Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201514 Við stefnum að vellíðan allan ársins hring og eru jólin engin undantekning. Í Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum fyrir alla fjölskylduna. - Lifi› heil Allir fá þá eitthvað fallegt... www.lyfja.is Borgarnes Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Á ráðstefnunnni Íslenskar æsku- lýðsrannsóknir, sem fram fór síðast- liðinn föstudag, voru veittar viður- kenningar fyrir æskulýðsstarf. Við- urkenningu fyrir nýsköpun og þró- un í æskulýðsstarfi hlaut Ruth Jörg- ensdóttir Rauterberg yfirþroska- þjálfi í frístundamiðstöðinni Þorp- inu á Akranesi. Hana fær hún fyrir vinnu sína við að þróa tómstunda- starf fyrir alla. Ruth hefur frá 2007 unnið í Þorpinu að því að efla þátt- töku fatlaðra barna í tómstunda- starfi. Aðalmarkmið hennar í starfi hefur verið að efla tengsl fatlaðra barna í klúbbastarfi Þorpsins við ófatlaða jafnaldra sína. Ruth hefur í gegnum árin þróað samvinnulík- an sem byggir á rannsóknum henn- ar á þeim tækifærum sem finna má í tómstundastarfi til að efla sam- vinnuferli. Frá 2009 hefur Ruth stýrt klúbbastarfi fyrir 10-12 ára börn á Akranesi eftir þessari hugmynda- fræði undir heitinu ,,Gaman sam- an” sem er er samvinnuverkefni þar sem áhersla er á tómstundir fyrir alla. Þar geta allir tekið þátt og not- ið sín á eigin forsendum, allir eru virkir og framlag hvers og eins er mikilvægt fyrir hópinn. Svo vitn- að sé til orða Ruthar sjálfrar í um- fjöllun um eigin rannsókn þá læra börn um grunnþætti lýðræðislegs samfélags í gegnum virka þátttöku og samvinnu. Í tómstundastarfi gefst tækifæri til að skapa vettvang, þar sem allir geta verið virkir þátt- takendur og öðlast þar með sjálfs- traust, sjálfsþekkingu og félags- lega viðurkenningu. Þar liggur kjarni öflugs æskulýðsstarfs að mati Æskulýðsráðs. mm/ -fréttatilkynning Fékk viðurkenningu fyrir nýsköpun í æskulýðsstarfi Ruth Jörgensdóttir Rauterberg með viðurkenninguna. Hópur frá Þorpinu í borgarferð. Ingileif A Gunnarsdóttir hár- greiðslumeistari fékk rós vikunnar í Vetrar-Kærleiknum sem Blóma- setrið Kaffi kyrrð í Borgarnesi stendur fyrir í allan vetur. Rósina fær hún fyrir hvað hún er, eins og segir í tilnefningunni; „með hlýtt viðmót, alltaf svo kát og glöð og einblínir á það fallega í fólki og til- verunni.“ mm Ingileif er rósahafi vikunnar Aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholts- kirkju þriðjudaginn 1. desember nk. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleik- ari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Karl Olgeirsson píanóleikari leika þar jólalög og –sálma í léttri og há- tíðlegri djassútsetningu. Jafnframt flytja þau Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðlaugur Óskarsson aðventuljóð. Verð aðgöngumiða er 2000 krón- ur, 1000 fyrir eldri borgara og frítt fyrir félaga í Tónlistarfélaginu og börn. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 20.00, eru að vanda haldnir í sam- starfi við Reykholtskirkju og Vestur- landsprófastsdæmi. -fréttatilkynning Hátíð fer að höndum ein – aðventutónleikar Tónlistar- félags Borgarfjarðar Fallegar Aðventu-, Kerta-, Sýprus- & Hýasintuskreytingar Eigum einnig til fallegar Jólastjörnur, Eini, Sýprusa og Hýasintur Búnt með Tuju , Silkifuru og Normansþin Ýmis skreytingarefni, leiðisskreytingar, kerti, servíettur og mikið af fallegri gjafavöru Sjón er sögu ríkari Dekurblóm Dalbraut 1. Sími: 546-4700 SK E S S U H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.