón Magnússon hætti svo að reykja 12 ára gamall og hefur farið sín- ar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumnum. Hann er löngu landsþekktur skipstjóri og aflamaður, ekki síst á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Fyrstu árin voru þó oft þyrnum stráð og Jón hef- ur marga fjöruna sopið á lífshlaupi sínu. Jón og Lilja Jónsdóttir eigin- kona hans hafa rekið sjávarútvegs- fyrirtækin Odda hf. og Vestra ehf. á Patreksfirði um árabil og staðið fyr- ir útgerð og fiskvinnslu. Starfsem- in hefur ávallt verið einn af horn- steinum heimabyggðar þeirra þar sem leitast hefur við að veita fólki trygga atvinnu. Þetta hefur tekist þó oft hafi gefið á bátinn. Fjölmarg- ir þekkja til Jóns eftir farsælan feril hans í sjómennsku og útgerð. Hann var iðulega á bátum sínum í höfnum Snæfellsness og á Akranesi. Bræð- ur hans voru dugandi skipstjórar og sjómenn undir Jökli. Tekinn í landhelgi Hér fer stuttur kafli úr bókinni þar sem Jón segir með sínum hætti frá því þegar varðskip tók hann við netaveiðar fyrir innan línu í Breiða- firði: “Ég held að það hafi verið 1969 eða ’70 sem var ástandið þannig að ég sá ekki fram á að hafa neitt út úr verkuninni, var ekki mjög fjáður og þurfti að grípa til einhverra ráða. Þannig að ég landaði um vertíðina á Hellissandi hjá Skúla Alexanderssy- ni og fiskaði um 1100 tonn. Það var eina skiptið sem ég var tekinn í land- helgi, he he. Þá mátti ekki fara yfir ákveðna línu með netin í Breiðafirðinum. Ég vissi um lænu á bannsvæðinu sem ég vissi að fiskur kæmi í svo ég fer þarna að skoða þetta, hvort eitthvað væri að hafa. Og það lóðaði svona helvíti fal- lega, maður. Svo ég tók þrjár trossur og henti þeim þarna um miðnætti, dró um klukkan 5 um morguninn og allt fullt af fiski. Þegar ég var búinn að draga tvær trossur voru skakarar að koma út en þeir máttu veiða þarna en ég ekki. Ég dreif mig á brott og landaði um 20 tonnum úr þessum tveimur trossum. Ég lagði þær svo aftur á sama stað daginn eftir þótt ég vissi alveg að ég mætti þetta ekki. Að sunnanverðu voru menn hálfa mílu þarna inni á svæðinu sem varðskipin ráku út fyrir og ég ætlaði að láta reka mig bara út líka. Um morguninn var ég að dra- ga þegar Gráni kom þarna sunnan við mig. Ég hélt bara áfram að dra- ga með alveg bunkuð net. Svo kom hann þarna að okkur og sagði að ég mætti ekki vera á þessum stað. Ég sagðist vera alveg klár á því hvar ég væri. Stýrimaðurinn kom aðeins um borð til mín ég benti honum á an- nan bát, utar, sem var líka fyrir in- nan línuna. Hann að sagði mér að draga netin inn og koma með sér til Patreksfjarðar og fór svo að kíkja á hinn bátinn. Ég var kominn með um 45 tonn í lestina þegar þetta var svo ég keyrði á það sem ég var búinn að leggja og sagði strákunum að taka bólin af því sem átti eftir að draga. Svo kom Gráni aftur, engin ból sjáanleg og við fórum af stað. Það var náttúrle- ga farið til sýslumanns og menn set- tir um borð til að meta aflann sem þeir gátu auðvitað ekki því það var svo mikið í lestinni. Við yfirheyrslur sagði kafteinninn á Grána: Helvíti var falleg veiði hjá þér. En hvernig var hjá hinum, spurði ég? Hann kunni ekkert að leggja í fisk! Eftir að þetta hafði staðið í tvo tíma fór ég beinustu leið í Rif og landaði þar. Það var ekkert gert upp- tækt á staðnum, aflinn bara metinn. Strákarnir sögðu að ég myndi aldrei finna trossurnar sem við tókum bó- lin af en ég sagði að við skyldum sjá til með það og það fór þannig í næs- tu ferð að við húkkuðum strax í þær. Og það þurfti ekkert að reka eftir strákunum þarna, allt fullt af fiski og við vorum fljótir að ná því inn, mil- li 30 og 40 tonnum held ég. Samtals hafði ég út úr þessu um 90 tonn en málið endaði með dómssátt þannig að ég átti að borga þrjátíuþúsundkall held ég. Sem var reyndar aldrei rukkað. Þetta var eina skiptið sem ég var tekinn en þetta voru ágætismenn. Mig minnir að Guðmundur Kjær- nested hafi verið að verki í þetta skiptið. Hann var fínn kall. Það var ekkert upp á Gæsluna að klaga.” mþh/ Ljósm. Jóhann Guðni Reyn- isson. Skipstjóri og athafnamaður á fiskimiðum Vesturlands Jón