Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201556 LöG OG rEGLur Skólastarf í Grundar fjarðarbæ skal ætíð grundvallast á þeim lögum og reglum sem gilda um starfsemi viðkomandi skóla. H ver skóli setur sér sína skólanámsk rá sem er nánari útfærsla á aðalnáms krá og tekur mið af sérstöðu skó la og skólastefnu sveitarfélagsins. vELFErÐ OG vELLÍÐAN Skólar Grundarfjarð arbæjar leggja áherslu á velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Kapp kosta skal að í skólunum starfi hv erju sinni vel menntað og hæft sta rfsfólk í faglegu umhverfi. Grundarfj arðarbær leggur sitt af mörkum með því að styðja starfsfólk til náms o g til endur- og símenntunar. GóÐ AÐSTAÐA Grundarfjarðarbær k appkostar, eftir því sem fjárma gn leyfir, að öll aðstaða og aðbúnað ur nemenda og starfsfólks sé til fyri rmyndar. NÁTTúrA OG NÆrSAMFÉLAG Í skólastarfi skal un nið með þá sérstöðu sem skólar nir búa við með nálægð við stórkost lega náttúru og fjölbreytt landslag, s em jafnframt má tengja við hreyfingu og útiveru. Þá nýti skólarnir sér sm æð samfélagsins til hverskonar samv innu ásamt því að efla samstarf við atvinnulíf á staðnum. Lögð er áh ersla á að nemendur öðlist sta ðgóða þekkingu á nánasta umhverfi, sögu þess og sérkennum. Jafnfram t að samvinna sé á milli skóla Grun darfjarðar- bæjar við aðrar skól astofnanir og þá sérstaklega við F jölbrautaskóla Snæfellinga. Þá sku lu skólarnir vinna að því að styrkja þau vinabæjar- tengsl sem skapast hafa við Paimpol. HEIMILI OG FrÍSTuNDIr Lögð skal áhersla á gott samstarf skóla, foreldra og fr jálsra félaga- samtaka á sviði tóm stunda og íþróttastarfs. Leitast skal við að samræma skóla-, íþ rótta- og tómstundastarf þann ig að sem mest samfella verði hjá nemendum. Grundarfjarðarbær t elur mikilvægt að skólarnir sinni m arkvissu forvarnarstarfi í sam vinnu við foreldra og aðra þá aðila sem lagt geta sitt af mörkum. Í forvarnar- starfi sem og öllu öð ru skólastarfi er mikilvægt að fore ldrar láti sig nám og tómstundir b arna sinna miklu varða. KENNSLuHÆTT Ir Grundarfjarðarbær l eggur áherslu á að í skólastarfi tak i kennslu- hættir ávallt mið af þ roska og hæfni nemenda og styður heilshugar við nýbreytni í skólastar fi og kennslu- háttum sem miða að því að koma til móts við ólíka einstaklinga NÁMIÐ Í skólum Grundar- fjarðarbæjar skal lögð sérstök áhersla á færni í kjarnagreinum en ja fnframt á læsi í víðasta skilnin gi þess orðs. Áhersla skal lögð á sköpunargleði og skapandi greinar í s amspili við tækni og tækninýjungar. N emandi skal fá þjálfun í að koma fra m einn eða í hópi. Einstaklingsm iðað nám skal ætíð vera í forgrunn i. �Í LEIKSKÓLANUM ska l lögð áhersla á markvissa n undirbúning fyrir næsta skólastig og félagsleg samskipti í gegnum leik og skapandi starf á mikilvægu þr oskaskeiði einstaklingsins. Leg gja ber áherslu á snemmtæka íhlutu n þar sem brugðist er fljótt við ef vísbending um frávik kemur í lj ós. �Í GRUNNSKÓLANUM s kal mark- miðið vera að útskri fa sjálfstæðan, skapandi og félagsle ga þroskaðan einstakling með góð a námslega undirstöðu í samræm i við hæfni hans og getu. �Í TÓNLISTARSKÓLAN UM skal lögð áhersla á tónlistar legt uppeldi sem eflir hæfni, þekkin gu og þroska einstaklingsins. Ne mendur fái markvissa kynnin gu á stefnum og straumum í heim i tónlistarinnar. Lögð skal áhersla