Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201570 Aðventa í Kjósinni SK ES SU H O R N 2 01 5 „Ég er mikið uppi í járnblendi þar sem maður fær ryk ofan í sig og get oft lítið sungið eftir daginn. Ég finn fyrir því, sérstaklega eftir langa vinnudaga,“ segir Heiðmar Eyjólfs- son í samtali við Skessuhorn. Hann starfar sem vélvirki hjá Hamri á dagvinnutíma en þess á milli bregð- ur hann sér gjarnan á bakvið hljóð- nemann og lætur hann nema titr- ing raddbanda sinna. Heiðmar er söngvari; syngur og leikur á gítar við ýmis tilefni. Þegar um dansleiki er að ræða kemur Heiðmar fram ásamt félögum sínum í hljómsveit- inni Meginstreymi og segir hann að þeir hafi skemmt fólki nokkuð reglulega að undanförnu. „Það hef- ur verið nokkuð að gera við að spila á böllum undanfarið, við erum nán- ast að verða húsband á Hótel Glymi eftir að Ragna hótelstjóri sá okkur á þorrablóti síðasta vetur. Þar varð hún svona líka hrifin af okkur,“ seg- ir Heiðmar og brosir. Gaman að skemmta fólki Dansleikir eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en Heiðmar er ekki í vafa um hvaða hópi hon- um þykir ánægjulegast að spila fyrir. „Skemmtilegast þykir mér að spila fyrir eldra fólk. Það er svo mikið stuð í mannskapnum og það eru oft bestu giggin,“ segir hann. Heiðmar á það einnig til að koma fram einn með gítarinn og syngja og spila fyr- ir fólk sem trúbador. „Það er mjög gott ef maður nær föstudegi við það og svo balli á laugardagskvöldi,“ segir hann. „En svo hef ég tekið þátt í alls kyns viðbótarverkefnum eins og til dæm- is á Írskum dögum, í kirkjum við fermingar og fleira. Það var mjög gaman að taka þátt í tónleikunum á Írskum dögum. Það er skemmti- legast þegar hæfileikar margra koma saman. Þegar maður notar það sem maður hefur sjálfur og sameinar það með því sem aðrir hafa,“ segir hann og bætir því við að fyrir skömmu síðan hafi hann unnið að upptökum fyrir Júróvisjón ásamt fríðum hópi. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um það og segir að mikil leynd hvíli yfir því verkefni, enn sem komið er. Heiðmar segist njóta sín best þeg- ar hann kemur fram með öðrum. Að vera einn með kassagítarinn geti vit- anlega komið mjög vel út og ver- ið gaman en allt verði bæði flott- ara og skemmtilegra með hljóm- sveit. Kjarni málsins er aftur á móti augljós. „Það er gaman að skemmta fólki og maður vill gera það eins vel og maður mögulega getur,“ segir Heiðmar. Heimsreisa og tónlistarnám á döfinni Heiðmar var áberandi í menning- arstarfi nemendafélags Fjölbrauta- skóla Vesturlands á meðan hann stundaði þar nám. Hann lék aðal- hlutverkið í uppsetningu Gaura- gangs og sló svo í gegn sem Danny úr Grease ári síðar. Þá keppti hann í Söngkeppni framhaldsskólanna þar sem hann söng Grasagarð- inn úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Auk þess sem áður var talið syngur hann þessa dagana með hljómsveitinni Veturhúsum, með Heimi Klemenzson í broddi fylk- ingar og vinnur sveitin að upptök- um á nýju efni um þessar mundir. En aðspurður um verkefni kom- andi tíðar segir Heiðmar að fram- undan sé smá pása í tónlistinni í allra nánustu framtíð. „Ég er að fara í heimsreisu með Höllu kær- ustunni minni. Við förum út í lok febrúar, eftir þorrablótstörnina og ætlum hringinn í kringum hnött- inn, nánast. Ferðin byrjar í Dúbaí og svo förum við til Austurlanda fjær og komum svo við á Fiji á leið- inni til Bandaríkjanna. Þaðan fljúg- um við til Íslands aftur og þar með lýkur reisunni 17. maí,“ segir hann og kveðst bíða komandi ævintýr- is með mikilli eftirvæntingu. „Ég held það verði gaman að fá aðeins að kynnast öðrum menningarheim- um.“ Hann ætlar þó ekki að segja al- veg skilið við tónlistina á meðan heimsreisunni stendur. „Ég keypti mér Martin backpacker, sem er mjög lítill og nettur gítar og með- færilegur á ferðalögum. Ég tek hann með mér og reyni jafnvel að semja eitthvað smá. Það væri gam- an að ná að semja eitt lag í hverri heimsálfu sem við heimsækjum,“ segir Heiðmar en bætir því við að ekki sé um neina sérstaka tónlistar- ferð að ræða, því verði hann hvorki sár né svekktur ef það gengur ekki eftir. „En það væri gaman að koma heim með fjögur lög eða svo,“ bæt- ir hann við. Þegar lengra er litið fram í tím- ann kveðst Heiðmar stefna í gít- arnám og tónfræði við FÍH. „Mig langar að kunna meira á gítarinn og þá er eina vitið að skella sér í nám. Það hlýtur að vera ástæða fyr- ir því að fólk eyðir tíma í að læra á þetta hljóðfæri,“ segir Heiðmar Eyjólfsson að lokum. kgk Nýtur sín best þegar hann kemur fram með öðrum Heiðmar Eyjólfsson slær E-moll á forláta Fender Stratocaster American Standard, einstaklega vandaðan gítar sem er í eigu félaga hans. Reykjavík Grundartangi Akranes Borganes Vélstjóri Faxaflóahafnir sf. óska að ráða til starfa vélstjóra frá og með 1. mars 2016 með starfsstöð í Reykjavík. Starfið felst aðal- lega í vélstjórn á dráttarbátum Faxaflóahafna sf. en einnig í afgreiðslu rafmagns, móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: Hafi full vélstjórnaréttindi - VF 1• Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna• Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku• Hafi góða tölvukunnáttu• Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn Faxaflóahafna sf. verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla virka daga 07:00 - 17:00. Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf., Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík, merkt VÉLSTJÓRI fyrir 1. desember nk. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnarvernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525-8900. SK ESSU H O R N 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.