Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201512 Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun SK ES SU H O R N 2 01 5 Þjónustum öll tryggingafélög Leikskólakennara vantar við Auðarskóla Leikskólakennara vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð - Ánægja - Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 - 40 börn frá 12 mánaða aldri. Hús- næði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun• Góð færni í mannlegum samskiptum• Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi• Skipulagshæfni• Frumkvæði• Sjálfstæði í vinnubrögðum• Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 7. desember. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 899-7037. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið eyjolfur@audarskoli.is. SK ES SU H O R N 2 01 5 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Í vikunni verður frumsýnd í Reykjavík heimildamyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thor- oddsen leikstjóra. Hún fjallar um lífið á Flateyri þar sem íbúarnir heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Kvótakerfið í fisk- veiðum færir hins vegar örlög fólksins í hendur þeirra sem ráða kvótanum. „Á Flateyri við Önundar- fjörð hefur byggst upp þorp í kringum útgerð og fiskverk- un. En nú hallar undan fæti. Lögin um stjórn fiskveiða hafa reynst þorpinu afdrifarík. Fyrir utan eru gjöful fiskimið, en ekki er sjálfsagt að róið sé til fiskjar. Mikill hluti þorpsbúa er pólskt verkafólk sem hefur sótt þangað í atvinnu- skyni, en á hinn bóginn flytja ung- ir Íslendingar burt í leit að mennt- un og einhverju öðru við að vera en fiskvinnu. Fylgst er með nokkrum þorpsbúum við störf sín og rætt við þá um lífskilyrði þeirra og þorps- ins. Ber fyrst að telja hina öldnu Jóhönnu sem segir nýliðna sögu þorpsins. Önundur vörubílstjóri heitir eftir firðinum þar sem hjarta hans slær, en hann fær ekki þrif- ist. Samhent fjölskylda Guðrúnar, eiginmanns hennar og barna, ger- ir út og herðir gæðaharðfisk. Ein- yrkinn Sigurður fiskar með syni sínum á unglingsaldri upp í leigu- kvóta. Janina var nýflutt til lands- ins, vann í frystihúsinu og var ný- búin að kaupa hús, þegar henni var sagt upp í þrengingum þorps- ins. Stanislaw flæktist til Íslands úr atvinnuleysi Póllands og endaði á Flateyri sem sjómaður. Á end- anum hittum við Bryndísi, ný- komna til þorpsins full eld- móðs sem framkvæmdastjóri nýs fyrirtækis. Inn í persónu- legar dramatískar frásagnir er klippt inn fréttaefni allt frá því er kvótahafi selur burt kvóta þorpsins dag einn í maí 2007 og síðan þá hvernig reynt hef- ur verið að koma fótum á nýj- an leik undir atvinnustarf- semi í þorpinu; með stofn- un nýs fyrirtækis sem gerði út á leigukvóta en fór í gjald- þrot upp úr íslenska efnahags- hruninu. Þá kemur enn nýtt fyrir- tæki til leiks sem virðist muni ganga vel...,“ segir í fréttatilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu Seylu sem er framleiðslufyrirtæki myndarinnar á Íslandi. Veðrabrigði verða frumsýnd 26. nóvember í Bíó Paradís og sýnd þar í vikutíma fram til 2. desemb- er. Kvikmyndin er 80 mínútur að lengd. RUV og pólska sjónvarps- stöðin TVP hafa þegar tryggt sér sýningarrétt á henni. mþh Ný heimildakvikmynd um byggðamál og kvótakerfi Víst má telja að margir á Vesturlandi hafi áhuga á að sjá Veðrabrigði enda er í