á að tónlistar- námið verði nemand a hvatning til að halda áfram á tón listarbrautinni. ForELDrAr Í öllu skólastarfi er þ að megin- forsenda árangurs h já nemanda að foreldrar séu virkir þátttakendur í skólagöngu barns s íns, fylgist með framvindu, styðji og hlúi að. Í þeirri vegferð allri skiptir miklu máli að gagnkvæmt traust r íki í samskiptum foreldra og starfsfól ks skólanna. MAT OG EFTIrFYLGNI Skólar Grundarfjarð arbæjar skulu framkvæma innra m at reglulega. Til að tryggja framga ng skólastefn- unnar skal skólanef nd meta á 2–3 ára fresti hvernig sk ólum Grundar- fjarðarbæjar tekst a ð framfylgja henni, í fyrsta sinn á rið 2016. Eftir að hafa lokið hönnunarnámi í Florens og Bolzano á Ítalíu, búið á Írlandi og í Reykjavík er Rósa Björk Jónsdóttir komin heim á Hvanneyri þar sem hún ólst upp. „Þetta var frá- bær skóli úti á Ítalíu, þar var nám- ið allt öðruvísi heldur en hér og ég þurfti ekki að ákveða strax hvert ég stefndi í náminu, í grafíska hönnun eða vöruhönnun. Ég hafði mest ver- ið í grafískri hönnun en var spennt fyrir vöruhönnun líka. Ég tók áfanga í báðu og að lokum sérhæfði ég mig í raun með lokaverkefninu mínum, en það var vöruhönnunarverkefni.“ Að námi loknu flutti Rósa Björk aft- ur til Íslands en var þó ekki komin til að vera. Hún kynntist manninum sínum, Kevin Martin, og flutti með honum til Írlands, en Kevin er írskur. Þau bjuggu í eitt ár á Írlandi, „Ég hafði engar áhyggjur af því að flytja til Írlands, ég var búin að prófa að búa í útlöndum og þótti það ósköp lítið mál. Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því að flytja til út- landa og ætla að fara á vinnumark- aðinn er gjörólíkt því að fara erlend- is í nám. Í náminu ertu komin inn í skólann áður en þú ferð út. Í skól- anum eru allir nemendur jafnir og maður er ekki í samkeppni við þá, ekki þannig lagað. Skólaumhverf- ið allt heldur vel utan um mann og þar ertu örugg um þína stöðu, ef þú stendur þig í náminu þá gengur þetta allt. Á vinnumarkaðinum þarf mað- ur að sanna sig og byrjar í raun bara alveg neðst, sérstaklega svona í nýju landi. Þrátt fyrir að maður hafi ver- ið búinn að vinna sig smávegis upp hér heima er maður ekkert að fara að lenda á sömu hillu í öðru landi, það er allavega ekki sjálfgefið. Þetta var frábær reynsla og okkur leið mjög vel á Írlandi. Atvinnuleitin gekk þó ekki vel og fékk ég enga vinnu fyrr en eftir að við vorum búin að ákveða að flytja heim til Íslands, þá fékk ég einmitt vinnu við hönnun. Ég gat þó aðeins unnið þar í einn mánuð en þrátt fyr- ir stuttan tíma var reynslan mjög góð fyrir mig,“ segir Rósa Björk. Vildi prófa að flytja heim aftur Eftir að Rósa og Kevin voru flutt aft- ur til Íslands fór Rósa að vinna við grafíska hönnun á stofu í Reykjavík. Þar var hún t.d. að búa til auglýsing- ar og markaðsefni fyrir Samkaup, ásamt fleiri slíkum verkefnum. Árið 2013 eignuðust Rósa og Kevin son og fór Rósa þá í orlof og tók sér pásu frá vinnunni. „Það var alltaf draumur hjá mér að flytja aftur á Hvanneyri, þar er heim fyrir mér. Við ákváðum um haustið 2013 að slá til og fluttum hingað þegar fæðingarorlofinu var að ljúka hjá mér. Við gerðum þetta með það í huga að kannski væri þetta ekkert fyrir okkur og þá myndum við bara setja það í reynslubankann og flytja aftur, það var eins þegar við fluttum til Írlands. Nú erum við