Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201560 Digranesgötu 6 - Borgarnesi - Sími: 437 1920 Fjölskyldustund í Geirabakarí Minnum á frábæru jólavörurnar okkar: Smákökur úr íslensku smjöri - Ensk jólakaka Laufabrauð - Jólabrauð o.m.fl SK ES SU H O R N 2 01 5 Sigurður Gísli Guðjónsson ákvað að slá til og flytja í Grundarfjörð með fjölskylduna í sumar. Ástæð- an var auglýsing um starf skóla- stjóra í grunnskóla sveitarfélags- ins, en hann var valinn í starfið. Þau Sigurður og Halla Karen Gunnars- dóttir eiga tvo drengi, Guðjón sem er sjö ára og Guðmund fjögurra ára. „Mér fannst starfið mjög spennandi og ákvað að slá til. Halla Karen gat líka fengið starf hér sem íþrótta- kennari svo þetta var ekki spurn- ing,” segir Sigurður þegar við kíkt- um til hans í heimsókn. Sigurður ólst upp í Hveragerði en Halla Kar- en er frá Selfossi. Þau hafa þó prófað að búa víðar þar sem Sigurður hefur m.a. starfað sem aðstoðarskólastjóri, bæði í Höfðaskóla á Skagaströnd og í Víkurskóla í Mýrdalshreppi, ásamt því að hafa kennt í Flóaskóla og í Hveragerði. „Ég var almenn- ur kennari en núna kenni ég skóla- hreysti auk þess að hlaupa í skarðið þegar vantar kennara.” Kennaranámið var skyndiákvörðun Sigurður kemur úr mikilli kennara- fjölskyldu en faðir hans var skóla- stjóri í Grunnskólanum á Laugum í Sælingsdal til marga ára. Þaðan flutti fjölskyldan í Hveragerði þar sem faðir hans starfaði einnig sem skólastjóri í 25 ár. Móðir Sigurðar er einnig kennari og er hún í dag skóla- stjóri í Höfðaskóla á Skagaströnd. Önnur systir Sigurðar er Júlía Guð- jónsdóttir, sem nýverið tók við sem skólastjóri Grunnskóla Borgar- ness. „Ég á svo aðra systur, Þórhildi sem er viðskiptafræðingur. Ég ætl- aði mér þó aldrei að verða kennari. Ótrúlegt en satt þá var það skyndi- ákvörðun að fara í kennaranám og fjölskyldan ber ekki ábyrgð á því, ég fór þangað með vini mínum. Hann skráði sig í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni og spurði hvort ég vildi ekki bara koma með. Á þeim tíma var ég að vinna hjá Símanum og var alveg til í að prófa eitthvað nýtt svo ég sló til. Þaðan útskrifað- ist ég sem íþrótta- og heilsufræðing- ur með kennsluréttindum. Seinna tók ég viðbótardiploma í opinberri stjórnsýslu.” Getur hugsað sér að setjast að í Grundarfirði Sigurður hefur verið að kenna síð- ustu fimm ár og líkar það mjög vel. „Ég hef mjög gaman að því að vinna með fólki og þetta starf er svo fjöl- breytt og skemmtilegt. Ég vann á meðferðarheimili á vegum Barna- verndarstofu og það var líka mjög skemmtilegt. Kennarastarfið er þó meira fyrir mig.” Sigurður seg- ist núna vera að koma sér almenni- lega fyrir í Grundarfirði og að þar sjái hann alveg fyrir sér að búa til frambúðar. „Það var tekið mjög vel á móti okkur hér og öllum líkar það vel að vera hér. Núna erum við að koma okk- ur fyrir, ég er að kynnast nýja starf- inu og samstarfsfólkinu. Ég hef ekki gert miklar breytingar í skólanum, enda þarf maður fyrst að komast al- mennilega inn í starfið. Með nýju fólki koma þó alltaf nýjar áherslur en það er ekki ætlunin að fara í neinar breytingar nema í samráði við aðra starfsmenn,” segir Sigurður. Á enn eftir að fara á Kirkjufellið Fyrir utan vinnuna segir Sigurð- ur að íþróttir og útivist spili stór- an þátt í lífi fjölskyldunnar. „Fjöl- skyldan hefur alltaf verið í hesta- mennsku og hér í Grundarfirði er frábær aðstaða til þess. Við erum þó ekki með neina hesta eins og er en vonandi verður bætt úr því einn daginn. Hér er falleg nátt- úra sem við elskum, en við erum mikið útivistarfólk og fer frítím- inn mest í að njóta hennar. Ég hef gaman að því að spila fótbolta og ganga,” segir Sigurður. Aðspurð- ur hvort hann hafi þá farið upp á hið fræga Kirkjufell segir hann svo ekki vera. „Ég hef ekki enn farið þangað, þori því ekki,” seg- ir hann og hlær. „Ég er of loft- hræddur til þess, það þarf víst að klifra og er rosalega bratt niður. Ég er meira að fyrir að ganga þar sem ég þarf ekki að horfa niður brattar brekkur. Það er þó aldrei að vita, kannski maður láti sig hafa það einn daginn,” bætir hann við og hlær. arg Flutti með fjölskylduna í Grundarfjörð Sigurður Gísli Guðjónsson er skólastjóri í Grundarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.