Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 71

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 71
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 71 „Við tókum við núna í október síðast- liðnum og ætlum að fjölga í bústofn- inum smám saman. Í haust keypt- um við 150 kindur frá Bæ í Árnes- hreppi. Stefnan er að vera með upp undir fjögur hundruð kindur í vet- ur,“ segir Birgitta Jónasdóttir í sam- tali við Skessuhorn. Nýlega létu for- eldrar hennar, Bergljót Bjarnadóttir og Jónas Samúelsson, af búskap og fluttust norður á Sauðárkrók. Birg- itta mun taka við búi foreldra sinna ásamt manni sínum Bergi Þrastar- syni á jörðinni Kötlulandi (fyrrum Tilraunarstöð ríkisins). Jörðin er í eigu Reykhólahrepps og munu þau leigja hana af hreppnum en útihúsin eignast þau sjálf. Í sumar voru gerð- ar þó nokkrar endurbætur á útihús- unum, meðal annars voru smíðað- ar gjafagrindur og hlaðan klædd að utan. „Aðspurð segir hún að búskapará- huginn hafi framan af aðallega ver- ið Bergs. „Ég ætlaði mér aldrei að flytja heim aftur og bræður mínir hafa grínast mikið með það undan- farið. Það einhvern veginn var aldrei á stefnuskránni hjá mér að gerast bóndi en eftir að ég kynntist honum Bergi mínum og eignaðist með hon- um þessi yndislegu börn okkar þá breyttust áformin. Bergur er mik- ill bóndi í sér og hefur gaman af bú- skap,“ segir hún. „Bergur er Kópa- vogsbúi og var til margra ára í sveit á Hofsstöðum í Stafholtstungum þeg- ar hann var yngri. Um leið og hann slapp úr skólanum fór hann í sveitina og eyddi þar öllum sumrum frá því hann var sex ára og fram til sextán ára aldurs. Þar var bæði kúabú og fjárbú og ég held að áhugi hans hafi kviknað þar. Þetta er hans unun,“ segir Birg- itta en bætir því við að hún hafi að- eins þurft að hugsa sig um. „En eft- ir að foreldrar mínir sögðu okkur frá sínum áformum þá sáum við að þetta væri gullið tækifæri fyrir okkur.“ Hlakka mikið til að flytja í sveitina Forréttindi fyrir börnin að vera í sveitinni Birgitta segir að auðvitað spili þó fleiri þættir inn í ákvörðun þeirra hjóna að flytja vestur á Reykhóla og hefja búskap. „Það að ala upp börnin okkar í sveitinni teljum við vera for- réttindi. Börn Birgittu og Bergs eru tvö; Berglind sex ára og Hinrik sem er fjögurra mánaða gamall. Auk þess á Bergur fyrir dótturina Hrafnhildi Evu sem er ellefu ára og mun heim- sækja þau í sveitina í fríum og vera hjá þeim eins mikið og hún getur. Fjölskyldan mun flytja alfarið vest- ur eftir sauðburð þegar skólaárinu líkur hjá stelpunum. „Við flytjum inn í íbúðarhúsið sem foreldrar mín- ir bjuggu í og er stefnan sú að ditta örlítið að því í í vetur. Svo erum við svo heppin að hafa fengið hann Ólaf Smárason frá Borg og fjölskyldu hans til þess að sjá um búið þangað til við flytjum. „Ég er lærður leikskólakenn- ari og það er búið að bjóða mér starf á leikskólanum svo þetta gæti ekki betra verið. Við höfum fundið það á öllum að við erum velkomin, sveitin öll tek- ur alveg virkilega vel á móti okkur og við hlökkum mikið til að flytja,“ segir Birgitta Jónasdóttir að lokum. kgk Í sumar réðust Birgitta og Bergur í þó nokkrar endurbætur á útihúsunum sem fólust meðal annars í því að klæða hlöðuna að utan. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Hinrik fær að alast upp í sveitinni á æskuslóðum móður sinnar. Systurnar Hrafnhildur Eva og Berglind. Brúðkaupsmynd af þeim Bergi og Birgittu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.