Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201548 Jólin koma í Borgarbyggð Sunnudaginn 29. nóvember verður kveikt á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við ráðhúsið) í Borgarnesi kl. 17:00 Dagskrá: Ávarp Guðveigar Önnu Eyglóardóttur formanns byggðarráðs Sungin verða nokkur vel valin jólalög til að koma Borgfirðingum í alvöru jólaskap Grýla og Stekkjarstaur koma til byggða og færa börnunum ávaxtanammi Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum og gangandi heitt kakó Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað Hægt er að leita upplýsinga á vefnum www.borgarbyggd.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Tvö pör í Stykkishólmi ákváðu að opna veitingastaðinn Skúrinn í sumar. Skessuhorn fjallaði um opn- unina en við kíktum aftur í heim- sókn til að sjá hvernig gengi eftir fyrstu mánuðina. Það eru þau Arn- þór Pálsson, Þóra Margrét Birgis- dóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir sem eiga og reka Skúrinn. Þeir Arnþór og Sveinn eru Hólmarar í húð og hár en Þóra kemur úr Mosfellssveit og Rósa úr Borgarnesi. „Hugmynd- in var að bjóða upp á fjölbreytt- an mat fyrir alla. Við erum t.d. að bjóða upp á heimilislegan mat í há- deginu á veturna og er það eitthvað sem Hólmarar eru duglegir að nýta sér. Það er kannski lítið mál að reka svona stað hér á sumrin því það er svo mikið um ferðamenn. En til þess að geta rekið staðinn allt árið þurfum við á Hólmurum að halda. Við höfum líka fengið frábærar við- tökur hjá þeim,” segir Arnþór. Sveinn Arnar átti hugmyndina Aðspurð hvernig það hafi kom- ið til að þau ákváðu að opna sam- an veitingastað hlæja þau öll. „Það fyndna við þetta er að hugmyndin kom frá Svenna,” segir Arnþór og hlær. „Ég kunni ekkert að elda svo Addi þurfti að kenna mér allt. Fyrst kenndi hann mér bara það sem var á matseðlinum og ég kunni ekki að elda neitt annað. Núna eftir að við fórum að bjóða upp á hádegismat hef ég verið að læra aðeins að elda nýja hluti. Addi er kokkur og var yf- irkokkur á Fimm fiskum svo hann kann þetta alveg. Þetta byrjaði svo allt í fyrrahaust þegar ég fékk fisk sem mig langaði að biðja Adda um að elda fyrir mig. Við Rósa buðum þeim þá í mat og ég sagðist hafa magnaða viðskiptahugmynd. Okk- ur fannst þetta báðum svo góð hug- mynd og boltinn fór strax að rúlla,” segir Sveinn og hlær. Þær Rósa og Þóra segjast þó ekki hafa haft mikla trú á þessari hugmynd til að byrja með. „Við sátum bara báðar þarna og hugsuðum að þetta væri nú ekki að fara að gerast. En þeir héldu bara áfram og við áttuðum okk- ur fljótt á að þetta var alvara. Þeir eyddu bara öllum stundum í þetta,” segir Þóra. Vilja hafa djúsí mat Á matseðlinum er að finna alls- konar mat en lagt er upp úr því að hafa matinn “djúsí”. „Þú ert ekk- ert að koma hingað ef þú ert í stífri megrun, það er jú hægt að fá sal- at. En við reynum að hafa matinn frekar djúsí og sveittan. Við erum alltaf að pæla í nýjum hlutum og stefnum á að uppfæra matseðilinn á næstunni. Svo erum við með hug- myndir fyrir jólin, kannski bjóðum við upp á jólaborgara,” segir Arn- þór. Þeir Sveinn og Arnþór sjá að mestu um að elda en Þóra og Rósa Opnuðu veitingastað í Hólminum í sumar Sveinn Arnar, Rósa Kristín sem heldur á Efemíu Rafneyju, Þóra Margrét og Arnþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.