Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 67

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 67
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 67 í jeppasafarí um eyðimörk, fengum að fara á bak á úlfalda og fleira. Næst fórum við til Tælands þar sem við skoðuðum aðeins lífið í Bangkok. Það var rosaleg upplifun, þar er ofboðs- lega mikið af fólki og allt á iði. Fólkið var samt svo rólegt og andrúmsloftið gott. Þegar ég gekk um götur Bang- kok upplifði ég mig eins og ég væri í tölvuleik. Maður varð að horfa vel fram fyrir sig bæði vegna fjölda fólks- ins og af því það var endalaust af hinu og þessu á götunum og gangstéttun- um. Við þurftum að beygja okkur undir rör og allskonar dót sem varð á vegi okkar, svo voru börn oft á göt- unum að borða matinn sinn bak við matvagna þar sem í einhverjum til- vikum foreldrar þeirra voru að selja mat og ávexti á götunum. Umferðin var svo annar handleggur. Það virt- ust ekki vera neinar umferðarreglur, fólk bara keyrði einhvern veginn og við furðuðum okkur á því að verða ekki vitni að neinum árekstri. Við spurðum einn leigubílstjóra hvernig þetta virkaði, þegar allir keyra bara einhvern veginn. Hann sagði að fólk þyrfti bara að sýna þolinmæði því að maður myndi alltaf komast á leiðar- enda, það gæti bara tekið smá tíma. Þetta var frekar ólíkt andrúmsloftinu hér heima ein einmitt eitthvað sem maður ætti klárlega að tileinka sér,” segir Gróa og hlær. Fór í þriggja daga bakpokaferð Eftir að hafa skoðað Dubai og Bang- kok hófst aðal hluti ferðarinnar, bak- pokaferð í Chiang Mai. Það ferða- lag var mikil upplifun fyrir þær vin- konurnar en bakpokaferðalagið sjálft stóð yfir í þrjá daga og tvær nætur. „Þarna voru stór fjöll allt í kring og tré út um allt, virkilega fallegt. Við hittum leiðsögumanninn okkar sem sagðist heita Ping Pong,” segir Gróa og hlær. Hún segist samt ekki vera viss um að þetta hafi verið hans raun- verulega nafn, kannski hafi hann bara valið nafn sem fólk ætti auðvelt með að muna. „Okkur var sagt að pakka bara því nauðsynlegasta í bakpoka því við myndum þurfa að bera þá allan daginn. Við vorum með heilt apótek með okkur því við vorum svo hrædd- ar um að verða veikar í nýjum að- stæðum þar sem við vorum að borða mat sem við vorum alls ekki vanar. Við ákváðum líka að hafa með okk- ur eina flösku af Jack Daniel’s svona til að passa vel upp á magann okkar,” segir Gróa og brosir. Fóru á fílsbaki yfir á Þær vinkonurnar gistu í litlum þorp- um í fjöllunum. Í fyrra þorpinu voru ekki mörg hús, þar voru kýr og íbú- arnir ræktuðu sinn mat sjálfir „Þar var bara sjálfsþurftarbúskapur. Svo sváfum við eiginlega undir ber- um himni, það var jú þak fyrir ofan okkur en takmarkaðir veggir á hlið- unum og það sást í gegnum þakið. Þarna var ein ljósapera og á kvöld- in var ansi mikið myrkur. Þá söfn- uðust allir bara saman við varðeld, spjölluðu og nutu þess að vera sam- an.” Eftir fyrstu nóttina í óbyggð- um Tælands var ferðinni með Ping Pong haldið áfram. Áður en þau komu að næsta gististað þurftu þau að fara á fílsbak til að komast yfir á. „Við vorum mjög spenntar að fara á fílana og vorum mjög ánægðar að sjá að vel var farið með þessa fíla, þeir voru tveir á þessum bæ og voru í eigu bænda þar sem höfðu erft þá. Fílarnir voru báðir um fimmtíu ára gamlir. Þetta var þvílík upplifun að vera á baki fílsins en eigandi hans stökk upp á hálsinn á fílnum. Þar sat hann við eyrun og stjórnaði fílnum aðallega með líkamshreyfingum sín- um, svipað og maður gerir á hesta- baki,” segir Gróa. Settu símana í poka og krossuðu fingur Eftir ferðalagið yfir í þorp númer tvö var vinkonunum boðið að baða sig, sem var langþráð hjá þeim. En baðaðstaðan sem þeim var boðið var svæðið í ánni þar sem fílarnir höfðu verið baðaðir. „Við þurftum bara að baða okkur þarna, í sama vatni og fílarnir baða sig upp úr og pissa sjálfsagt líka í,” segir Gróa og hlær. Síðasti dagurinn í bakpokaferðalag- inu var 24. desember. Sá hluti ferð- arinnar krafðist þess að fara niður Mae Taeng ána á fleka. „Ping Pong fékk aðstoð frá tveimur mönnum í þorpinu og þeir bjuggu til bambus- fleka um morguninn og við áttum svo bara að standa á honum í þrjár klukkustundir á leiðinni niður ánna. Þeir settu svona prik sem stóð upp úr flekanum, svona svo við gætum hengt dótið okkar á svo það myndi ekki blotna. Við vorum ekki alveg vissar með þetta fyrst, þ.e. hvort að þessi nýsmíðaði fleki myndi yfir höfuð halda okkur á floti. Við vor- um þarna með síma og myndavélar og vorum frekar smeykar að missa þetta allt í ána, flekinn var ekkert sérlega traustvekjandi. Okkur var bara sagt að setja símana í poka og láta okkur vaða, sem við gerð- um. Þarna stóðum við úti á fleka í miðri á í óbyggðum Tælands og það á sjálfum aðfangadegi. Þetta var mjög sérstakt og þvílík upplif- un,” rifjar Gróa upp. Þær vinkon- urnar komust heilar úr flekaferð- inni og komu á hótelið sitt á ný. Áramót á paradísareyju Áramótunum vörðu þær vinkon- urnar á eyjunni Koh Samui sem Gróa segir að sé algjör paradísa- eyja. „Þar var búið að raða borð- um á ströndina og við vorum bara á tánum í sandinum, frekar óvenju- legt en því sem maður á að venjast á þessum árstíma. Við enduðum svo kvöldið á að sleppa óska-luktum. Okkur var sagt að ef þær myndu takast á loft myndu óskir okkar rætast. Okkar luktir tókust reynd- ar ekki á loft eftir nokkrar tilraunir. Við ákváðum bara að láta sem við sæum það ekki,” segir Gróa hlæj- andi að lokum. arg MEÐ ALLT Á HREINU NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Gróa Björg og vinkonur hennar í bakpokaferðalagi um Tæland á aðfangadag árið 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.