Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 20152 Í síðustu viku hófst árlegt eldvarnarátak Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Er því ætla að vekja athygli á þeim hættum sem geta fylgt opnum eldi á heimilum, t.d. kertaljósi. Eldhætta eykst á heimilum þegar hátíðirnar nálgast og fólk er því hvatt til að fara varlega með eldinn og grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Hægt er að lesa nánar um brunavarnir á heimilum í Skessuhorni í dag. Suðvestanátt verður á morgun og síðar vestan hvassviðri og él en hægari og úr- komulítið austan til. Snýr í hvassa norða- nátt með snjókomu á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti í kringum frostmark. Norðan 10-18 m/s á föstudag, snjókoma á Norð- urlandi en bjartviðri syðra. 2-12 stiga frost og kaldast í innsveitum austanlands. Um helgina er útlit fyrir áframhaldandi norð- læga átt, hvassa á köflum. Éljagangur norð- an til en bjartviðri syðra. Talsvert frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu margar bækur lest þú á ári?“ Flestir lesa eina til fimm bækur, eða 27,87% þeirra sem tóku afstöðu. Næstflestir, eða 16,72%, eru miklir lestrarhestar og lesa fleiri en 25 bækur á ári. „6-10“ svöruðu 13,24%, „16-20“ sögðu 6,97% og 3,83% sögðu „21-25. Að lokum sögðust 14,98% ekki lesa bækur. Í næstu viku er spurt: Hversu margar smákökusortir eru bakaðar á þínu heimili fyrir jólin? Í fyrra var stofnaður facebook-hópurinn Jólakraftaverk, sem hefur það markmið að aðstoða fjölskyldur sem lítið hafa milli hand- anna fyrir jólin. Hópurinn safnar gjöfum, fötum, mat og flestu því sem komið getur öðrum til góða yfir hátíðarnar. Aðstandend- ur þessa kraftaverkahóps eru Vestlending- ar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Menningarpassi Frystiklefans RIF: Frystiklefinn, menningar- miðstöð Snæfellinga, hefur haf- ið kynningu og sölu á „Menn- ingarpassanum 2016.“ Um sér- stakt áskriftarkort er að ræða sem gildir á alla viðburði húss- ins í heilt ár. „Kortið er á mjög sanngjörnu verði og er tilgang- ur þess að gera Snæfellingum auðveldara fyrir að taka þátt í fleiri menningarviðburðum yfir árið. Hér er um að ræða al- gjöra nýbreytni á landsbyggð- inni enda erum við Snæfelling- ar alltaf skrefinu á undan,“ seg- ir í tilkynningu frá Frystiklefan- um. Eftirspurn eftir því að fá að troða upp í Frystiklefanum hefur aukist gríðarlega á þessu ári og nú er ljóst að framboðið verð- ur mikið á því næsta. Menning- arpassinn er seldur í Frystiklef- anum og einnig má panta sér passa í síma 865-9432 (Kári), í gegnum netfangið frystiklef- inn@frystiklefinn.is eða í gegn- um skilaboð á facebook. –mm Jólaúthlutun verður hjá Mæðrastyrks- nefnd AKRANES: Mæðrastyrks- nefnd Akraness vill koma því á framfæri að jólaúthlutun verð- ur í desembermánuði. Nánari upplýsingar munu liggja fyrir í byrjun desember, bæði varð- andi hvar og hvenær úthlut- að verður. Úthlutunin verður í formi gjafakorta í lágvöruversl- unum og vörum frá fyrirtækj- um. Tekið verður á móti beiðn- um í byrjun desembermánað- ar. María Ólafsdóttir formað- ur Mæðrastyrksnefndar Akra- ness bendir á að nefndin tek- ur við beinum fjárframlögum á reikning nefndarinnar, sem er með kennitöluna 411276-0829, banki 552, höfuðbók 14 og reikningsnúmer 402048. –grþ STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Útgerðarfyrirtækið Oddi á Patreks- firði hefur fest kaup á fiskibátnum Haukabergi SH frá Grundarfirði. Útgerð Haukabergs var hætt fyrr á árinu og skip og kvóti selt Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði. Nú hef- ur Haukaberg síðan verið selt án aflaheimilda yfir Breiðafjörðinn til Patreksfjarðar. Það er sjávarútvegs- vefurinn aflafrettir.is sem greinir frá þessu. Haukaberg SH var smíð- að á Akranesi árið 1974 og var gert út frá Grundarfirði af sömu útgerð í 41 ár. Nýju eigendurnir á Patreks- firði hyggjast láta setja beitningar- vél í bátinn og gera hann út til línu- veiða. Haukaberg mun þar með leysa Brimnes BA af hólmi. mþh Haukaberg SH selt til Patreksfjarðar Haukaberg SH við bryggju í Grundarfirði í októbermánuði síðastliðnum. Skessuhorn gengst nú ellefta árið í röð fyrir samkeppni meðal grunn- skólabarna á Vesturlandi í gerð jóla- mynda og jólasagna. Líkt og á síðasta ári verður keppnin í þremur flokk- um. Í fyrsta lagi býðst öllum börnum á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekkur) að senda inn teiknaðar og litaðar mynd- ir (A4) þar sem þemað á að vera jólin. Í öðru lagi býðst krökkum á aldrin- um 10-12 ára (5.