Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 66
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201566
Gróa Björg Baldvinsdóttir er ung
kona úr Dölunum sem nú vinn-
ur sem lögmaður á lögfræðistof-
unni Landslögum. „Á meðan ég var
í mastersnáminu vann ég hjá skila-
nefnd Landsbankans, það var lær-
dómsríkt og góð reynsla. Ég hef svo
unnið hjá hjá Landslögum í rúm
fjögur ár. Ég fékk héraðsdómslög-
mannsréttindin í desember 2012
en það þýðir að ég get flutt mál fyr-
ir héraðsdómum landsins, tekið að
mér skiptastjórn þrotabúa og fleira.
Ég hef fengist við margvísleg mál
hér á Landslögum, svo sem varð-
andi ábyrgðartryggingar stjórnenda,
fasteignakaup, fasteignagalla, skipta-
stjórn, ýmis málefni tengd sveitarfé-
lögum, skipulagsmál og fleira. Man
þegar ég byrjaði í náminu en þá var
ég oft spurð hvernig mér dytti í hug
að fara að læra þetta þurra námsefni.
Ég hef hins vegar kynnst því að lög-
fræðin er fjarri því að vera þurr. Hún
er einmitt mjög lifandi, skemmti-
leg og snertir okkur öll á einn eða
annan hátt. Mér finnst gaman í
vinnunni, það eru aldrei tveir dagar
eins og starfið er bara svo lifandi og
skemmtilegt,” segir Gróa.
Frekar karllæg stétt
Gróa segist hafa gaman af því að
hafa nóg að gera en viðurkennir að
stundum eigi hún til að taka of mik-
ið að sér. „Það ættu allir að prófa að
taka þátt í skipulögðu félagsstarfi.
Fyrir utan hversu skemmtilegt það
er þá hittir maður líka marga og
kynnist mörgum. Ég var t.d. í stúd-
entafélagi Háskólans í Reykjavík
þegar ég var þar í námi. Núna er
ég í varastjórn Félags kvenna í lög-
mennsku en okkar markmið er að
styrkja stöðu kvenna í lögmanna-
stéttinni og hvetja konur til að fara í
lögmennsku. Þessi stétt er enn frek-
ar karllæg og það vantar fleiri konur.
Ég er mikill jafnréttissinni og það er
ekkert óeðlilegt við það að minni-
hlutar, hvar svo sem þeir eru, hópi
sig saman í þeim tilgangi að styrkja
stöðu sína. Það er mín von að kynja-
hlutföllin í lögmannsstéttinni verði
jafnari sem og annars staðar. Vissu-
lega mun það taka tíma en það var
t.d. fyrst árið 1935 sem kona lauk
lagaprófi. Ég er þeirrar skoðunar að
fjölbreytileiki, jafnræði, fræðsla og
skilningur fyrir ágæti hvers og eins
muni koma okkur langt.”
WOW Cyclothon
Ásamt því að vera lögmaður í krefj-
andi starfi og að vera í varastjórn Fé-
lags kvenna í lögmennsku er Gróa
einnig mikil útivistarmanneskja.
Hún ólst upp með hestabakteríuna
en fjölskyldan var með hross í Döl-
unum. Eftir að Gróa flutti til Reykja-
víkur var hún sjálf með hross þar til
fyrir nokkrum árum. „Ég var allt-
af með nokkra hesta inni á veturn-
ar þegar ég var í náminu en svo eft-
ir að ég fór að vinna hafði ég minni
tíma. Ég fer þó enn á bak hjá öðr-
um og í hestaferðir. Það er bara fátt
jafn skemmtilegt enda stefni ég á að
koma fyrr en síðar af fullum krafti
aftur í hestamennskuna. En eftir að
ég hætti að taka inn hesta fór ég að
hjóla. Það eru nokkrir aðrir hér hjá
Landslögum sem hafa verið að hjóla.
Svo árið 2013 var ákveðið í smá flippi
að skrá Landslög í WOW Cyclothon
hjólreiðarkeppnina sem felst í því að
hjóla hringinn í kringum landið. Við
vissum ekkert hvað við værum búin
að koma okkur út í en þetta hafð-
ist og við náðum alveg þriðja sæt-
inu en þá voru liðin reyndar færri en
þau voru síðasta sumar,” segir Gróa
og hlær. „Við höfum svo tekið þátt
síðan þá en eftir að fleiri lið fóru að
skrá sig höfum við ekki alveg verið
að halda þriðja sætinu. Við höfum þó
klárað og náð að bæta tímann okk-
ar á hverju ári en fyrst og fremst haft
mjög gaman, þetta er klárlega með
því skemmtilegra sem ég hef gert,”
bætir Gróa við.
Kom við í Dubai á leið-
inni til Tælands
Við Íslendingar þráum oft meiri sól
og betra veður. Margir muna eftir
lægðum síðasta vetrar en þá voru ef-
laust margir til í að komast út fyrir
landssteinana í smá sólarglætu. Það
er nákvæmlega það sem Gróa gerði
þegar hún fór ásamt þremur vinkon-
um sínum til Tælands í mánuð og
var þar yfir jól og áramót. Við báðum
Gróu um að segja okkur aðeins frá
því ferðalagi og hvernig það var að
verja jólum og áramótum í Tælandi.
Ferðin hófst þegar þær vinkonurnar
flugu út til Dubai.
„Þar var allt stærst og mest, t.d.
stærsta verslunarmiðstöð í heimi og
hæsta bygging heims. Þetta var samt
eiginlega eins og að vera í gerviborg,
það var allt slétt og fínt og eiginlega
óraunverulegt. En svo ef maður fór
út fyrir borgina var þetta ekki svona.
Eftir að hafa verið í Dubai fórum við
Vörðu aðfangadegi á bambusfleka í Tælandi
-spjallað við Gróu Björg lögmann hjá Landslögum
Gróa Björg Baldvinsdóttir lögmaður.
Á Skagabraut 17, Akranesi tökum við á móti fatnaði,
dúkum, sængum, mottum og öðrum sem þarf að þvo
eða hreinsa fyrir jólin. Skjót og góð þjónusta.
Opið kl. 12–17 alla virka daga.
Skagabraut 17 | Akranesi | www.thvottur.is
ÞARFTU AÐ LÁTA
ÞVO EÐA HREINSA
FYRIR JÓLIN?