Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201544 lega nógu vel fyrir til þess að mér var boðið starfið og þar hef ég ver- ið síðan,“ segir Hrönn. „Það tók þó sinn tíma uns ég trúði því að ég ætti skilið að vera þarna, ég fór mér hægt fyrstu mánuðina og beið hálft í hvoru eftir því að þau áttuðu sig á því að það hefðu verið gerð mis- tök við ráðninguna!“ Hún hlær enn dátt þegar hún minnist þessa. Þarna hófst ævintýri sem stendur enn við það sem Hrönn lýsir sem sínu draumastarfi. „Ó, ég er him- inlifandi hvern einasta dag. Ég er svo þakkát. Það eru mikil forrétt- indi að fá að hlakka til hvers dags í vinnunni. Ég starfa í dag bæði sem hönnuður og við verkefnastjórn, sem felst í því að skipuleggja og samhæfa hönnunarvinnu innan fyr- irtækisins. Það þarf líka að hanna flíkurnar, reikna út og skrifa upp- skriftirnar, sjá um að flíkurnar séu prjónaðar og síðan ljósmyndaðar og komið í prent. Við erum með frá- bært prjónafólk út um allan Noreg sem prjóna fyrir okkur módelflíkur og ég er í töluverðum samskiptum við það.“ Naut þess að prjóna En hvers vegna telur Hrönn að hún hafi fengið þetta starf? „Ég hafði haft gaman að prjónaskap og handa- vinnu allt frá því ég var stelpa í Búð- ardal. Ömmur mínar voru báðar miklar hannyrðakonur sem ég dáð- ist dæmalaust mikið að. Ég sinnti þó ekki prjónaskap að neinu ráði fyrr en ég gekk með eldri dóttur mína árið 2007. Ég varð óvinnufær vegna veikinda undir lok meðgöngunn- ar og var þá mikið ein heima við. Þá tók ég upp prjónana og hef eig- inlega ekki sleppt þeim síðan. Mér fannst alltaf meira gaman að leyfa sköpunargleðinni að ráða ferðinni þegar ég prjónaði en að prjóna eft- ir uppskriftum. Mér hafði þó aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að starfa við þetta, búa til uppskriftir í prjóna- blöð og þess háttar. Ég hafði eigin- lega ekki leitt hugann mikið að því að til væri fólk sem ynni við þetta. Fyrir mína parta var ég bara svo bergnumin yfir göldrunum í prjóna- skapnum; að skapa eitthvað úr ein- hverju allt öðru. Vellíðanin er mik- il í þessari hugleiðslu og ró sem felst í því að sitja og skapa eitthvað með þessum hætti; lykkju fyrir lykkju og umferð fyrir umferð. Líklega var það þó þessi ástríða sem skilaði mér starfinu. Ég hef skilið það bet- ur með tímanum að það er kannski erfitt að mennta sig beinlínis til að verða handprjónahönnuður. Það er auðvitað hægt að læra fatahönnun en til að gera prjónauppskriftir þá þarf fyrst og fremst að hafa áhuga og þekkingu á prjóntækni og skiln- ing á því hvað mögulega getur glatt prjónafólkið. Í starfinu fer saman sköpunargleði og skipulagsfærni, því hugmyndunum verður maður að geta miðlað til fólks á skiljanleg- an hátt, svo það átti sig á því hvern- ig gera eigi verkefnið að veruleika. Núna eftir fimm ára reynslu er ég farin að skilja betur hvers vegna ég varð fyrir valinu í stöðuna. Og ég er alveg hætt að reikna með að vera rekin á dyr!“ Hrönn naut þess líka að koma inn í fyrirtækið á réttum tíma. „Áhug- inn á prjónaskap hefur blómstrað geysilega í Noregi á síðustu árum, rétt eins og á Íslandi. Gjestal hef- ur gengið vel. Fyrir fáeinum árum keypti fyrirtækið upp tvö önnur garnframleiðslufyrirtæki á norska garnmarkaðnum; Dalegarn, sem er allþekkt vörumerki á Íslandi, og Du Store Alpakka, sem sérhæfir sig í innflutningi á alpakkagarni frá Perú. Það er fyrst og fremst hönnun fyrir hið síðarnefnda sem ég sinni í dag. Fyrirtækin eru nú öll undir sama móðurfyrirtæki sem heitir House of Yarn. Við flytjum inn og seljum garn víða að úr heiminum og það er mikil Hrönn Jónsdóttir flutti með fjöl- skyldu sinni til Noregs í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á Ís- landi haustið 2008. Þar hefur henni vegnað vel. Hún er nú hönnuð- ur og verkefnastjóri við hönnunar- deild eins stærsta garnframleiðslu- fyrirtækis Noregs. Hrönn er Vest- lendingur, fædd og uppalin í Búð- ardal. „Pabbi er ættaður frá Reyk- hólasveitinni og mamma úr Stað- arsveitinni þannig það má segja að þau hafi mæst á miðri leið þegar þau settust að í Búðardal. Þar fædd- ist ég árið 1981 og ólst upp. Síðan fór ég til Reykjavíkur í framhalds- skóla 16 ára gömul. Unglingarnir á landsbyggðinni þurfa oft að fara snemma að heiman til náms. Skóla- gangan mín varð því miður enda- slepp. Ég hætti í framhaldsskólan- um eftir eitt og hálft ár. Manni lá svo á að fara að lifa. Ég eignaðist svo mitt fyrsta barn, soninn Atla Þorgeir, í desember 1998, þá tæp- lega 18 ára.