Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201530 Opnunartími um jól og áramót í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar 2015 Sundlaugin í Borgarnesi 23. des. Þorláksmessa, opið 6:00 - 18:00 24. des. Aðfangadagur, opið 6:00 - 11:00 25. des. Jóladagur, lokað 26. des. Annar í jólum, lokað 31. des. opið, 6:00 - 11:00 1. janúar 2016, lokað Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum 21. des. opið 8:30 - 16:00 22. des. opið 8:30 - 16:00 23. des. Þorláksmessa, opið 8:30 - 16:00 24. des. Aðfangadagur, lokað 25. des. Jóladagur, lokað 26. des. Annar í jólum, lokað 27. des. lokað 28 des. 8:30 - 16:00 29. des. opið 8:30 - 16:00 30. des. opið 8:30 - 16:00 og 20:00 – 22:00 31. des. lokað 1. janúar 2016, lokað Sundlaugin á Varmalandi lokuð SK ES SU H O R N 2 01 5 „Ég leysi af á sjúkrabílnum á sumrin og er á bakvakt á veturna með skól- anum,“ segir Þorgerður Erla Bjarna- dóttir. Hún stundar nám í búvísind- um við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri en er sjúkrabílsstjóri við Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Blaðamaður opinberar fávisku sína og biður hana að útskýra muninn á því að vera neyðar- og sjúkraflutningamaður. „Til að verða neyðarflutningamaður þarf fyrst að klára grunnnám í sjúkraflutningum og afla sér þriggja ára starfsreynslu. Þá má bæta við sig aukinni mennt- un, neyðarflutningum. Næsta stig þar fyrir ofan er bráðatæknir, en það nám er ekki kennt hér á landi. Mun- urinn á þessu er að neyðarflutninga- maður má til dæmis sjúkdómsgreina ítarlegar en sjúkraflutningamaður, sinna meiri lyfjagjöf og fleira í þeim dúr. Ábyrgðin eykst svo enn frekar ef maður lærir til bráðatæknis,“ út- skýrir hún. Var yngstri sjúkra- flutningamaður landsins Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára hef- ur Þorgerður starfað við sjúkraflutn- inga í bráðum sjö ár. „Ég varð nú yngsti sjúkraflutningamaður landsins þegar ég byrjaði á sínum tíma og þar að auki kona. Fyrstu þrjú árin keyrði ég sjúkrabílinn bara heim úr útköll- um því ég var ekki nógu gömul til að taka leigubílaprófið, sem maður þarf að hafa að mega flytja sjúklinga,“ segir Þorgerður. En hvernig kom til að hún, þá 18 ára gömul, tók sér þetta starf fyr- ir hendur? „Þó það hljómi eins og algjör klisja, þá vil ég geta hjálpað fólki,“ segir Þorgerður; „og vera und- irbúin að takast á við aðstæður sem aðrir geta kannski ekki tekist á við. Ef maður kemur inn í aðstæður þar sem fólki líður illa og getur hjálpað því, þá er maður að gera gagn,“ segir hún en bætir því við að hún sé hálf- partinn uppalin í þessu starfi. „Pabbi er sjúkraflutningamaður, ég tók eig- inlega við af honum,“ segir hún og brosir. „Þar að auki hafa báðir föður- bræður mínir unnið við þetta.“ Starfið getur verið erfitt Þorgerður kveðst vera mjög ánægð í starfi. „Þetta er yndisleg vinna. Það er kannski ljótt að segja að mér þyki þetta gaman, ég vil ekki vera kölluð út en mér finnst það engu að síður gaman,“ segir hún og brosir. „Það er alltaf ánægjulegt ef útkall sem lítur út fyrir að vera alvarlegt í fyrstu er það ekki þegar komið er á staðinn. Sem betur fer eru mörg útköllin minni háttar,“ segir Þor- gerður en viðurkennir að auðvi- tað geti fylgt starfinu nokkuð álag, það sé hluti af því. Hún hafi til að mynda lent í því að þurfa að flytja ættingja sína en frá fyrsta degi gert sér grein fyrir því að sú staða gæti komið upp. Slíkum tilfellum verði að sinna með sama hætti og öllum öðrum. „Ég hef til að mynda flutt báðar ömmur mínar en maður verður að sinna öllum útköllum af sömu fagmennskunni, sama hvaða andlit er á manneskjunni,“ segir hún. „En að vinna á sjúkrabílnum er alls ekki fyrir alla. Þeir sem ætla sér að vinna við þetta og finna sig í þessu venjast starfinu fljótt. Svo eru aðrir sem gengur illa að venjast þessu og þeir endast sjaldnast lengi og er alls engin skömm af því. En mér persónulega finnst þetta ekk- ert tiltökumál.“ Stefnir í læknisfræði En hvað ber nánasta framtíð í skauti sér fyrir Þorgerði? „Ég ætlaði alltaf að verða læknir og ætla mér enn, það er bara spurning hvenær ég kemst inn,“ segir hún og brosir. Hins veg- ar kveðst hún ætla að byrja á því að útskrifast úr búvísindanáminu frá LbhÍ næsta vor. „Að því loknu stefni ég að því að verða einhvers konar læknir, hvort sem ég kem til með að lækna menn eða önnur dýr. Reynsl- an af sjúkrabílnum mun án efa nýt- ast mér þar, sama hvers konar lækn- isfræði verður fyrir valinu,“ segir Þorgerður að lokum. kgk Alltaf ánægjulegt þegar útköllin eru ekki alvarleg Þorgerður Erla Bjarnadóttir neyðarflutningamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.