henni fjallað um mál sem snerta sjávarbyggðirnar allt umhverfis landið. Guðni Líndal Benediktsson, hand- ritshöfundur, rithöfundur og leik- stjóri frá Stað í Borgarhreppi, er þessa dagana að vinna að verkefni við skóla í Edinborg þar sem hann á að taka einhverja áhugaverða sögu og aðlaga hana yfir í kvikmyndahand- rit. Guðna er minnisstæð frásögn um skæruhernað sem geisaði í Borgar- nesi síðla á liðinni öld. Kallar hann nú eftir nánari upplýsingum frá les- endum. En gefum Guðna orðið: Sagan sem ég hef í huga er sönn og átti sér stað í Borgarnesi á tímabilinu sirka 1995-1997. Sá hængur er á að ég má ekki nota söguna í verkefnið nema að hún komi einhversstaðar fyrir á prenti, þ.e. í dagblaði eða einhverj- um sambærilegum miðli. Ég er búinn að leita á timarit.is og sé ekkert þessu tengdu í fljótu bragði, en mig langar að biðja ykkur um að brjóta heilann og fara í smá tímaflakk og reyna að muna hvort þetta gæti mögulega hafa verið hripað niður í einhvern prent- miðil á sínum tíma. Í kjölfar Benjamín Dúfu Sagan er í grófum dráttum á þennan veg: Eftir að hin áhrifamikla kvikmynd Benjamín Dúfa var sýnd í félagsmið- stöðinni Óðali 1995 þá klofnaði hluti af Borgarnesi í Efra og Neðra Bjargs- land, þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára skiptust í tvær herdeildir eftir því hvar þeir áttu heima. Liðin tvö voru nefnd Svarthvíti drekinn og Ofur- snákur, og öpuðu meðlimir þeirra eft- ir því sem þeir höfðu séð í Benjamín Dúfu. Þetta voru sumsé riddarafélög. Óumflýjanlega kom til árekstra milli hersveitanna tveggja og varð það fast- ur liður í tvö til þrjú ár. Nema hvað að þó þessar stympingar hafi byrj- að ósköp sakleysislega, þá stigmögn- uðust þær óðfluga og urðu á endan- um að allsherjar skæruhernaði þeirra á milli. Einhverjir lokuðu annað lið- ið inni í hjólageymslu meðan þeir létu greipar sópa um herbúðir þeirra, ann- ar gróf gangnakerfi til að njósna um andstæðingana og fyrr en varði hafði Ofursnák tekist að búa til fallbyssu – sem virkaði. Allt endaði þetta í tómu rugli og miklum látum þar sem hinum ótrúlegustu vopnum var beitt – sverð, skildir, grjót, flugeldar, reyksprengj- ur, naglaspýtur, steypustyrktarjárn og faldar holur með nöglum í botninum, svo fátt eitt sé nefnt. Einhverjir fengu göt á hausinn, einn missti næstum auga og annar er með far við hliðina á geirvörtunni eftir naglaspýtu sem festist þar eftir gott kast frá meðlimi Svarthvíta drekans. Mig langar að ráðast í rannsóknar- vinnu á þessum atburði, tala við þá sem voru viðriðnir þetta og sjá hvort þetta myndi virka sem skemmtilegt hand- rit. En ég get ekki notað þetta í verk- efnið nema að þetta sé einhversstaðar til á prenti. Er einhver límheili þarna úti sem kannast við að hafa lesið um þetta? Ennfremur, ef einhver var þátt- takandi í þessu öllu saman eða upp- lifði lætin með beinum eða óbeinum hætti, þá langar mig endilega að heyra í viðkomandi. Fjölbreytt sjónarhorn gefa heildstæðari mynd af atburðar- rásinni og gera mér auðveldara um vik að fá á hreint hvað gekk eiginlega á þarna. Ef svo er þætti mér ógurlega vænt um að heyra í þér á póstfangið Gudnilindal@gmail.com Takk kærlega, Guðni Líndal Benediktsson Kallar eftir upplýsingum um stríðsátök fyrir 20 árum Skjáskot úr myndinni Benjamín dúfa, eftir sögu Friðriks Erlingssonar. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.