-7. bekkur) að senda inn myndir og er þemað það sama. Teikningakeppninni er því tvískipt eftir aldri. Loks býðst elstu grunnskólakrökk- unum, á aldrinum 13-16 ára (8.-10. bekkur), að senda inn jólasögur. Lengd jólasagnanna má að hámarki vera ein A4 síða með 12 punkta letri. Valin verður besta myndin í hvor- um flokki teikninga og besta jólasag- an að mati dómnefndar. Verða verða- launamyndir og verðlaunasagan birt í Jólablaði Skessuhorns sem kem- ur út miðvikudaginn 16. desember nk. Stafræn myndavél er í verðlaun í hverjum flokki. Skilafrestur á sögum og myndum í samkeppnina er til og með hádegis fimmtudaginn 10. desember. Mynd- ir skulu sendar í pósti á heimilisfang- ið: Skessuhorn ehf., Kirkjubraut 56, 300 Akranes. Athugið að myndirnar þurfa að hafa borist á hádegi 10. des- ember! Munið að merkja vel mynd- irnar á bakhlið þeirra (nafn, aldur, símanúmer, heimili og skóli). Jólasögurnar skulu sendar á raf- rænu formi í tölvupósti á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is í síðasta lagi í hádeginu 10. desember nk. Þar þarf einnig að koma fram nafn höf- undar, aldur, símanúmer, heimili og skóli, og skulu þær upplýsingar vera í sama skjali neðan við söguna. Skessuhorn hvetur alla krakka á grunnskólaaldri á Vesturlandi til að taka þátt í þessum skemmtilega leik, senda okkur myndir og sögur. Gangi ykkur vel! Jólasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema Jólasögur og jólamyndir óskast! Góð stemning var á fundi Öryrkja- bandalags Íslands um „Mannsæmandi lífskjör fyrir alla“ sem haldinn var á Gand hóteli síðastliðinn laugardag. Á fundinum var álitsgerð Ólafs Ísleifs- sonar um lífskjör í ljósi framfærslu- viðmiða kynnt. Þar sem fram kom meðal annars að barnlaus einstakling- ur, sem býr einn í eigin húsnæði þarf að hafa 348.537 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði (eða 482.846 kr. fyrir skatt) til að geta mætt eðlilegum útgjöldum. Á þeim tíma (árið 2014) þegar álits- gerðin var unnin voru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær greidda heim- ilisuppbót um 187.507 kr. á mánuði en 172.000 kr. hjá þeim sem bjó með öðrum 18 ára eða eldri. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, kynnti nýja könnun Gallup, þar sem spurt var hvort fólk gæti lifað af fram- færslu upp á kr. 172.000 á mánuði. Ríflega 90% svarenda sögðust ekki geta lifað af svo lágri framfærslu. Einng töldu um 95% að lífeyrisþeg- ar ættu að fá jafnháa eða hærri krónu- töluhækkun en lægstu launþegar. Í lok fundar var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Ágæti þingmaður viltu skapa sam- félag fyrir alla, þar sem lífeyrisþegar og börn þeirra hafa tækifæri til virk- ar samfélagsþátttöku en ekki að þeim séu settar þær kjaraskorður sem þeir búa við nú? Þú hefur valdið til að breyta! Opinn fundur Öryrkjabanda- lagsins – Mannsæmandi lífskjör fyr- ir alla sem haldinn er á Grand hót- eli laugardaginn 21. nóvember 2015 skorar á þingmenn að hafa áhrif á fjár- lagagerð ríkisins fyrir árið 2016 með eftirfarandi hætti: Lífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt um sömu krónutölu og lægstu laun hækkuðu 1. maí sl. (31.000 kr. fyrir skatt). Lífeyrir almannatrygginga hækki um 15.000 kr. frá 1. maí 2016 (sam- hliða hækkun lágmarkslauna). Þá er einnig farið fram á að krónu- á-móti-krónu skerðing sérstakrar framfærsluppbótar verði afnumin hið fyrsta. Þingmenn gerið okkur kleift að vera með mannsæmandi framfærslu.“ mm Bætur öryrkja helmingur þess sem talið er þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.