Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 45 gott eins og hér í Noregi og nær um leið að halda góðu sambandi heim þá er þetta ekkert mál. Auð- vitað saknar maður þess þó auðvi- tað oft að hafa ekki fólkið sitt alltaf í kringum sig.“ Fjölmargir Íslendingar búa í suðvestur Noregi. Þeir hafa streymt út eftir hrunið 2008. „Ég held þeir skipti einhverjum þús- undum, Íslendingarnir hér á svæð- inu. Það er heilmikið Íslendinga- líf hér. Íslendingafélagið blómstr- ar og hér er meira að segja íslenskt kvenfélag sem stendur fyrir mik- illi grósku. Svo eru skemmtileg- ir saumaklúbbar. Netið hefur líka gagnast vel til að halda fólki sam- an. Íslendingar eru í sameiginleg- um Facebook-hópum og fá ráð og hjálp hver hjá öðrum.“ Hún segist hafa á tilfinningunni að Íslendingum sé enn að fjölga í Noregi. „Margt fólk kom auðvitað á svipuðum tíma og ég. Svo fannst mér eins og þessir flutningar væru að ná jafnvægi. Einhverjir komu út en aðrir fóru heim. Nú finnst mér svo að Íslendingum sem flytji hingað sé aftur að fjölga. Mað- ur er alveg hættur að geta talað íslensku óáreittur úti í búð hérna því það er alltaf einhver Íslending- ur nálægt. Til að byrja með þótti manni tíðindi að heyra talaða ís- lensku á almannafæri en nú ger- ist það allavega vikulega. Ég er líka alltaf að sjá ný andlit og hitta nýja Íslendinga sem búa hér,“ seg- ir Hrönn. Hún nefnir samt að þó hún hafi fundið fjölina sína í Noregi og sé ánægð þar með sínum börnum þá eigi gamla Ísland alltaf sinn sess. „Þó maður búi erlendis þá hættir maður ekkert að vera Íslendingur,“ segir Hrönn Jónsdóttir. mþh gróska. Þarna er minn vinnustaður í dag og vonandi lengi enn.“ Ætlar að búa áfram í Noregi Aðspurð segir Hrönn Jónsdótt- ir að hún sjái ekki annað fyrir sér en að verða búsett áfram í Noregi. „Börnin eru orðin rótföst hér og okkur líður mjög vel. Dætur mín- ar tvær eru báðar komnar í grunn- skóla. Mér hefur þótt mjög gott að vera með börn og ungling hérna í Noregi. Við búum úti í hálfgerðri sveit og dæturnar eru í litlum skóla sem telur aðeins um hundrað nem- endur. Það er mjög vel haldið utan um allt. Hér er ýmislegt öðruvísi í þessum málum en maður á að venj- ast frá Íslandi, svo sem varðandi íþróttaiðkun, annað félagsstarf og tómstundaiðkun. Hér er þetta mik- ið rekið í sjálfboðavinnu. Foreldr- arnir standa sjálfir fyrir þessu og mikið lagt í að fólk komi saman og leggi fram vinnu með öðrum fyr- ir félagið sitt. Það er mjög gaman að sjá hvað Norðmenn eru dugleg- ir í slíku. Svo er sonurinn kominn í framhaldsskóla. Þar er töluverð- ur munur á kostnaði hér og á Ís- landi. Hér fá þau allar námsbækur ókeypis og engin sérstök fjárútlát í tengslum við það. Námsframboðið er líka gott,“ svarar hún. Hrönn bendir þó á að sjálfsagt sé það einstaklingsbundið hvern- ig fólk upplifi búsetu í Noregi. „Í okkar tilfelli hefur þetta geng- ið mjög vel. Börnin eru ánægð. Ég held mikið í íslenskuna og tala aldrei neitt annað en íslensku á heimilinu. Sonurinn talar íslensk- una reiprennandi en stelpurn- ar, sem voru auðvitað mjög ungar þegar við fluttum út, tala hana ekki eins mikið. En þær skilja alveg allt þó þær svari mér á norsku því þær vita að ég skil hana. Svo tala þær stundum íslensku sín á milli í skól- anum ef þær eiga með sér leyndar- mál gagnvart norsku skólafélögun- um, sem skilja þá ekkert hvað þær eru að segja. Þegar við fáum ís- lenska gesti þá kemur líka í ljós að þær eru þrátt fyrir allt ansi naskar að tala íslenskuna.