að byrja þriðja árið okkar hér og kunn- um mjög vel við okkur. Það er gott að vera komin heim aftur, það er líka svo ánægjulegt hversu margir ungir Hvanneyringar búar hér,“ segir Rósa Björk brosandi. Gæti haft nóg að gera sjálfstætt á Hvanneyri Eftir að þau fluttu á Hvanneyri ákvað Rósa Björk að halda áfram á gamla vinnustaðnum í Reykjavík en þá bara í hlutastarfi. Hún keyrði á milli og vann einnig mikið heima. Sam- hliða þeirri vinnu byrjaði hún einn- ig að vinna sjálfstætt í eigin verkefn- um. „Þegar ég fór að vinna meira sjálfstætt kom það verulega á óvart hversu margir héðan fóru að leita til mín með margskonar verkefni. Það hefur verið alveg nóg að gera hjá mér í því sem ég er að gera sjálfstætt og fólk er að leita til mín með augýs- ingar, umbúðahönnun, vörumerkja- hönnun og slíkt. Í svona litlu samfé- lagi vill fólk leita til þeirra sem eru að starfa í heimabyggð, fólk hjálp- ast að á svona litlum stöðum. Ég er viss um að ég gæti alveg haft nóg að gera sjálfstætt og gæti alveg hugsað mér að hætta í hinu starfinu. Þetta er samt gjörólíkt, í gamla starfinu mínu var ég bara að vinna sem hönnuður. Þegar ég er bara ein að vinna sjálf- stætt þarf ég að sjá um allt sjálf, ekki bara hönnunina heldur einnig reikn- inga, laun og slíkt. Maður hefur ekki áhyggjur af svoleiðis á stofu, það er bara fólk í þeim störfum þar,“ segir Rósa Björk. Reka bar Fyrst eftir að Rósa Björk og Kevin fluttu á Hvanneyri fékk Rósa, ásamt Kristínu Jónsdóttur ljósmyndara, vinnuaðstöðu á gamla bókasafninu í kjallara skólastjórahússins. Þá að- stöðu nýttu þær saman einn vetur en undanfarið hefur vinnuaðstaða Rósu Bjarkar verið heima. Rósa og Ke- vin hafa lagt sitt af mörkum við upp- bygginguna á Hvanneyri undanfar- in ár. Flestir hafa heyrt um Kollubar en þar hafa margir íbúar á Hvann- eyri lyft sér upp stöku sinnum. Núna í haust tóku þau Rósa og Kevin við rekstri barsins ásamt vinahjónum þeirra á Hvanneyri. „Kevin sér mest um barinn, hann er frá Írlandi og þar er mikil barmenning og honum fannst vanta svoleiðis hér. Við ætlum að reyna að hafa barinn opin nokkur kvöld svo fólk geti kíkt við ef það vill fá sér bjór eða bara til þess að hitta annað fólk,“ segir Rósa Björk. Opnaði kaffihús Barinn og hönnunarvinnan er þó ekki það eina sem Rósa hefur fyr- ir stafni á Hvanneyri. Fyrir rúmlega ári opnaði hún, ásamt Stefaníu Nin- del, kaffihús í gömlu Skemmunni á Hvanneyri. „Mig langaði svo að geta fengið mér minn latte þegar ég var í vinnunni og fannst því vanta kaffihús hér. Stefanía var að hugsa svipaða hluti en við vissum bara ekkert hvor af annarri. Við vorum í framhaldinu leiddar saman og opnuðum kaffihús- ið í Skemmunni sumarið 2014. Við- tökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum en því miður gátum við ein- göngu haft kaffihúsið opið yfir sum- artímann, húsnæðið hefur verið not- að í annað yfir veturinn. Okkur lang- ar samt að geta haft opið á veturna líka og vonandi kemur að því. Nú í sumar opnuðum við svo á ný en þá gat Stefanía minna verið með svo við fengum Kolbrúnu Freyju Þórarins- dóttur með okkur. Viðtökurnar voru einnig mjög góðar núna í sumar og augljóst að markaður er fyrir kaffihús á svæðinu. Þeir nemendur sem byrj- uðu í skólanum það snemma í haust að kaffihúsið var enn opið hafa tal- að um hversu ánægðir þeir hafi ver- ið með að geta fengið sér gott kaffi á meðan þeir voru að læra.