Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201520 Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna fer fram þessa dagana en þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunn- skólanna og fræða þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Það er nefni- lega þekkt staðreynd að eldhætta á heimilum eykst á aðventunni og út- köll slökkviliða eru aldrei fleiri en í desember og janúar. Núna er því gott tækifæri til að huga að eldvörn- um heimilisins og laga það sem bet- ur má fara. Það er svo mikið í húfi þegar eld- varnir eru annars vegar. Á hverju ári látast að meðaltali ein til tvær manneskjur í eldsvoðum. Jafnframt eyðast að meðaltali meira en tveir milljarðar króna í eldsvoðum ár hvert. Rannsóknir sem Capacent hef- ur gert fyrir Eldvarnabandalag- ið og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að heimilin í landinu geta gert mun betur í eldvörnum en raun ber vitni. Alltof fá heimili hafa til dæm- is allt í senn reykskynjara, slökkvi- tæki og eldvarnateppi. Alltof mörg heimili hafa alls engan eða of fáa virka reykskynjara að vaka yfir sér. Þetta á sérstaklega við um þá sem búa í leiguhúsnæði og fólk á aldrin- um 25-35 ára. Staðalbúnaður á heimili Að okkar mati á eftirfarandi að vera staðalbúnaður á hverju heimili: Virkir reykskynjarar, tveir eða • fleiri. Léttvatns- eða duftslökkvitæki • við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á vísum stað í • eldhúsi. Best er að hafa reykskynjara í öll- um rýmum. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu. Reykskynjara þarf að prófa reglulega og skipta þarf um rafhlöðu í þeim árlega. Upplagt er að velja fyrsta sunnudag í aðventu eða dag reykskynjarans, 1. desemb- er, til þess. Endurnýja þarf reyk- skynjara á um tíu ára fresti. Margir hafa bjargað miklum verð- mætum með því að slökkva eld með slökkvitæki og eldvarnateppi. Mikil- vægt er þó að enginn setji sig í hættu við það. Fyrstu viðbrögð við elds- voða eru alltaf að koma öllum heil- um út og gera slökkviliði viðvart í gegnum neyðarnúmerið, 112. Förum varlega Auk þess að hafa réttan eldvarna- búnað á heimilinu er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir hinni margvíslegu eldhættu á heim- ilinu og högum okkur í samræmi við það. Förum skynsamlega með kertaljós og skreytingar og skiljum logandi kerti ekki eftir án eftirlits. Óaðgætni við matseld er mjög al- geng orsök elds. Slíkar uppákom- ur er auðvelt að fyrirbyggja ein- faldlega með því að fara varlega. Hvers kyns rafmagnstæki eru líka algeng eldsorsök. Bitur reynsla margra sýnir að ekki er skynsam- legt að hafa þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í gangi ef enginn er heima til að bregðast við ef eld- ur kemur upp. Spjaldtölvur og tæki sem algeng eru í svefnherbergjum á ekki að hafa í sambandi nema í öruggu, tregbrennanlegu umhverfi. Til dæmis alls ekki uppi í rúmi eins og dæmi eru um að gert hafi verið með afar slæmum afleiðingum. Eldsvoði á heimili er skelfileg lífsreynsla sem enginn vill upplifa. Gerum því það sem í okkar valdi stendur til að draga úr hættu á að eldur komi upp og tryggjum að á heimilinu sé réttur búnaður til að bregðast við ef á þarf að halda. Garðar H. Guðjónsson, verkefna- stjóri Eldvarnabandalagsins og Eld- varnaátaksins Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðar- sveitar. Aukum eldvarnir á aðventunni Pennagrein Árlegt eldvarnaátak hófst í síð- ustu viku þar sem slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarnaá- taki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í að- draganda hátíðanna. Flest ár deyja einhverjir í eldsvoðum og bætt brunatjón nemur árlega yfir tveim- ur milljörðum króna að meðal- tali. Þá er ótalið rask og óþægindi, óbætt brunatjón og margvíslegt tjón sem ekki er unnt að bæta með pen- ingum. Langalgengasta orsök elds í banaslysum er opinn eldur, það er kerti og reykingar. Slökkviliðsmenn hér á landi heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heim- ilum og íbúarnir því berskjaldað- ir fyrir eldsvoðum. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarna- bandalagið. Alltof mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynjara. Þau fengju því litla eða enga við- vörun ef eldur yrði laus að nætur- lagi. Innan við helmingur heimila er með eldvarnabúnað sem slökkvi- liðsmenn telja lágmarksbúnað, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráð- stafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: Virkir reykskynjarar, tveir eða • fleiri. Léttvatns- eða duftslökkvitæki • við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á sýnilegum stað • í eldhúsi. Mjög vantar á að þessi lágmarks- búnaður sé almennt á heimilum landsmanna. LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra og stendur það nú yfir. Þá heimsækja slökkviliðs- menn um allt land á fimmta þús- und átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk að gjöf söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg. Í sögunni er eld- varnagetraun og eru vegleg verð- laun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim. Gætum varúðar um jól og áramót Í ljósi þess að nú gengur í garð sá árstími þar sem hætta er á eldsvoð- um af völdum kertaljósa og jóla- skreytinga hefur Bjarni K. Þor- steinsson slökkviliðsstjóri í Borg- arbyggð tekið saman lista með at- riðum sem nauðsynlegt er að hafa í huga á aðventunni. Heilræði hans fylgja hér á eftir. Heilræði frá slökkviliðinu: Reykskynjarar eru sjálfsögð og • ódýr líftrygging. Skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oftar ef þörf er á. Átt þú handslökkvitæki ? Er • það í lagi ? Hvenær var það síð- ast yfirfarið? Slökkvitæki á að vera á sýni-• legum stað, ekki í felum inni í skáp! Ofhlöðum ekki fjöltengi og • gætum að gömlum og lélegum rafbúnaði. Notum ávallt viðurkenndar raf-• vörur og fjöltengi með slökkv- ara og gaumljósi. Eldvarnateppi skal vera í hverju • eldhúsi og á aðgengilegum og sýnilegum stað. Gerum flóttaáætlun úr íbúð-• inni vegna eldsvoða. Förum yfir hana með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir eiga að vera úr hverri íbúð! Gætum varúðar í umgengni við • kertaljós og skreytingar, skilj- um börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. Aðgætum íbúðir okkar áður en • gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til. Athuga þarf hvort nokkurs staðar logi á kerti eða skreytingum. Logandi kertaljós skulu aldrei • höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gluggatjalda! Dreifið sem mest raforkunotk-• un við matseld um jól og ára- mót það kemur í veg fyrir hugs- anleg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi rafmagns. Ullar- eða leðurvettlinga skal • nota á hendur og öryggisgler- augu á öll nef við meðferð flug- elda um áramót! Munum 112 neyðarlínuna ef • slys, veikindi eða eldsvoða ber að höndum! mm/grþ Árlegt eldvarnaátak í aðdraganda hátíðanna Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð. Frá eldvarnaátaki slökkviliðsmanna á Akranesi. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.