Magnússon á bát sínum Teistu en á honum hóf hann sjómennskuferil sinn. Jón við vélbátinn Garðar en á honum lauk hann skipstjóraferli sínum. Þá setti Jón bátinn á land í Skápadal við Patreksfjörð þar sem hann stendur í dag. Bókin „Listamaður á söguslóðum“ fjallar um ferðir hins þekkta danska listmálara Johannes Larsen til Íslands 1927 og 1930 vegna myndskreytinga hans við hátíðarútgáfu Íslendinga- sagna í Danmörku árið 1930. Gunn- ar Gunnarsson rithöfundur og vin- ur hans, danski rithöfundurinn Jo- hannes V. Jensen, áttu frumkvæði að því að Íslendingasögurnar yrðu gefn- ar út í Danmörku á dönsku. Til að gera veg sagnanna sem mestan fengu þeir Larsen til að túlka sögusviðið í myndum. Larsen fór í tvær lang- ar og erfiðar ferðir um Ísland á ár- unum 1927 og 1930, kynntist landi og þjóð og vann verk sitt á aðdáun- arverðan hátt. Ólafur Túbals, bóndi og listmálari í Múlakoti í Fljótshlíð, var aðalfylgdarmaður hans. Myndir Johannesar Larsens eru eftirminni- leg, hófstillt og blæbrigðarík lista- verk, alls á fjórða hundrað talsins, og dagbækur hans og Ólafs Túbals mik- ilsverðar heimildir um íslenskt sam- félag á miklu breytingaskeiði. Bókin „Listamaður á söguslóðum“ byggir á þessu og er gerð af danska rithöfund- inum Vibeke Nørgaard Nielsen. Ferð í Borgarnes Þegar Johannes Larsen fór um Ísland ferðaðist hann í báðum ferðum sín- um um Borgarfjarðarhérað og raun- ar allt Vesturland, teiknaði fjölda mynda og kynntist samfélaginu, enda um að ræða sögusvið margra helstu Íslendingasagnanna. Hér á eftir fer lýsing á því þegar þeir Jóhannes og Ólafur fara með bát frá Reykjavík til Borgarness 27. júlí 1927 eða fyrir 88 árum síðan. „Það er basl með vélina. Við kom- um um borð og stuttu seinna fer hún að ganga rétt þegar við vorum farnir að ræða um hvort við ættum að fara upp á hótelið aftur. Ef hún færi ekki í gang fyrir kl. 12 gætum við nefnilega ekki siglt fyrr en í fyrramálið vegna fjöru. En nú gekk hún og við sigld- um af stað. Þetta er fyrrverandi fiski- Bjarna Guðmundssyni var vel tek- ið við opnun sýningar sinnar síðast- liðinn laugardag í Safnahúsi Borg- firðinga. Þar sýnir hann texta og teikningar, en hann er þekktur fyr- ir textasmíð sína og hefur alltaf haft áhuga á teikningu sem dægradvöl eins og hann segir sjálfur frá. Sýn- ingin verður opin kl. 13.00 - 18.00 alla virka daga og stendur til 20. janúar. mm Búið að opna sýningu Bjarna Félagarnir og nágrannarnir Bjarni og Haukur Júlíusson við opnun sýningarinnar. Ljósm. gj. bátur. ... Við klifrum ofan í káetuna og þar er lítill kolaofn sem kveikt er upp í. Þar er haugaskítugt en nota- legt. Bóndinn þarf að hvíla sig og er lagstur í aðra kojuna og Ólafur Túbals í hina og sofnar strax, hann þarf á því að halda. Ég sit og reyki nokkrar pípur, læt fara vel um mig og blunda, það er gott að vera kominn á sjóinn aftur, skríð svo upp og lít í kringum mig. Það kemur stór hvalur og blæs nokkur hundruð álnum frá okkur, skipverji stendur við hlið mér, segir að hann sé með kálf með sér, en ég sá hann ekki, ég skipaði eftir hon- um í kíkinum en það gagnaði ekkert, það var orðið rökkvað og báturinn hristist. Hann blés nokkrum sinnum og ég sá á vatnssúlunum að þeir hlutu að vera tveir. Niður aftur. Ég sit og sofna en vakna öðru hverju. Einn af áhöfninni kemur niður og fer að hita sér kaffi og drekkur stóra krús. Ég steinsofna og þegar ég vakna fæ ég hann til að hita kaffið aftur og drekk krús og kveiki mér í pípu og fer upp. Við erum rétt að koma að mynni Borgarfjarðar. Sólin er að koma upp fyrir framan okkur, lítil, lág sker og há fjöll inn til landsins, næstum logn og skýjað, það er eins og að sigla með ströndinni í Grænlandi.“ mþh Bók um listamann á söguslóðum Vesturlands fyrir nær níu áratugum Bókin er vönduð útgáfa í stóru broti. Innsíður úr bókinni. Fremst er síða úr dagbók með skissu af hesti sem virðist hafa verið færð til bókar þegar þeir félagar fóru um Hallmundarhraun í Surtshelli. Þarna er þessi vísa: Yfir hraunið óðum hjer, eins og stóð á vori. Í Eiríkshelli ultum vjer, um í hverju spori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.