Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 83

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 83
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 83 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. 88 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Bókaforði.“ Vinningshafi er: Guð- bjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, Borgarnesi. mm Makar Spann Ras Drengir Sk.st. Fagrar Greið- vikinn Táp Stafur Óregla Baun Mór Óreiða Daprir Hindrar Suddi 5 Hraði Eld- stæði 3 Þreyta Gufa Skýran Ókunn Afa Stert Rödd Sund Kvað Ólíkir Málar Gengu Blaða Hnusa Potar Tvíhlj. Stök Atorka Lúka Brúnin Sýl Sefar 9 Bar Ös Drif Röst Fæddi Megn Steinar Gelt Öf.tví.hl Fyrr Vesælir Féll Regla Ævi Púki Láir 1 Mæli- eining Áhald Vild Magur Lagleg Ull 7 Eignir Þar til Rúlluðu Reykur Spurn Taut Deplar Draga Kall Frekja Læti Fiskur 4 Vær Gutl Leðja Hagur Batnar Tor- færa Voði For Sjó Elskar 2 Legg Bogi 6 Temja Tunnur Mynni Krotar Ofna Beltið Sam- hljóðar 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Starfsmenn Akranesbæjar voru önnum kafnir við það á föstu- dagsmorgun að setja upp jólatré á Esjutorgi á Akranesi. Þetta torg er á gatnamótum Esjubrautar og Þjóðbrautar, steinsnar frá Vínbúð- inni og Lögreglustöðinni. Þegar búið var að setja tréð upp var það skrýtt ljósum. Að lokum var kveikt á því til að athuga hvort allar per- ur virkuðu ekki sem skyldi og sú var raunin. Svo var slökkt og ekki verður aftur kveikt fyrr en aðvent- an gengur í garð í lok vikunnar en þá verður líka látið loga fram yfir hátíðir. Aðal jólatréð á Akranesi stendur hins vegar á Akratorgi. Kveikt verður á ljósum þess laug- ardaginn 28. nóvember klukkan 16:00. mþh Jólaljósin virka á Akranesi Það logaði á öllum perum á jólatrénu á Esjutorgi þegar starfsmenn Áhaldahúss Akraneskaupstaðar settu það upp og prófuðu í lok síðustu viku. Frá vinstri: Þórarinn Elís Indriðason, Sigurður Ólafsson, Hafsteinn Jóhannesson og Magnús Sigurðsson. Það verður að segjast að hinar hrika- legu tölur um fækkun nemenda í framhaldsskólum landsins á milli áranna 2014 og 2015 koma ekki á óvart. Þessi óheillaþróun stafar af þeirri ákvörðun menntamálaráðherra á síðasta ári að meina fólki yfir 25 ára aldur að gerast bóknámsnemendur í framhaldsskólanum í sinni heima- byggð. Eins og vænta mátti var þessi ákvörðun menntamálaráðherra and- mælt harðlega, bæði af okkur í stjórn- arandstöðunni á Alþingi og einnig af skólastjórnendum. Ráðherra hélt þó sínu striki og nú blasa afleiðingar ráð- stafana hans við. Frá því að breytingin gekk í gildi hefur nemendum 25 ára og eldri fækkað um 742 í framhaldsskólum sem starfræktir eru af hinu opinbera. Þar af eru 447 bóknámsnemendur en afgangurinn nemendur í verknámi. Breytingin snertir auðvitað bæði einstaklingana sem hafa verið svipt- ir námsmöguleikum sínum og rekst- ur framhaldsskólanna. Í erindum sín- um til þingmanna hafa skólastjórn- endur lýst þungum áhyggjum sínum vegna hinnar umdeildu ákvörðun- ar menntamálaráðherra um að loka framhaldsskólunum fyrir fólki yfir 25 ára aldur sem kom til framkvæmda samhliða ákvörðun hans um að stytta nám til stúdentsprófs í þrjú ár. Í sam- einingu hafa þessar ráðstafanir orðið til að valda gagngerum breytingum á rekstrarumhverfi framhaldsskólanna en lítið svigrúm gefið til aðlögunar. Skólar í uppnámi, fólk í vanda Meðal þess sem skólastjórnendur hafa áhyggjur af er að fækkun nem- endaígilda í framhaldsskólum þýði minna námsframboð og einsleitari skóla. Einnig telja þeir óljóst um af- drif þróunarstarfs í skólunum og ótt- ast að samstarf milli skóla um dreif- og fjarnám kunni að vera í hættu. Hið síðarnefnda snertir sérstaklega skóla- starf á landsbyggðinni þar sem nem- endur í dreif- og fjarnámi hafa ver- ið framhaldsskólunum þar mjög hag- stæðir og stutt við námsframboð og betri nýtingu fjármuna. Framhaldsdeildir sem hafa verið að byggjast upp víða um land gjalda líka fyrir hina gerræðislegu ákvörð- un menntamálaráðherra um fækk- un nemendaígilda og 25 ára regl- unnar. Niðurskurðurinn bítur líka þarna og framhaldsdeildirnar standa frammi fyrir því að þurfa að skera starfsemi sína niður. Skólastjórnend- ur lenda í þeirri ömurlegu stöðu að þurfa að hafna umsóknum um skóla- vist og afleiðingar þess fyrir einstak- lingana sem fyrir því verða og sam- félag þeirra eru hörmulegar. Fólk á ekki annarra kosta völ en að gefa áform sín um nám upp á bátinn eða leita út fyrir