“ Stórt samfélag Íslendinga Hrönn nefnir líka að það sé ekki eins og þau búi á hjara verald- ar þarna á Stafangurssvæðinu. Samgöngur milli þess og Íslands séu mjög auðveldar í dag. „Stór- an hluta ársins er beint flug hing- að tvisvar í viku frá Keflavík. Við erum líka svo lánsöm að fá ættingja okkar frá Íslandi alloft í heimsókn. Foreldrar mínir ætla til dæmis að vera hjá okkur tvær vikur um jól- in og það er ægileg hamingja hér á heimilinu með það. Eldri systir mín hefur heldur ekki látið sitt eft- ir liggja og komið til okkar tvisvar á ári síðan við fluttum út. Svo höf- um við líka farið til Íslands nokkr- um sinnum. Með nútíma nettækni er auðvelt að halda uppi samskipt- um. Þegar maður hefur það svona Sem lítil stúlka heima í Búðardal. Hrönn Jónsdóttir. Börn Hrannar þau Atli Þorgeir, Herborg Konný og Iðunn Iren. Garn Notið ullargarn sem hægt er að þæfa (ekki superwash-meðhöndl- að) og hefur u.þ.b. 100 metra á 50 g dokku. Í settið fara ca. 350 metrar av hvítu (óbleiktu) garni, 250 metrar af rauðu og 50 metr- ar af húðlitu. Þar að auki þarf ca 1 metra af svörtu eða dökkgráu garni í augun. Prjónar/heklunál 60 eða 80 cm hringprjónn nr 6 6 mm heklunál Stærð Stærð eftir þæfingu getur verið breytileg eftir því hvaða garn er notað og hversu mikið lepparn- ir eru látnir þæfast. Lepparnir á myndinni eru ca 22 x 22 cm. Prjónfesta (fyrir þæfingu) 16 lykkjur í garðaprjóni = 10 cm. Þessi prjónfesta er ekki afgerandi, þar eð stykkin verða þæfð. Hafa ber þó í huga að til þess að fá fal- lega áferð í þæfinguna er gott að stykkið sé töluvert laust í sér fyr- ir þæfingu. Ef notað er þykk- ara garn skulu þess vegna notaðir stærri prjónar. Ef fleiri lykkjur eru í hverjum 10 cm verða lepparnir minni, ef færri lykkjur eru í hverj- um 10 cm verða þeir stærri. Skammstafanir sl = slétt A = prjónið slétt í fremri og aftari lykkjuhelming (aukning) br = brugðið ll = loftlykkja kl = keðjulykkja Aðferð Fitjið upp 3 lykkjur med hvítu garni á prjóna nr 6. Prjónið gar- ðaprjón fram og til baka: 1. prjónn: 1 sl, A, 1 sl 2. prjónn: 1 sl, A, prjónið sl út prjóninn Endurtakið 2. prjón þar til það eru 63 lykkjur á prjóninum. Skiptið í húðlitt garn og prjón- ið nú sl á réttunni og br á röng- unni (um leið og það er aukið í í upphafi hvers prjóns eins og áður) þar til það eru 67 lykkjur á prjóninum. Nú hefjast úrtökur. Prjónið 2 lykkjur saman í upphafi hvers prjóns (um leið og prjónað er sl á réttunni og br á röngunni eins og áður) þar til það eru 65 lykkj- ur á prjóninum. Skiptið í hvítt garn og prjónið garðaprjón, um leið og úrtökum er haldið áfram í upphafi hvers prjóns þar til það eru 55 lykkjur á prjóninum. Skiptið í rautt garn og haldið áfram garðaprjóni og úrtökum þar til það eru 3 lykkj- ur eftir. Fellið af og festið lausa enda. Fitjið upp 30 ll með hvítu garni og 6 mm heklunál. Snúið við og heklið 1 kl i hverja ll. Slítið frá og dragið þráðinn gegnum síð- ustu lykkjuna. Saumið báða end- ana á lengjunni efst í “húfuna” á pottaleppnum (sjá mynd). Nef Gerið lítinn dúsk, ca 3 cm þver- mál, með rauðu garni. Saumið dúskinn fastan í miðjuna á potta- leppnum (í húðlitu röndina). Þæfing Þvoið pottaleppana í þvottavél á 40°C. Notið ullar- eða græn- sápu við þæfinguna. Ef þeir er ekki nægilega þæfðir eftir eina umferð í vélinni má þvo þá aft- ur, eða setja þá (blauta) í þurrk- ara. Gott getur verið að hafa handklæði eða gallabuxur með í vélinni þegar þæft er, til að auka núninginn. Eftir þæfinguna skal toga lepp- ana til og móta þá í jafna fern- inga. Saumið nokkur spor með svörtu eða dökkgráu garni fyrir ofan nefið. Þæfðir pottaleppar að hætti Hrannar Jónsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.