Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 62

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201562 Bjarni Þór Gallerí vinnustofa Kirkjubraut 1 Akranesi Símar 431-1964, 857-2648, 849-6977 listamadur@simnet.is www.listamadur.com Málverk, vatnslitamyndir, skopteikningar, bókaskreytingar, skúlptúrar Jólakveðja frá listamanninum og konu hans Opið alla laugardaga til jóla Tvær frábærar bækur sem ÞÚ ættir að lesa! Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Ævisagan og Hersetan! Jón skipstjóri Magnússon á Patreksrði fer hér á kostum í ævisögu sinni, ÞETTA VAR NÚ BARA SVONA. Fróðleg bók og skemmtileg, þar sem orðalag Jóns fær sín notið til fulls. HERSETAN Á STRÖNDUM OG NORÐURLANDI VESTRA greinir frá mörgum athyglisverðum atburðum, s.s. loftárusum og mannskæðu sjóslysi á Hrútarði. Það er alltaf eitthvað nýtt á prjón- unum hjá Agnesi Óskarsdóttur á Hundastapa. Á búinu eru bæði ær og kýr og fjölskyldan á bænum er stór. Þau Agnes og Halldór Gunn- laugsson eiga fjóra drengi; Jóhann- es sem er tólf ára, Óskar sem er tíu ára, Ólaf sem er átta ára og Sigur- þór sem er fjögurra ára. „Ég er fyrst og fremst bóndi og móðir en fyrir utan það vinn ég í Ljómalind, þar sem ég er að selja vörur frá mér og hópi annarra. Matargerð er helsta áhugamálið mitt og ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er kom- in með 25 matvörutegundir núna; sultur, saft, brauð, kálfakjöt, svína- kjöt, grafið ærfilé og fleira. Ég fór á pylsugerðanámskeið núna fyrir stuttu, sem var mjög skemmtilegt. Núna er ég búin að vera að prófa mig áfram í pylsugerð og stefnir allt í að ég komi með kálfapylsur á næstu dögum,” segir Agnes þegar við hittum hana í Ljómalind fyrr í mánuðinum. Hafa svín á sumrin Á Hundastapa eru 55 mjólkandi kýr og um 90 kindur, ásamt því að þau hjónin hafa einnig verið með svín yfir sumartímann. „Við höfum mjög gaman að öllu svona nýju og höfum síðustu ár verið með svín á sumr- in, svona til gamans. Svo hef ég ver- ið að selja svínakjötið hér í Ljómal- ind. Þetta kjöt er sniðugt fyrir jólin, sérstaklega fyrir þá sem ekki þola reyktan mat. Svínakjötið frá okkur er sykursaltað, sem er aðeins önnur meðhöndlun en við erum vön, en bragðast mjög vel. Kjötið er ekki reykt heldur látið liggja í sykursalt- blöndu og það verður ekki ósvip- að á bragðið og reykta kjötið,” seg- ir Agnes og bætir því við að sykur- saltaða svínakjötið sé komið í sölu í Ljómalind. Fór til London á matarkynningu Sulturnar hennar Agnesar hafa ver- ið mjög vinsælar í Ljómalind og er úrvalið æði fjölbreytt. Enda hef- ur hún lagt mikið upp úr sultu- gerðinni og eru uppskriftirnar allar búnar til af henni sjálfri. Grafna ær- filé-ið hefur einnig verið mjög vin- sælt og núna fyrr í haust fór Agnes á matarkynningu úti í London þar sem hún kynnti það á einni stærstu matarkynningu í Evrópu. „Þetta var mjög gaman en við fórum tvær saman, ég og Eva Hlín sem vinnur líka hér í Ljómalind. Ég hef farið á matarmarkaðinn í Hörpunni síð- ustu fjögur ár, var einmitt þar núna um síðustu helgi. En kynningin úti í London var allt öðruvísi. Það var rosalega mikið af fólki og fjöl- breytt stemning. Þetta var virkilega skemmtileg ferð og svo fékk mað- ur að prófa alls konar nýjan og fjöl- breyttan mat,” segir Agnes. Seldi ærfilé með forsetafrúnni Sjálf forsetafrúin, Dorrit Moussa- ieff, kíkti á þær Agnesi og Evu Hlín á matarkynningunni í London. Þar lét hún hendur standa fram úr erm- um og prófaði að selja filé. „Hún var alveg yndisleg og tók okkur upp á sína arma þarna úti. Íslendingar í London voru líka duglegir að kíkja við hjá okkur. Það var nú eiginlega þannig að maður vissi ekki alltaf hvort maður ætti að tala íslensku eða ensku, það komu svo margir Ís- lendingar,” segir Agnes og hlær. Ís- lendingar mega eiga það að þjóðar- stoltið er mikið og flestir eru dug- legir að styðja alla þá sem fara út fyrir landsteinana og kynna land- ið okkar. „Það er hópur á Facebo- ok fyrir Íslendinga í London og það eru um þúsund einstaklingar í þeim hópi. Við ákváðum því að auglýsa þetta þar en það kom okkur samt á óvart hversu margir Íslendingar komu,” segir Agnes. Foreldrafulltrúi í þremur bekkjum Ásamt því að vera móðir fjögurra drengja, bóndi og að vinna í Ljó- malind er Agnes einnig formað- ur í Kvenfélagi Hraunhrepps og foreldrafulltrúi í þremur bekkj- um í Grunnskólanum í Borgar- nesi. „Ég hef alltaf nóg að gera en ég veit ekki alveg hvernig ég end- aði með svona mikið að gera,” seg- ir Agnes og hlær. „Ég er foreldra- fulltrúi í öllum þeim bekkjum sem ég á barn í, fjórða barnið er nefni- lega enn á leikskóla. Mér þykir bara alltaf best að hafa nóg að gera. Við erum reyndar með vinnukonu sem hjálpar okkur mikið. Halldór sér líka um að mjólka og ég tek að mér eldamennskuna í staðinn, enda er matargerð áhugamálið mitt. Ég er bara alltaf að púsla saman lífinu og þannig líður mér vel,” segir Agnes Óskarsdóttir. arg Kálfapylsur eru næsta nýjung í framleiðslunni á Hundastapa Agnes Óskarsdóttir í Ljómalind þar sem hún vinnur og selur matvörur sem hún framleiðir sjálf. Þær Agnes og Eva Hlín í Ljómalind hafa víða farið til að kynna matinn úr héraði. Meðal annars til London þar sem forsetafrúin hjálpaði þeim við kynninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.