Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201552 Örn Arnarson hefur kennt við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit um 14 ára skeið. Þangað kom hann fyrst með eiginkonu sinni 2001, þá ný- útskrifaður sem íþróttakennari við Kennaraháskóla Íslands í Reykjavík. „Það lá bara við að flytja til Akraness eða nágrennis að loknu náminu við Kennaraháskólann. Sjálfur var ég bú- inn að fá nóg af því að búa í Reykja- vík á þessum fjórum námsárum sem ég var þar. Mig hefur alltaf langað til að búa úti á landi, ekki í borg- inni. Þegar ég frétti af sveitaskólan- um Heiðarskóla undir Skarðsheiði, þá heillaði það mig mjög að starfa hér. Ég hóf störf hérna 2001,“ seg- ir hann. Við hittum Örn Arnarson að máli einn föstudag nú í nóvem- ber. Þar segir hann meðal annars frá viðamikilli könnun sem hann gerði nýlega um hvert leiðir fyrrum nem- enda hans hafa legið. Settust að á Akranesi Örn útskýrir að hann eigi sínar ræt- ur á landsbyggðinni. Þar vilji hann helst vera. Því hafi hann fljótt orð- ið mettur á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ólst upp austur á Eiðum. Faðir minn var kennari við Alþýðuskólann sem þá var, í ein 20 ár eða þar um bil. Þarna var ég framundir tvítugt og vissi alltaf að ég yrði kennari,“ hlær hann við. „Upp úr því fór ég til náms við Kennaraháskólann. Þar kynntist ég eiginkonu minni en hún er frá Akranesi, borin þar og barn- fædd. Hún heitir Harpa Sif Þráins- dóttir og starfar sem aðstoðarversl- unarstjóri í Vínbúðinni á Akranesi.“ Örn var sem sagt austan af landi og Harpa Sif frá Akranesi. Það lá því á margan hátt beint við hjá þeim að horfa til Akraness eða svæðisins sunnan Skarðsheiðar þegar kom að búsetuvali og atvinnuleit að loknu námi. „Ég hafði búið á ýmsum stöð- um víða um land, svo sem á Súða- vík, Siglufirði og Fáskrúðsfirði. Mér þótti Heiðarskóli spennandi vinnu- staður þegar ég sótti hér um stöðu íþróttakennara og fékk. Við fluttum fyrst hingað að skólanum og bjugg- um í kennarabústað á skólasvæðinu. Þar vorum við í tvö ár. Hins vegar varð ég fljótt mjög virkur í íþrótt- um og félagsstarfi sem oftar en ekki var úti á Akranesi. Ferðirnar á milli Heiðarskóla og Akraness urðu því alltof margar. Við fluttum því út á Akranes 2003 og höfum búið þar síðan. Ég kenni hins vegar hér áfram og er nú umsjónarkennari unglinga- deildar skólans.“ Á kafi í íþróttum og félagsmálum Það hentar Erni mjög vel að búa á Akranesi og starfa við Heiðarskóla enda ekki langt að fara milli heimil- is og vinnu. Fjölskyldan hefur kom- ið sér vel fyrir á Skaganum. „Við eigum í dag tvær dætur. Sú eldri er sex ára en hin verður þriggja ára 3. desember. Ég er mjög ánægður með Akranes sem bæ til að ala börn upp í. Leikskólarnir eru æðisleg- ir og skólarnir góðir. Skagamenn mega vera mjög stoltir af skólunum sínum og íþróttastarfinu í bænum. Það er úr nægu að velja í þeim efn- um bæði fyrir börn og unglinga.“ Sjálfur er Örn enn mjög virkur í íþróttum og félagsstarfi. „Fyrst eft- ir að við fluttum norður fyrir Hval- fjörðinn stundaði ég bæði knatt- spyrnu og körfubolta. Ég spilaði með félaginu Bruna sem var þriðju deildar fótboltafélag á Akranesi. Það má segja að þetta hafi verið svolít- ið hörð útgáfa af Knattspyrnufélag- inu Kára,“ rifjar Örn upp með brosi á vör. „Ég var líka í körfuboltanum. Seinna fór ég svo að dæma í knatt- spyrnunni og sinnti þeirri dóm- gæslu í ein fimm eða sex ár. Þá fór ég aftur á fullu í körfuboltann. Ég hætti svo að spila í körfunni fyrir tæpum tveimur árum. Síðan hef ég sinnt stjórnarstörfum í Körfuknatt- leiksfélagi Akraness og er núna for- maður þess.“ Stýrir körfuboltafélaginu Örn segir að það sé mjög gaman að sinna körfuboltanum á Akra- nesi. „Okkur er takast að byggja upp aukna stemmingu fyrir þess- ari íþróttagrein á Skaganum. Það er að fjölga í yngri flokkunum og stöðugt fleiri áhorfendur koma nú á leikina. Frá og með síðasta keppn- istímabili höfum við spilað aftur í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Það er alvöru keppnishús með góðu plássi fyrir áhorfendur. Áður vorum við alltaf í íþróttahúsinu á Jaðarsbökk- um sem hentar verr því þar er afar lítil aðstaða fyrir fólk sem vill koma og horfa á leikina. Á Vesturgötu erum hins vegar kannski að fá um 400 manns á leiki sem er nokkuð sem ekki hefði verið hægt á Jaðar- sbökkum. Það er nýbúinn að vera stórleikur gegn Skallagrími í Borg- arnesi sem var mjög skemmtilegt enda eins konar nágrannaslagur í gangi þar,“ segir hann. Örn er sátt- ur við stöðu mála. „Allt starfið í kringum körfuboltann er krefjandi en mjög skemmtilegt og gefandi.