Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 64

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 64
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201564 Það er nóg að gera hjá Tryggva Sæ- mundssyni verktaka í Skorradaln- um, enda segist hann reyna að taka að sér öll verk sem honum bjóðast. „Við erum eiginlega í öllu bara, allt frá því að setja saman leikkastala til þess að grafa fyrir undirstöðum und- ir ný hús,“ segir Tryggvi. Blaðamað- ur kíkti í Skorradalinn þar sem þau Tryggvi og Kristín búa ásamt þrem- ur börnum sínum. Tryggvi er fædd- ur og uppalin í Skorradalnum og hefur alltaf búið þar. Kristín ólst upp í Borgarnesi en flutti í Skorradalinn með Tryggva fyrir ellefu árum. „Ég vissi alltaf hvað ég vildi gera og ég bara gerði það. Ég kláraði grunn- skólann og tók meiraprófið um leið og ég hafði aldur til og fór að vinna. Ég er bara að gera það sama og ég hef alltaf gert, núna eru tæk- in bara aðeins stærri,“ segir Tryggvi og hlær. „Þetta er það sem mér þykir skemmtilegast að gera og plúsinn er að það gengur rosalega vel. Maður þarf að vera mjög skipulagður þeg- ar maður rekur svona fyrirtæki, bara eins og öll fyrirtæki geri ég ráð fyr- ir. Ég er ekki bara úti að leika mér á stórum tækjum. Það þarf að halda vel utan um allt hitt líka, t.d. bók- haldið. Ég gæti þess bara að gera það alltaf strax og þá er þetta ekkert mál,” bætir Tryggvi við. Reynir að segja alltaf já Aðspurður hver sé helsta ástæðan fyrir því að það gangi svona vel hjá fyrirtækinu segir Tryggvi að hann reyni að taka að sér öll verk og að halda vel utan um alla hluti fyrir- tækisins. „Þegar einhver biður mig um að taka að mér verk reyni ég að segja ekki nei, sama hversu lít- ið verkið er. Maður veit aldrei hvað verður svo úr því verki þegar líður á. Ég gæti verið beðinn um að setja niður fánastöng fyrir utan sumar- hús og svo þegar ég er kominn á staðinn gæti ég verið beðinn um að taka að mér fleiri verk. Einn- ig lendir maður alveg í því að ná- granninn sér mann og kemur og biður mig um að gera eitthvað fyr- ir sig og svona vindur þetta upp á sig. Ef ég hefði sagt nei við þennan með fánastöngina hefði ég mögu- lega verið að útiloka svo margt ann- að í leiðinni. Einnig held ég að stór ástæða fyrir því hversu vel gengur í fyrirtækinu er að við eyðum ekki peningum sem við eigum ekki. Ég þarf ekki að eiga nýjustu og flott- ustu tækin til þess að reka þetta fyr- irtæki og gera það vel. Ég þarf bara að passa vel upp á þau tæki sem ég á. Ég læt alltaf skoða öll tækin á réttum tíma og gæti vel að viðhaldi og þá er hægt að nota þau alveg eins og þessi nýju tæki. Maður hef- ur svo verið hér úti í allskonar veðri að gera við og svona svo núna ætl- um við að byggja vélaskemmu hér heima. Það er löngu kominn tími á að fá aðstöðu hér fyrir tækin,” seg- ir Tryggvi. Næg verkefni á Hálsum Tryggvi segir að mikill munur sé á verkefnastöðunni núna í ár miða við árið í fyrra. Hann segir að jafnvel sé að koma smá 2006-2007 stemning í iðnaðinn. „Við höfum mikið meira en nóg að gera og í rauninni gæti ég bara verið að vinna alla daga eins og staðan er núna. Ég hef haft mun meiri þörf á viðbótar manni í vinnu núna heldur en í fyrra,” segir Tryggvi. Á veturnar hefur Tryggvi séð um snjómokstur og þau Kristín sjá um skólaakstur barna í Skorra- dalnum. „Við sjáum um að keyra börnin hér í Skorradalnum, það er bara misjafnt hvort okkar keyr- ir hverju sinni, en við erum í þessu saman,” segir Tryggvi. Fluttu hús í Skorradalinn Þau Tryggvi og Kristín fluttu í sitt eigið hús í landi Hálsa árið 2007. Húsið keyptu þau árið 2006 á tutt- ugu ára afmælisdegi Kristínar, en þá var það staðsett í Hafnarfirðinum. „Við sáum auglýsta efri hæð af húsi til sölu, með því skilyrði að það yrði flutt í burtu. Við buðum í það og þá hófst mikið ferli þar sem við þurft- um að fá öll leyfi og svo auðvitað að flytja húsið hingað. Þetta tókst nú allt á endanum en var eiginlega bara algjört ævintýri,” segir Krist- ín og hlær. Þrátt fyrir að hafa flutt í sveitina og sest þar að hefur Krist- ín ekki látið það koma í veg fyrir að ganga menntaveginn. Hún lauk námi í ljósmyndun frá Tækniskól- anum og fór svo á samning á Ljós- myndastofu Garðabæjar. Næsta vor er planið hún að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar. „Þegar Bergur bróðir sagðist ætla að fara í skóla og klára stúdentspróf tók ég því sem áskorun. Ég gat ekki látið hann klára stúdentinn á undan mér svo ég fór auðvitað líka í nám,” segir Kristín og hlær. Ljósmyndarar aldrei alveg í fríi Aðspurð hvað sé framundan segist Kristín alltaf vera að vinna að nýj- um verkefnum og stefnan sé tekin á að taka meiraprófið einhvern dag- inn. „Tryggvi hefur nú alltaf verið að reyna að fá mig til að taka