Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 63

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 63 Mikið úrval matvöru og handverks Opnum alla daga klukkan 13 og opið til klukkan 18 Kvöldopnun fimmtudaginn 17. desember og huggulegheit til klukkan 22 Ljómalind sveitamarkaður er starfræktur af fimmtán konum í sjálfboðavinnu og án hagnaðar - sjónamiða. Markmið okkar er að bjóða gæðavöru sem er í senn árstíðabundin, svæðisbundin og upprunamerkt. Allar vörur sem við höfum á sveitamarkaðnum eru fram leiddar á Vesturlandi og fara fyrir óháða mats nefnd sem tryggir gæðin. Ljómalind er opin daglega allt árið um kring og er staðsett að Brúartorgi 4 í Borgarnesi. Kíktu við hjá okkur í kaffi og huggulegheit í aðdraganda jóla. Erum byrjaðar að taka niður pantanir á gjafakörfum Hægt að fá pöntunarblað sent í tölvupósti eða koma við í Ljómalind og skrá pöntun SK ES SU H O R N 2 01 5 „Ég ólst upp í Seljahverfinu í Reykja- vík en maðurinn minn, hann Ragn- ar Smári Guðmundsson, er héðan úr Grundarfirði. Svo ég er eigin- lega innflutt hér,” segir Guðrún og hlær. Guðrún Hrönn Hjartardótt- ir er hárgreiðslukona og förðunar- fræðingur í Grundarfirði „Ég ætl- aði alltaf að verða hárgreiðslukona og ég elska vinnuna mína, þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Brúðkaupin eru alveg sérstak- lega skemmtileg. Ég ákvað að fara í förðunarskólann Mood og klár- aði nám þar í maí á þessu ári. Núna get ég tekið að mér að sjá um allt til að gera brúðina fína á stóra daginn, það er rosalega skemmtilegt,” segir Guðrún. Opnaði Silfur hár og förðun Guðrún opnaði nýja hárgreiðslu- stofu í Grundarfirði nú í sumar en áður vann hún á hárgreiðslu- stofunni Tikvu sem lokað var í lok júlí. „Ég ákvað að slá til og opna stofu sem fékk nafnið Silfur hár og förðun. Ég hætti á Tikvu í júní og svo var opnunarpartýið á Silf- ur 9. ágúst og það hefur verið al- veg rosalega mikið að gera síðan þá,” segir Guðrún. Aðspurð hvort hún sé bæði að vinna í hárgreiðsl- unni og förðuninni á nýju stofunni segir hún að núna sé hún eigin- lega bara að vinna í hárgreiðslunni. „Það er náttúrulega að koma að há- annatíma hjá mér í hárgreiðslunni núna fyrir jólin. Ég tek samt alveg að mér förðun ef einhver biður um það en þá eru það bara tækifæris- farðanir. Ég stefni samt á það eftir áramót að hafa snyrtinámskeið fyr- ir saumaklúbba, aðra hópa eða ein- staklinga. Það er eitthvað sem gæti verið mjög skemmtilegt. Ég er svo mikil félagsvera og þess vegna elska ég þetta starf. Ég elska að hitta fólk, allskonar fólk, og spjalla við það og svo er alltaf svo gaman að kynnast nýju fólki. Ég hef bara mjög gaman að fólki,” segir Guðrún og hlær. Innfluttur Grundfirðingur Guðrún flutti í Grundarfjörð um áramótin 2010-2011 en hún hafði áður búið þar árið 2006. „Við Ragn- ar Smári byrjuðum saman þegar við vorum 18 ára. Hann flutti svo hing- að ári á undan mér svo við vorum í fjarsambandi. Ég flutti svo til hans 2006. Við fórum svo aftur suður og ég kláraði námið og vann í bænum áður en við ákváðum að koma aft- ur hingað. Ég sé ekki eftir því, hér er frábært að vera. Strákarnir okk- ar hafa það einstaklega gott og hér höfum við gott stuðningsnet en tengdaforeldrar mínir eru frábærir og öll tengdafjölskyldan. Við erum með tvo stráka, Hauk Smára sem er sex ára og Gunnar Smára sem er þriggja. Þá er gott að hafa góða að í næsta nágrenni,” segir Guðrún. Meiri tíma með fjölskyldunni Umræðan fer að snúast um jól- in og jólaundirbúninginn en Guð- rún segist vera alveg sérstakt jóla- barn sem hlakki alltaf jafn mikið til jólana. „Það eina sem er erfitt við að búa svona langt frá höfuðborg- inni er að ég sakna okkar jólahefða úr bænum. Á Þorláksmessu vorum við vön að skreyta jólatréð, borða svo á horninu og ganga Lauga- veginn, þá til að skoða mannlífið, jólaskrautið og upplifa jólastemn- inguna í bænum. Fyrir utan þennan hluta þá sakna ég þess ekki mikið að búa í bænum. Mér finnst ég í raun verja meiri tíma með fjölskyldunni eftir að við fluttum. Við erum dug- leg að fara suður og erum þá heila helgi og verjum tíma með fólk- inu okkar. Fjölskyldan kemur svo oft til okkar og eru hjá okkur heila helgi og maður nær þá að nýta tím- ann með fjölskyldunni betur heldur en maður gerði þegar þau voru öll svona nálægt.” Jólaösin hluti af jólahefðinni Hjá hárgreiðslufólki er desemb- ermánuður einn annasamasti tími ársins en Guðrún segir það ekki hafa áhrif á jólastemninguna hjá sér. Hún segist alltaf hafa ver- ið jólabarn og partur af jólahefð- inni hennar er að hafa mikið að gera fyrir jólin. „Þetta er algjör- lega orðinn partur af jólahefðinni minni, jólin koma ekki nema ég sé í þessari ös. Ég tek mér þó alltaf frí á Þorláksmessu, svona til að klára það sem þarf heima og til að verja tíma með strákunum mínum. En þessi ös fyrir jólin er ekkert nýtt, amma og mamma ráku jólaföndur- fyrirtæki þegar ég var yngri. Þær seldu jólaföndurvörur þar sem fólk keypti efni hjá þeim til að búa til jólasveina. Allir í fjölskyldunni, já og bara allir í nágrenninu, hjálpuð- ust að við að setja allt í föndurpok- ana og bara að aðstoða með allt. Jólaundirbúningurinn okkar byrj- aði sko í september og svo vorum við að taka allt niður í janúar, svo jólin voru ansi löng hjá okkur. Það er kannski ekkert skrítið að ég sé svona mikið jólabarn,” segir Guð- rún og hlær. Jólaföndurfyrirtækinu var lokað rétt fyrir aldamótin en Guðrún segist enn sjá jólasveinana á mörgum heimilum og eru þeir stærsta jóladjásnið sem hún á sjálf. „Ég elska jólasveinana frá ömmu og mömmu en ég skreyti mikið fyrir jólin. Maðurinn minn segir reyndar að heimilið breytist í út- sölumarkað fyrir jólavörur,” segir Guðrún hlæjandi að lokum. arg Guðrún Hrönn Hjartardóttir ætlaði sér alltaf að verða hárgreiðslukona Guðrún Hrönn og Ragnar Smári með drengina sína tvo, þá Hauk Smára og Gunnar Smára. Ljósm. tfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.