sínar heimaslóðir. Þetta er þeim mun nöturlegra þegar haft er í huga að skólarnir sem líða fyr- ir hið nýja skipulag eru ekki síst þeir sem staðsettir eru á svæðum sem eiga í vök að verjast með tilliti til mennt- unar- og atvinnumöguleika Stjórnendur margra framhalds- skóla standa í eilífum barningi við að ná endum saman og bjóða upp á nægilegt námsframboð til að skólarn- ir sem þeir stýra verði samkeppnis- hæfir og laði til sín nemendur. Fjár- heimildir miðast við þá nemend- ur sem ljúka námi og rekstur verk- námsbrauta er tiltölulega kostnað- arsamur þannig að ekki er unnt að halda þeim úti nema með ákveðn- um lágmarksfjölda nemenda. Þessi staða þýðir að huga þarf sérstaklega að því að tryggja minni framhalds- skólunum nægilegt fjármagn á hverju ári til að reka grunndeildir verknáms og tvær bóknámsbrautir að lágmarki. Lágmarksfjárveiting til rekstur fram- haldsskóla – gólfið svokallað – verður að miðast við þetta. Skólinn í samfélaginu og samfélagið í skólanum Flestum er ljóst hve mikilvægt öflugt starf framhaldsskóla er. Þar er einstak- lingunum veittur nauðsynlegur und- irbúningur til að takast á við atvinnu- lífið og þær áskoranir sem fylgja því að búa og starfa í flókinni og tækni- væddri nútímaveröld. Skólastarfið er nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í þjóðlífinu og gildir þá einu hvort mat er lagt á þá út frá forsendum þétt- býlis eða dreifbýlis. Framhaldsskól- arnir eru einfaldlega meðal mikil- vægustu stoða samfélagsins og þegar þær stoðir eru veiktar eða fjarlægðar stendur samfélagið einfaldlega veik- ara eftir. Mikilvægi góðs aðgengis að menntun ætti að vera flestum ljóst og það getur engum dulist að framhalds- skólarnir eiga ríkan þátt í byggðaþró- un og framförum þar sem þeir eru starfræktir. Með ákvörðunum sínum um að skerða starfsemi framhalds- skólanna hefur menntamálaráðherra vegið að hlutverki þeirra og tilveru- grundvelli. Afleiðingarnar eru marg- víslegar en ljóst er að þeirra verður mikið vart á landsbyggðinni þar sem þær koma fram í veikari stöðu byggð- anna og fráhvarfi efnaminna fólks frá námi. Ráðstafanir menntamálaráð- herra hafa þannig breytt stöðu skól- anna í samfélaginu og einnig samfé- laginu innan vébanda þeirra. Framhaldsskólarnir á landsbyggð- inni hafa gefið fjölda nemenda tæki- færi til að ljúka framhaldsskólanámi. Sumir hafa notið þar möguleika á að taka til við nám að nýju eftir námshlé eða hafið nám eftir að vera komið af æskuskeiði. Í mörgum tilvikum hefur fólk síðan getað aflað sér framhalds- menntunar í fjarnámi og án þess að þurfa að flytja brott af sínum heima- slóðum. Með þessu móti verður sam- hljómur milli skóla og samfélags þar sem einstaklingarnir mennta sig bein- línis til að takast á við sérhæfð störf í heimabyggð, mennta sig svo að segja inn í nærsamfélagið. Þessu er nú öllu stefnt í uppnám. Mennt er ekki munaður Það er engan veginn boðlegur kost- ur að rýra starfsgrundvöll framhalds- skólanna eins og gert hefur verið og takmarka aðgengi að þeim. Fólk ætti ekki að þurfa að sæta því að verða að flytjast búferlum til að eiga kost á námi á framhaldsskólastigi og vera jafnvel gert að stunda það í einkaskól- um með tilheyrandi kostnaði. Samfé- lag okkar kallar eftir menntuðu fólki og ekki síst fólki með haldgóða iðn- og tæknimenntun. Þessu kalli verð- ur að svara með öflugum verknáms- brautum á framhaldsskólastigi um allt land. Það verður að koma í veg fyrir að stjórnvöld með menntamálaráðherra í broddi fylking- ar eyðileggi metn- aðarfulla uppbygg- ingu skólastarfs í framhaldsskól- um landsins. Honum má ekki hald- ast uppi að ráðast þannig gegn hags- munum landsbyggðarinnar. Mennt er nauðsyn, ekki munaður, og þeg- ar gerðar eru ráðstafanir sem veikja eða jafnvel buga skólastarf á lands- byggðinni og skerða tækifæri efna- minna fólks til að afla sér menntun- ar er vægast sagt farið að syrta í álinn með stjórnarhætti í landinu. Niðurrifsstefna menntamálaráð- herra má ekki verða ofan á. Hún verðskuldar að bíða skipbrot og það sem fyrst. Í stað hennar ætti að koma uppbyggingarstefna sem styrkir fram- haldsskólastarf hvarvetna í landinu en ekki síst á landsbyggðinni og eflir sí- menntunarstöðvarnar sem víða búa nú við þröngan kost. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður Vinstri grænna í NV-kjördæmi. Aðför að menntun í landinu - skorið af námstækifærum Pennagrein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.