Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201514
Við stefnum að vellíðan allan ársins hring og eru jólin engin undantekning.
Í Lyfju finnur þú fjölbreytt úrval af fallegum og nytsamlegum gjafavörum
fyrir alla fjölskylduna.
- Lifi› heil
Allir fá þá eitthvað fallegt...
www.lyfja.is
Borgarnes
Grundarfjörður
Stykkishólmur
Búðardalur
Á ráðstefnunnni Íslenskar æsku-
lýðsrannsóknir, sem fram fór síðast-
liðinn föstudag, voru veittar viður-
kenningar fyrir æskulýðsstarf. Við-
urkenningu fyrir nýsköpun og þró-
un í æskulýðsstarfi hlaut Ruth Jörg-
ensdóttir Rauterberg yfirþroska-
þjálfi í frístundamiðstöðinni Þorp-
inu á Akranesi. Hana fær hún fyrir
vinnu sína við að þróa tómstunda-
starf fyrir alla. Ruth hefur frá 2007
unnið í Þorpinu að því að efla þátt-
töku fatlaðra barna í tómstunda-
starfi. Aðalmarkmið hennar í starfi
hefur verið að efla tengsl fatlaðra
barna í klúbbastarfi Þorpsins við
ófatlaða jafnaldra sína. Ruth hefur
í gegnum árin þróað samvinnulík-
an sem byggir á rannsóknum henn-
ar á þeim tækifærum sem finna má
í tómstundastarfi til að efla sam-
vinnuferli.
Frá 2009 hefur Ruth stýrt
klúbbastarfi fyrir 10-12 ára börn á
Akranesi eftir þessari hugmynda-
fræði undir heitinu ,,Gaman sam-
an” sem er er samvinnuverkefni þar
sem áhersla er á tómstundir fyrir
alla. Þar geta allir tekið þátt og not-
ið sín á eigin forsendum, allir eru
virkir og framlag hvers og eins er
mikilvægt fyrir hópinn. Svo vitn-
að sé til orða Ruthar sjálfrar í um-
fjöllun um eigin rannsókn þá læra
börn um grunnþætti lýðræðislegs
samfélags í gegnum virka þátttöku
og samvinnu. Í tómstundastarfi
gefst tækifæri til að skapa vettvang,
þar sem allir geta verið virkir þátt-
takendur og öðlast þar með sjálfs-
traust, sjálfsþekkingu og félags-
lega viðurkenningu. Þar liggur
kjarni öflugs æskulýðsstarfs að mati
Æskulýðsráðs.
mm/ -fréttatilkynning
Fékk viðurkenningu fyrir
nýsköpun í æskulýðsstarfi
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg með
viðurkenninguna.
Hópur frá Þorpinu í borgarferð.
Ingileif A Gunnarsdóttir hár-
greiðslumeistari fékk rós vikunnar
í Vetrar-Kærleiknum sem Blóma-
setrið Kaffi kyrrð í Borgarnesi
stendur fyrir í allan vetur. Rósina
fær hún fyrir hvað hún er, eins og
segir í tilnefningunni; „með hlýtt
viðmót, alltaf svo kát og glöð og
einblínir á það fallega í fólki og til-
verunni.“ mm
Ingileif er rósahafi vikunnar
Aðventutónleikar Tónlistarfélags
Borgarfjarðar verða í Reykholts-
kirkju þriðjudaginn 1. desember nk.
Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleik-
ari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari
og Karl Olgeirsson píanóleikari leika
þar jólalög og –sálma í léttri og há-
tíðlegri djassútsetningu. Jafnframt
flytja þau Kristín Á. Ólafsdóttir og
Guðlaugur Óskarsson aðventuljóð.
Verð aðgöngumiða er 2000 krón-
ur, 1000 fyrir eldri borgara og frítt
fyrir félaga í Tónlistarfélaginu og
börn. Tónleikarnir, sem hefjast kl.
20.00, eru að vanda haldnir í sam-
starfi við Reykholtskirkju og Vestur-
landsprófastsdæmi.
-fréttatilkynning
Hátíð fer að höndum ein –
aðventutónleikar Tónlistar-
félags Borgarfjarðar
Fallegar Aðventu-, Kerta-, Sýprus-
& Hýasintuskreytingar
Eigum einnig til fallegar Jólastjörnur, Eini,
Sýprusa og Hýasintur
Búnt með Tuju , Silkifuru og Normansþin
Ýmis skreytingarefni, leiðisskreytingar, kerti,
servíettur og mikið af fallegri gjafavöru
Sjón er sögu ríkari
Dekurblóm Dalbraut 1. Sími: 546-4700 SK
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5