meira- prófið, það kæmi sér oft vel fyrir okkur.” Í ljósmyndarastarfinu er líka alltaf nóg að gera að sögn Kristín- ar. Hún hefur þó verið í fæðingaror- lofi með Guðrúnu Ástu og segist því ekki hafa gert jafn mikið í mynda- tökum undanfarið. En ljósmyndar- inn er þó aldrei alveg í fríi þar sem skilin á milli starfs og áhugamáls eru ekki alveg ljós. „Ég hef minna ver- ið að taka að mér myndatökur en ég er náttúrulega alltaf að taka mynd- ir. Við búum bara í svo fallegu um- hverfi hér í Skorradalnum svo mað- ur getur ekki annað en verið að taka myndir, sérstaklega núna í haustlit- unum. Norðurljósin eru líka alltaf skemmtileg en það getur verið erfitt að ná þeim. Maður þarf að vera þol- inmóður og bíða eftir rétta augna- blikinu. Þá sit ég bara úti í nátt- úrunni og bíð, ég elska það. En svo sér maður ekkert alltaf norðurljós- in eða nær kannski ekki alveg nógu góðum myndum af þeim. Um dag- inn lenti ég í því að það voru svo fal- leg norðurljós sem ég hefði viljað mynda. Ég var bara ein með börn- in þá og gat ekki stokkið út svo ég varð bara að horfa út um gluggann og njóta,” segir Kristín. Átti mynd á kápu National Geographic Kristín hefur verið dugleg að finna eitthvað nýtt til að nota myndirn- ar í. Hún lét t.d. prenta myndirn- ar á fallegar Íslandsklukkur. Mynd- irnar hafa líka verið notaðar í kerta- stjaka og umbúðir og svo var ein mynda hennar notuð á kápu ljós- myndabókar National Geographic. „Það er rosalega mikill heiður að eiga mynd á kápunni. En þegar ég opnaði svo bókina og sá allar þess- ar fallegu myndir fannst mér þetta enn meiri heiður, að mín mynd hafi verið valin af öllum þessum fallegu myndum,” segir Kristín og brosir. Það næsta sem er í vinnslu hjá Krist- ínu eru ljósmyndir prentaðar á efni. „Ég er að fá fyrstu prufurnar af efn- unum í hús núna og ég ætla að prófa þau aðeins fyrst og sjá hvernig þau eru og hvernig þau þola þvott og svona. Ég ætla ekki að hafa mörg með sömu myndinni, því mér sjálfri þykir svo leiðinlegt að eiga eitthvað fallegt sem allir eiga. Ég vil frekar að það séu bara fá eintök með hverri mynd,” segir Kristín. Myndar eyðibýli í Skorradal „Ég er farin að bóka brúðkaup fyr- ir næsta sumar en það eru mjög skemmtilegar myndatökur. Ég elska að taka myndir úti en stúdíómynda- tökur eru þó alltaf skemmtileg- ar með, ég hef bara ekki alveg að- stöðu fyrir þær núna. Ég var allt- af með stúdíó heima hjá mér og var orðin frekar þreytt á því. Við feng- um svo aðstöðu saman, ég og Rósa Björk á Hvanneyri, og þá lofaði ég sjálfri mér að koma ekki með stúd- íó heim aftur, ég hef reyndar ekki alveg staðið við það,” segir Kristín og hlær. „Núna fáum við vonandi aftur aðstöðu þar svo ég geti meira tekið að mér svoleiðis myndatökur. Mér þykir lang skemmtilegast að taka myndir af landslaginu og nátt- úrunni. Núna er ég að vinna að verk- efni með Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Verkefnið heitir Skorradal- ur allt árið og er ég að taka mynd- ir af eyðibýlum í Skorradal. Ég tek myndir af þeim yfir allt árið til þess að sjá árstíðarnar, stefnan er svo að halda sýningu með þessum myndum næsta sumar, vonandi í einu eyðibýl- anna,” segir Kristín. Þarf alltaf að prófa allt sjálf Að lokum spurðum við Kristínu hvert framhaldið verði, hvort hún stefni að frekara námi eftir stúdents- prófið? Hún sagði svo ekki vera en að það væri aldrei að vita hvað hún myndi gera. „Ég framkvæmi flest- ar hugmyndir sem ég fæ, svo það er ómögulegt að segja hvað ég mun gera. Ég er bara þannig að ég þarf að prófa allt og sjá sjálf hvernig það er, ég sé ekki endilega hlutina fyrir öðruvísi. Ef það sem ég geri geng- ur ekki upp eins og ég hafði von- að þá bara hætti ég. Ég á ekki erf- itt með að hætta ef mér finnst eitt- hvað ekki vera að virka eða ekki vera þess virði, ég á aftur á móti erfiðara með að prófa ekki allt,” segir Kristín og hlær. „Dæmi um þetta er heim- ilið mitt. Ég er oft að breyta því og nota t.d. aldrei málband til þess að sjá hvar hlutir passa best. Ég bara færi til og prófa og ef það gengur ekki upp þá bara færi ég til baka. Ég fór líka einu sinni í nám á Hólum en fann það svo fljótt að ég vildi ekki fara í svona mikið nám aftur á með- an krakkarnir mínir voru enn svona litlir, svo ég bara hætti því. Ég var þá búin að prófa og gat því hætt með góðri samvisku. Það er ekkert að því að prófa,” segir Kristín að lokum. arg/ Ljósm. kj. Mörg og fjölbreytt verkefni í gangi allt árið Spjallað við Tryggva Val Sæmundsson og Kristínu Jónsdóttur Skorradalur allt árið. Kristín og Tryggvi og börnin þeirra þrjú, Valur Snær, Hlynur Blær og Guðrún Ásta. Tryggvi að flytja timbur. Hús Kristínar og Tryggva á Hálsum en það var flutt úr Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.