“ Fluttu út í hruninu Hrönn fór út á vinnumarkaðinn og hefur lítið sest á skólabekk síð- an. „Þrátt fyrir formlegan mennt- unarskort þá hef ég alltaf unnið við spennandi og skemmtilega hluti og aldrei fundið fyrir öðru en tilhlökk- un yfir því að mæta til vinnu. Ég datt meðal annars inn í starf á efna- fræðistofu þar sem voru framleidd prófefni fyrir ýmsar rannsóknir. Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kenndi mér margt. En ég hef einnig unnið við afgreiðslustörf, m.a. í bakaríi og sjoppu. Ég kynntist Tony, fyrrum sam- býlismanni mínum, árið 2000. Upp úr aldamótum bjuggum við til skamms tíma í Noregi en fórum svo aftur til Íslands. Dæturnar Herborg Konný og Iðunn Iren bættust við fjölskylduna árin 2007 og 2009. Síð- ustu árin á Íslandi vann ég í sænsk- um gjaldeyrisbanka, sem hafði sett á fót útibú í Reykjavík. Þar var hægt að kaupa gjaldeyri sem ekki fékkst í íslensku bönkunum. Með gjaldeyr- ishöftunum í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var fótunum kippt undan starfseminni. Það var sjálfhætt og ég missti vinnuna, þá í fæðingarorlofi eftir fæðingu yngstu dótturinnar,“ rifjar Hrönn upp. Hún segir að í kjölfar þessa hafi þau tekið þá ákvörðun að flytja af landi brott. „Tony er Norðmaður, og hefur menntun og reynslu sem gerði honum auðvelt að fá vinnu við olíuiðnaðinn í Noregi, svo að í ágúst 2009 fluttum við með börnin þrjú til Stafangurssvæðisins í suð- vestur Noregi þar sem mikið er um olíutengd störf. Fyrsta árið var ég heimavinnandi með börnin, en svo komust stelpurnar að á leikskóla og ég fór að leita mér að vinnu.“ Fann og fékk draumastarfið Til stóð að Hrönn færi aftur að vinna fyrir sænska gjaldeyrisbank- ann sem hún hafði verið hjá á Íslandi en það fyrirtæki var um þær mund- ir að opna útibú í Stafangri. Mál- in tóku hins vegar óvænta stefnu. „Rétt áður en til stóð að ég byrj- aði þar haustið 2010 þá sá ég fyrir algjöra tilviljun atvinnuauglýsingu um starf við hönnun og vöruþróun hjá fyrirtæki sem heitir Gjestal og framleiðir prjónagarn. Þetta þótti mér ósegjanlega áhugavert og sótti um starfið í hálfgerðu stundarbrjál- æði. Mér þótti í sjálfu sér óhugs- andi að ég fengi þessa vinnu en fann sterkt á mér að ég bara yrði að sækja um, ella myndi ég ævinlega sjá eftir því að hafa séð draumastarfið aug- lýst og ekki einu sinni sent inn um- sókn. Ég útbjó umsóknina í flýti, hún var að mestu leiti sett saman med myndum af því sem ég hafði verið að prjóna sjálf, því mér þótti ég ekki nógu sleip í norskunni til að skrifa mikinn texta á þessum tíma. Ég sendi inn umsóknina. Þar með var málið frá í mínum huga, þar eð ég hugsaði sem svo að ómenntuð frístundaprjónakona frá Íslandi væri engan veginn það sem fyrirtækið væri að leita að. En að viku liðinni hringdi framkvæmdastjóri Gjestal í mig til að boða mig í viðtal! Hug- myndin hafði verið mér svo fjarlæg að ég trúði ekki að þetta væri satt, var viss um að þetta væru einhverj- ir vinir mínir að gera at í mér og skellti bara á hann. Til allrar ham- ingju hringdi hann strax aftur og kom því til skila að þetta væri ekkert grín og bauð mér í viðtalið nokkrum dögum seinna. Enn þann dag í dag man ég ekkert hvernig viðtalið gekk fyrir sig, því ég var svo taugaóstyrk. Mér þótti þetta svo fjarstæðukennt. Hvorki hafði ég menntun, sértæka þekkingu á hönnun né næga norsk- ukunnáttu til að valda þessu, fannst mér. Samt tókst mér að paufast í gegnum viðtalið og kom greini- Hrönn Jónsdóttir prjónahönnuður úr Búðardal: „Mér lá svo á að fara að lifa“ Prjónaflíkur sem Hrönn hefur hannað. Hrönn Jónsdóttir með dætrum sínum, þeim Herborgu Konný og Iðunni Iren, í Noregi. Herborg Konný og Iðunn Iren í heimsókn heima hjá afa og ömmu í Búðardal. For- eldrar Hrannar eru þau Jón Trausti Markússon og Guðrún Konný Pálmadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.