“ Langar að fara meira í vöruhönnun Þegar Rósa Björk er spurð út í þau verk sem hún hefur verið að vinna að hlær hún og segist þurfa að hugsa smá. „Maður er með svo mörg verk í gangi, Þetta er eflaust eins og margar prjónakonur þekkja,“ segir Rósa og hlær. Hún dró fram auglýsingaplakat fyrir Reykholtshátíð sem fór fram í sumar. „Ég sá t.d. um að hanna þetta plakat og er að vinna í ýmsum svona verkum en ég er alltaf rosalega spennt fyrir vöruhönnun líka. Fyrir nokkru síðan bjó ég til kort með bandi og leiðbeiningum fyrir fólk til að gera fuglafit. Það voru reyndar bara búin til fá eintök en ég hefði gaman að því að taka þetta verkefni lengra, kannski búa til betri umbúðir. Ég hef líka ver- ið að búa til vörumerki fyrir söluaðila í Ljómalind. Þar eru margir söluað- ilar sem hafa verið að bæta við fram- leiðsluna og farið að selja meira. Þá vill fólk fá vörumerki fyrir sína vöru og ég tek að mér svoleiðis hönnun. Ég finn svo vel fyrir því að fólk vill nýta sér aðstoð mína fyrst ég er hér í heimabyggð. Ég hef líka verið að vinna fyrir verslunina Kristý í Borg- arnesi. Þar hefur hún Oddný verið að gera hálsmen úr steinum og hana vantaði umbúðir fyrir hálsmenin og leitaði til mín. Ég hannaði umbúð- irnar og lét prenta ljósmyndir á þær, meðal annars ljósmyndir frá Kristínu Jónsdóttur. Ljósmyndin á umbúð- unum er í svipuðum lit og steinninn sem notaður er í hálsmenið sem er í umbúðunum,“ útskýrir Rósa Björk. Vill skapa vinnuaðstöðu fyrir þá sem vinna sjálfstætt í sveitinni Rósa er um þessar mundir að ein- beita sér að fá betri vinnuaðstöðu og hefur fengið úthlutað Loftinu á Hvanneyri. „Ætlunin er að klára að útbúa aðstöðu á Loftinu í samvinnu við bæði safnið og skólann. Það vant- ar svona vinnuaðstöðu hér fyrir þá sem eru að vinna sjálfstætt í skapandi greinum hér í sveitinni, en það eru alveg nokkrir. Þetta væri samt ekkert eingöngu fyrir þá sem eru í skapandi greinum heldur gætu aðrir sem vinna sjálfstætt leitað til okkar með að- stöðu. Það munar bara svo miklu að fara til vinnu út af heimilinu frekar en að vera bara að vinna alltaf heima. Það gefur manni mikið að hitta ann- að fólk og einnig að það gætu kvikn- að nýjar hugmyndir í svona hópi,“ segir Rósa Björk að endingu. arg Rósa Björk starfar sem hönnuður á Hvanneyri Hluti af hönnun Rósu Bjarkar. Rósa Björk Jónsdóttir. SKÓLAST��Na GRundaRFJaRðaRbæJaR LEIÐARLJÓS Leiðarljós skólastefnu Grundarfjarðarbæjar eru: SAMvINNAAllt skólastarf skal grundvallast á lýðræðislegum vinnubrögðum. Lögð skal áhersla á góða samvinnu í öllum þáttum skólastarfs Grundarfjarðarbæjar og að samvinnan taki til alls samfélagsins. Jafnframt að samvinna ríki milli nemenda, foreldra og starfsfólks, sem og milli nemenda innbyrðis. Samþykkt af bæjarstjórn Grundarfjarðar 29. apríl 2014. vIRÐING Áhersla skal lögð á virðingu í samskiptum allra sem koma að skólastarfi. Virðing endurspeglast í þeirri kurteisi sem við sýnum í orðræðu og samskiptum og í umgengni við eigur annarra. ÁNÆgJA Kappkosta skal að undirtónn allrar vinnu í skólum Grundarfjarðarbæjar verði ánægja og að hver og einn upplifi ánægju við leik og störf í skólaumhverfinu. Bros er gulls ígildi. GRUNDARFJARÐARBÆRBorgarbraut 16 350 Grundarfirðiwww.grundarfjordur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.