“ Vill líta til fleiri þátta en prófa Í spjalli okkar víkjum við aftur að Heiðarskóla þar sem við sitjum þegar viðtalið er tekið. Skólinn heldur í vetur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Örn hefur meðal ann- ars af því tilefni gert könnun með- al brottskráðra nemenda þar sem niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli. Við fáum hann til að segja aðeins frá þessari könnun. „Síð- asta vor var gerð fagleg og fjárhags- leg úttekt á Heiðarskóla. Þarna var meðal annars lagt mat á skólastarf- ið og gæði þess. Hún vakti mig til umhugsunar. Stundum er talað um að skólinn komi ekki nógu vel út úr samræmdu prófunum þar sem hann hefur ekki þótt skora nógu hátt á landsvísu. Fólk gleymir því þá oft að við erum iðulega með fáa nem- endur í hverjum árgangi. Þessir ár- gangar geta verið mjög ólíkir. Það getur verið erfitt að sjá einhverja heildarmynd og meta gæði skóla- starfs út frá einstaka prófaárangri þegar þeir eru fámennir. Á minni tíð við skólann hafa árgangar ver- ið að sveiflast úr fimm nemendum upp í nítján. Ég tel að niðurstaða úr samræmdum prófum sé ekki mælikvarði sem hægt sé að nota á allt skólastarfið. Í framhaldinu fór ég að hugsa hvort besti mælikvarð- inn á gæði skóla væri ekki að skoða hreinlega hvernig nemendur vegn- ar eftir að þau hafa lokið námi við skólann,“ útskýrir hann. Kannaði afdrif nemenda sinna Örn segir að honum hafi hreinlega legið hugur á að vita hvort nem- endur úr Heiðarskóla hefðu farið í meira nám, hvort þau teldu sig vera hamingjusöm og ánægð, hvort þau væru sjálfstæð og ábyrg og yfir höf- uð hvernig þeim hefði gengið í líf- inu eftir að þau hættu í skólanum. „Ég smalaði saman öllum fyrrver- andi nemendum mínum sem ég gat náð til gegnum Facebook og bjó til hóp úr því. Þetta voru útskriftar- hópar frá 2002 – 2015. Ég gerði þetta alfarið á eigin vegum því mig langaði sjálfum til að vita betur um það hvernig þessum krökkum sem ég hafði kennt hefði gengið á lífs- brautinni. Þetta er orðinn um 150 nemenda hópur þar sem þau elstu eru nú að nálgast þrítugsaldurinn en þau yngstu 17 ára gömul. Þau eru auðvitað í mjög ólíkum lífsað- stæðum því á þessu aldursbili ger- ist mikið á æviskeiði fólks. Sum eru enn í námi á meðan önnur eru komin á fullt í að stofna fjölskyldur og jafvel búin að því.“ Hinir gömlu nemendur Arnar féllust á að hann fengi að leggja fyr- ir þau spurningalista sem 111 svör- uðu. „Þetta var kannski ekkert há- vísindalegt en niðurstöðurnar urðu um margt fróðlegar og skemmti- legar. Þarna finnst mér gæði skól- ans birtast með fjölbreyttum hætti, ekki bara gæði sjálfs námsins held- ur líka uppeldisins sem hér fer fram. Það er nefnilega líka ríkur þáttur í góðu skólastarfi. Við meg- um ekki bara einblína á einkunnir heldur líka skoða hvernig einstak- lingarnir geta staðið sig í lífsbarátt- unni.“ Heiðarskólanemum gengur almennt vel Að sögn Arnar sýna niðurstöður að heilt yfir njóti nemendur frá Heið- arskóla töluverðrar velgengni. „Þau eru sátt við lífið og hvernig þeim hefur vegnað. Nemendur héðan telja sig hamingjusamt fólk. Þeir hafa dreifst í allar áttir og búa bæði hér á landi og erlendis. Sumir fara ekki í neitt viðbótarnám á meðan aðrir hafa fetað námsbrautina, far- ið í iðnnám eða tekið stúdentspróf og farið í háskóla. Listinn yfir at- vinnugreinar sem þau starfa við er mjög fjölbreyttur,“ segir hann „Skólar ættu að skoða mögu- leikana á að gera svona kannan- ir. Ég held að þeir sem njóta þjón- ustu skólanna sem eru jú nemend- ur, viti best af öllum hvað raun- verulega kemur út úr skólastarf- inu. Við kennarar og aðrir getum setið á fundum og reynt að meta hvað vel sé gert innan veggja skól- ans. Við getum líka fengið utanað- komandi matsaðila til þess og rýnt í niðurstöður úr samræmdum próf- um. Hins vegar er sjaldan spurt hvað nemendunum sjálfum finn- ist um það hvernig skólavistin hafi nýst þeim í lífinu. En á endanum er það þó hlutverk grunnskólans að búa nemendur undir lífið í breið- um skilningi. Við þurfum að skoða betur hvernig við erum rækja ein- mitt það hlutverk og svona kann- anir gætu verið liður í því,“ segir Örn Arnarson kennari við Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit. mþh Örn Arnarson umsjónarkennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit: „Grunnskólar búa nemendur undir lífið í breiðum skilningi“ Örn Arnarson umsjónarkennari við Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Örn Arnarson og Harpa Sif Þráinsdóttir með dæturnar tvær, þær Hrafhildi Helgu sex ára og Maren Lind þriggja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.