Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 51 Það er einfalt mál að gera sjálf/ur fallegar og glitrandi jólakúlur úr garni. Kúlurnar eru auðveldar í gerð, sé rétta aðferðin notuð og ef föndrarinn er nægilega þolinmóð- ur. Þær má svo hengja á jólatréð, út í glugga eða hvar sem hugur girnist. Þá eru þær einnig fallegar liggjandi á borði. Einnig er hægt að nota kúlurnar utan um perur á seríu, en þá þarf að passa að gera göt fyrir seríuna þegar kúlurnar eru orðnar þurrar. Hægt er að nota hvaða lit af garni sem er. Það sem þarf til að gera kúlur úr garni er lítill pakki af vatnsblöðrum, fönd- urlím eða trélím, hvítt garn (best er að nota léttlopa), glimmer, vatn, vaselín og litla jólakúlukróka, fal- legt snæri eða girni. Gott er að hafa dagblöð eða plastdúk sem má verða skítugur undir, því föndrið getur orðið svolítið subbulegt. Skref 1: Helltu smá lími í skál og blandaðu vatni við til að þynna það. Ekki nota nokkra dropa af vatni, það þarf smá skvettu til að límið þynnist nóg. Notaðu skál sem er nægilega stór til að hægt sé að velta blöðru upp úr blöndunni. Skref 2: Blástu vatnsblöðrurn- ar upp rétt nógu mikið til að þær verði kúlulaga. Passaðu að blöðr- urnar séu allar blásnar jafn mikið upp, svo þær verði ekki mismun- andi stórar. Sumir setja smá vaselín á alla blöðruna eftir að hún hefur verið blásin upp. Það er gert svo að garnið festist ekki við blöðruna sjálfa og auðvelt verði að fjarlægja blöðruna þegar kúlan er tilbúin. Skref 3: Nú þarf að binda endann á garninu við stútinn á blöðrunni og byrjaðu svo að vefja garninu utan um blöðruna. Snúðu blöðr- unni reglulega þannig að garnið fari í allar mögulegar áttir. Skref 4: Þá er komið að því að þekja blöðruna með lími. Dýfðu blöðrunni ofan í límskálina og velta henni upp úr blöndunni þar til hún er alveg þakin. Það þarf í raun ekki að festa endann á garninu, það límist bara við með líminu. Skref 5: Stráðu glimmeri yfir blöðruna áður en þú hengir skrautið upp til þerris. Það er best að gera það yfir skál, svo að þú fáir ekki glitrandi jól um allt hús. Skref 6: Nú þarf að leyfa garninu að þorna. Bættu örlítilli lykkju af garni svo hægt sé að hengja blöðr- una upp. Gott er að hafa garnið í öðrum lit, svo þú getir klippt það frá án þess að klippa óvart í skraut- ið sjálft. Hengdu svo blöðruna á grein eða stöng, skiptir ekki máli - svo framarlega sem hún fær að vera í friði og þú snertir hana ekki í 48 klukkustundir. Það borgar sig að vera þolinmóður í þessu föndri! Skref 7: Fjarlægðu blöðruna inn- an úr garnkúlunni. Notaðu flísa- töng til að sprengja blöðruna og dragðu hana svo varlega út. Festu svo lítinn krók eða girni á kúluna til að hægt sé að hengja hana upp líkt og jólakúlu. Ef þú ætlar að nota kúlurnar á seríu, notaðu þá penna til að pota lítið gat þar sem þú vilt stinga einni peru af seríu inn. grþ Heimagerðir glitrandi snjóboltar Séu kúlurnar gerðar með hvítu garni og glimmer notað með, þá verða þær jóla- legar og fallegar líkt og glitrandi snjóboltar. Hér sést hvernig kúlurnar eru gerðar, skref fyrir skref. Með þessari sömu aðferð má einnig gera kúlur úr garni til að setja utan um jólaseríu. SK ES SU H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.