Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 72

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 72
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201572 Akurnesingurinn Páll Sindri Ein- arsson þykir ansi liðtækur í tölvu- leiknum Counter Strike. Í raun er hann svo flinkur að hann var valinn í íslenska landsliðið, sem keppir reglulega í tölvuleiknum á heims- vísu. Páll var fyrst valinn í landslið- ið fyrir tveimur árum og hefur átt fast pláss síðan. Skessuhorn heyrði í Páli Sindra og forvitnaðist um leik- inn. „Þetta er bara tölvuleikur sem er spilaður af tveimur fimm manna liðum. Þarna eru hryðjuverkamenn á móti löggum og maður spilar 30 umferðir, 15 með hvoru liði,“ út- skýrir Páll. Leikurinn sjálfur er 20 ára gamall en hefur breyst að- eins frá því hann kom út fyrst. Páll Sindri segist hafa spilað leikinn síðan um fermingu, eða í átta ár. Boltinn fór að rúlla hjá Páli þeg- ar hann tók þátt í svokölluðu LAN móti þegar hann var yngri. „Þetta vatt bara upp á sig. Ég varð betri og betri eftir því sem ég spilaði lengur, ég vann mig bara upp.“ Talið sem íþrótt erlendis Páll segir leikinn vera mjög vin- sælan og að vinsældirnar hafi auk- ist með árunum. „Þetta er miklu stærra en það var. Þetta kallast „E- sport“ í dag og er talið sem íþrótt erlendis. Mótin eru sýnd í sjón- varpinu og það eru mörg hundruð þúsund manns sem horfa á þetta. Ég horfi til dæmis meira á þetta en fótbolta, það er svo gaman að fylgj- ast með þessu. Á síðasta móti, þar sem öll bestu lið heims spiluðu á einum stað, horfðu til dæmis 800 þúsund manns á leikinn,“ útskýrir Páll. Hann segist þó ekki hafa spil- að sjálfur á því móti. „Nei, við spil- uðum í undankeppninni og kom- umst langt í henni en töpuðum svo á móti besta liði í heimi - sem vann svo mótið. Þetta er annað svona mótið sem ég spila á en í fyrsta skipti sem ég náði svona langt.“ Stórmót sem þessi eru haldin fjór- um sinnum á ári. Þar koma sext- án bestu liðin saman og spila. „Svo eru í raun mót hverja helgi úti. Þá ferðast atvinnumennirnir á milli og þar eru peningaverðlaun. Það er til dæmis hægt að vinna 300 þúsund dollara fyrir fyrsta sæti, sem eru tæpar 40 milljónir íslenskar.“ Þarf mikla rökhugsun Páll er einnig meðlimur í liðinu Malefiq, sem er besta lið landsins í leiknum. „Við unnum Íslandsmót- ið fyrir tveimur vikum síðan, sem er online keppni í hálft ár. Svo voru úrslitin spiluð uppi í Tölvulista. Framundan hjá okkur er svo mót í janúar og ef þú vinnur það, þá ertu bestur á Íslandi,“ segir Páll en liðið hefur áður unnið slíkt mót. Hann segir leikinn í eðli sínu vera auð- veldan en þó þurfi að nota mikla rökhugsun þegar spilað er. „Þú þarft að vera alveg temmilega klár til að verða góður í þessu.“ Páll segir áhugamálið taka töluverðan tíma og að liðið reyni að spila sem mest saman fyrir mót. „Þetta snýst nefnilega um samvinnu. Ég sjálfur spila leikinn í um þrjá tíma á dag en ég spila alls ekki alla daga. Það er samt góður félagsskapur í þessu og ég hef eignast marga vini í gegnum þetta. Ég er alls ekki alltaf í tölv- unni, ég geri alveg annað með,“ segir hann og hlær. „Ég spila til dæmis FIFA annað slagið og spila fótbolta,“ segir Páll sem hefur leik- ið fótbolta frá barnsaldri, fyrst með ÍA og Kára en með Tindastóli síð- astliðið sumar. grþ Páll Sindri Einarsson er í landsliðinu í Counter Strike Páll Sindri Einarsson landsliðsmaður í Counter Strike. Svipmynd af bardagamanni í Counter Strike. Í fyrra stofnaði Akurnesingurinn Védís Kara Reykdal síðuna Jóla- kraftaverk á samskiptamiðlinum Fa- cebook. Tilgangur síðunnar er að fólk geti aðstoðað fjölskyldur með gjöfum fyrir jólin eða beðið um að- stoð. Í lýsingu hópsins er sagt frá því að jólin séu mörgum erfiður tími og þá sérstaklega foreldrum. „Því miður eru allt of margar fjölskyldur á Íslandi í dag sem eiga sárt um að binda og það vilja allir geta gert sitt besta fyrir fjölskylduna