Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201554 Hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson opnuðu verslunina Hólabúð á Reykhól- um í lok marsmánaðar á þessu ári, en þá hafði verslunin verið lok- uð um tíma eftir að fyrri eigend- ur hættu rekstri. Segja má að Hóla- búð minni á kaupmanninn á horn- inu, lítil og vinaleg verslun þar sem hægt er að fá allt mögulegt. Hjón- unum líkar mjög vel á Reykhólum, þau segja fólkið í hreppnum yndis- legt og að allt standi undir vænt- ingum. „Við erum búin að aðlagast þessum breytingum, það er nefni- lega allt til alls hér. Það er ekkert sem vantar hérna þó það sé ekki bíó á Reykhólum,“ segja þau í sam- tali við Skessuhorn. Vekur kátínu Ása og Reynir eru mikil jólabörn. Það sýndi sig fljótt í haust, þegar þau voru búin að skreyta Hólabúð hátt og lágt í október. Þau segja viðskiptavinina hafa verið ánægða með að fá jólastemninguna snemma í bæinn. „Þetta vekur kátínu. En við höfum líka fengið að heyra að við séum kolklikkuð. Reynir hafði nú á orði að þau væru bara hepp- in með það, annars hefðum við kannski aldrei flutt hingað,“ segir Ása hlæjandi. „En krakkarnir eru alveg í skýjunum, ég held að flestir séu sáttir við þetta.“ Hjónin bjuggu áður í Reykjanesbæ og sáu um dag- legan rekstur húsgagnaverslunar- innar Bústoðar. Í Reykjanesbæ er mikil hefð fyrir jólaskreytingum og sjást þær víða, bæði á heimilum og fyrirtækjum. „Það var mikilvægt að ná að vera fyrstur í bæjarfélag- inu til að skreyta búðina. Þetta var stór verslun, um 1600 fermetrar sem ég þurfti að skreyta þannig að ég byrjaði að fara í gegnum dótið í október,“ segir Ása. Það var kapps- mál hjá Ástu að hafa verslunina vel skreytta. „Í gamla daga var líka nokkurs konar eldhús-jólagardínu samkeppni hjá konunum í bænum. Það hefur verið hefð fyrir miklum skreytingum í Keflavík og þar má meðal annars finna jólahús.“ Skreyttu jólatréð í nóvember Ása og Reynir skreyttu ekki einung- is verslunina snemma. Þau tóku sig til og skreyttu heimilið líka, langt á undan flestum öðrum. „Ég hef alltaf verið jólabarn og hef alltaf hlakkað mikið til þessa tíma ársins. Þegar ég var níu eða tíu ára skreytti ég allt húsið í október á meðan mamma var í vinnunni. Mamma missti hökuna niður í gólf þeg- ar hún kom heim en leyfði mér að hafa skrautið uppi fram í endaðan mars,“ segir Ása og hlær. „En hún tók af mér loforð um að gera þetta ekki aftur svona snemma,“ bætir hún við. Hún segir þau hjón bæði hafa alist upp við þá hefð að jóla- tréð væri skreytt á Þorláksmessu en það breyttist þegar þau fóru að búa saman. „Við höfum alltaf unnið við afgreiðslustörf og smám sam- an fór maður að skreyta fyrr.“ Í ár skreyttu þau því heimilið að innan í byrjun nóvember, þar á meðal jóla- tréð sjálft. „Við ákváðum að gera það bara, vorum komin í gírinn og full tilhlökkunar. Við erum vana- lega búin að skreyta snemma. Við eigum bara eftir að klára að skreyta fyrir utan. Það vantaði bara per- ur og annað í seríurnar til að hægt væri að klára það.“ Fyrirhuguð stækkun Í Hólabúð óma jólalögin og um helgar er diskókúlan í gangi. „Þetta er svo skemmtilegt svona þegar fer að rökkva, krakkarnir koma dans- andi hingað inn,“ segir Ása. Hún segist þó ekki ætla að baka mik- ið fyrir jólin. „Ég dró úr því eft- ir að stelpurnar fluttu að heiman, það eru þær sem eru sykursnúð- arnir í fjölskyldunni. Strákarnir eru minna hrifnir af þessu og vilja bara piparkökur. En í ár ætla ég að baka sörur og smotterí sem við munum bjóða upp á með jólaglögginu sem verður í boði í Hólabúð á Þorláks- messu á milli klukkan 20 og 22,“ segir hún. Það verður því áfram- haldandi jólastemning í Hóla- búð og hægt að fá sér sæti í hlý- legu jólahorninu og panta sér vefju eða Hólabúðarhammara. „Við vor- um líka með súpur í sumar og nú er fyrirhugað að byggja yfir ver- öndina og stækka. Ferðamennirn- ir koma við hjá okkur og það veitir ekki af því að stækka. Ætli við setj- um ekki auglýsingu við vegamótin líka til að minna betur á okkur.“ grþ / Ljósm. úr einkasafni Jólabörnin í Hólabúð á Reykhólum Reynir og Ása í Hólabúð eru mikil jólabörn. Það er jólalegt um að litast heima hjá Ásu og Reyni sem skreyttu heima hjá sér í byrjun nóvember. Hjónin Reynir og Ása á brúðkaupsdaginn ásamt börnum sínum, en þau giftu sig um jólin 2013. Jólaskrautið var komið snemma upp í Hólabúð og jafnvel stólarnir klæddir í jólaföt. Hólabúð er jólaskreytt hátt og lágt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.