sína en eiga ekki endilega alltaf til fjármagnið til þess,“ segir á síðunni þar sem krafta- verkin gerast. Skessuhorn heyrði í Dalakonunni Anítu Rún Harðar- dóttur sem er einn af stjórnendum Jólakraftaverka, annað árið í röð. Neyðin er mikil Aðspurð um hvort neyðin sé mikil í ár segir Aníta að svo sé. „Mun meiri en í fyrra, það hafa mikið fleiri leitað til okkar í ár. Ég finn allavega rosa- legan mun milli ára en starfið er líka þekktara núna en í fyrra. Kannski er þetta líka vegna þess að það voru fleiri sambærilegar síður í fyrra og þar af leiðandi leita fleiri til okkar núna. Við vorum samt skipulagðari í ár og byrjuðum mun fyrr en í fyrra. Við vorum byrjaðar að plana og skipuleggja í september en byrjuð- um að úthluta gjöfum í nóvember,“ segir hún. Aníta segist ekki hafa ná- kvæma tölu á þeim sem leitað hafa eftir aðstoð en segir aðstandendur síðunnar hafa hjálpað í kringum 300 börnum með aðstoð af ýmsu tagi. „Það eru líka alveg ótrúlega marg- ir sem hafa veitt okkur hjálparhönd. Ýmis fyrirtæki hafa til dæmis styrkt okkur með gjöfum og einstakling- ar líka. Við erum ennþá sömu sem stjórnum síðunni og í fyrra en fleiri yndislegar konur hafa bæst í hóp- inn. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Aníta. Leikföng vinsælust Aníta segir flesta sem óska eftir hjálp í gegnum kraftaverkasíðuna vera að biðja um leikföng og annað til að gefa börnum sínum í jólagjöf. Þá eru einnig einhverjir sem eru að leita að jólafötum, jólamat og gjöfum fyr- ir sveinka. „Leikföngin eru vinsæl- ust til að gefa börnunum á jólunum finnst mér, svo kannski bækur og föt þar á eftir. En fyrir eldri krakk- ana er helst óskað eftir snyrtidóti og bara alls konar gjöfum.“ Hún segir fólk alls staðar af landinu vera í þeim sporum að þurfa aðstoð og að hægt sé að leita til stjórnenda síðunnar í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á netfangið hatidar- hjalp@gmail.com. Þá geta þeir sem vilja rétta fram hjálparhönd einnig haft samband. „Við tökum á móti gjöfum, fötum, gjafabréfum og bara öllu sem getur glatt aðra. Það eru engin takmörk eða tímamörk, bara að gjafirnar berist fyrir aðfangadag,“ segir Aníta Rún að endingu. grþ Deila jólakraftaverkum til barnafjölskyldna Aníta Rún Harðardóttir er ein þeirra deilir jólagjöfum til barnafjölskyldna sem hafa lítið á milli handanna. Einn liður í undirbúningi jólanna er að láta hreinsa og þvo allt fyr- ir heimilið, ekki síst sín betri föt og kjóla en einnig dúka, gardínur og annað. Á Akranesi, fjölmenn- asta þéttbýliskjarna Vesturlands, hefur um nokkurt skeið verið rætt meðal bæjarbúa að hvimleitt sé að geta ekki farið með föt í hreinsun í bænum. Þær umræður eiga þó ekki við rök að styðjast, því Fönn starfrækir móttöku að Skagabraut 17. Móttakan er opin frá hádegi til fimm alla virka daga og á því bili geta bæjarbúar afhent og sótt föt til hreinsunar. Tveir Skagamenn, þeir Gulli og Erlingur, skipta vöktunum á milli sín. Bílstjóri frá Fönn ekur á hverjum degi til og frá Akranesi og er afhendingartíminn alla jafnan sá með sami og í Reykjavík. „Ein- hvern veginn er eins og fáir hafi vitað af okkur hingað til,“ segir Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri Fannar í samtali við Skessuhorn. „En eftir að við settum upp sérstaka móttöku og létum aðeins vita af okkur með gerð sér facebook-síðu fyrir móttökuna á Akranesi höfum við fundið fyrir því að vaxandi fjöldi fólks skiptir við okkur. Starfsmenn okkar segjast hafa upplifað að allt í einu sé fólk að átta sig á að við séum þarna,“ bætir hann við. „Ég hef oft sagt að ef það er hægt að þvo hlutinn þá getum við gert það hvort sem það eru mottur, sængur, dúkar eða sængurver. Hvað er betra en að sofa með nýþvegin og -straujuð sængurföt um jólin?“ segir Ari léttur í bragði. kgk Fönn minnir á sig Efnalaugin Fönn er með móttöku að Skagabraut 17 á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.