Skessuhorn - 25.11.2015, Side 83
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 83
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem
vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang-
ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að
fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að
tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra-
nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi
á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum
lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu-
horni.
88 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu
viku. Lausnin var: „Bókaforði.“ Vinningshafi er: Guð-
bjartur A Björgvinsson, Réttarholti 3, Borgarnesi.
mm
Makar
Spann
Ras
Drengir
Sk.st.
Fagrar
Greið-
vikinn
Táp
Stafur
Óregla
Baun
Mór
Óreiða
Daprir
Hindrar
Suddi
5
Hraði
Eld-
stæði
3 Þreyta
Gufa
Skýran
Ókunn
Afa
Stert
Rödd
Sund
Kvað
Ólíkir
Málar
Gengu
Blaða
Hnusa
Potar
Tvíhlj.
Stök
Atorka
Lúka
Brúnin
Sýl
Sefar
9
Bar
Ös
Drif
Röst
Fæddi
Megn
Steinar
Gelt
Öf.tví.hl
Fyrr
Vesælir
Féll
Regla
Ævi
Púki
Láir
1
Mæli-
eining
Áhald
Vild
Magur
Lagleg
Ull
7 Eignir
Þar til
Rúlluðu
Reykur
Spurn
Taut
Deplar
Draga
Kall
Frekja
Læti
Fiskur
4 Vær
Gutl
Leðja
Hagur
Batnar
Tor-
færa
Voði
For
Sjó
Elskar
2
Legg
Bogi
6 Temja
Tunnur
Mynni
Krotar
Ofna
Beltið
Sam-
hljóðar
8
1 2 3 4 5 6 7 8 9
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Starfsmenn Akranesbæjar voru
önnum kafnir við það á föstu-
dagsmorgun að setja upp jólatré
á Esjutorgi á Akranesi. Þetta torg
er á gatnamótum Esjubrautar og
Þjóðbrautar, steinsnar frá Vínbúð-
inni og Lögreglustöðinni. Þegar
búið var að setja tréð upp var það
skrýtt ljósum. Að lokum var kveikt
á því til að athuga hvort allar per-
ur virkuðu ekki sem skyldi og sú
var raunin. Svo var slökkt og ekki
verður aftur kveikt fyrr en aðvent-
an gengur í garð í lok vikunnar en
þá verður líka látið loga fram yfir
hátíðir. Aðal jólatréð á Akranesi
stendur hins vegar á Akratorgi.
Kveikt verður á ljósum þess laug-
ardaginn 28. nóvember klukkan
16:00.
mþh
Jólaljósin virka á Akranesi
Það logaði á öllum perum á jólatrénu á
Esjutorgi þegar starfsmenn Áhaldahúss
Akraneskaupstaðar settu það upp og
prófuðu í lok síðustu viku. Frá vinstri:
Þórarinn Elís Indriðason, Sigurður
Ólafsson, Hafsteinn Jóhannesson og
Magnús Sigurðsson.
Það verður að segjast að hinar hrika-
legu tölur um fækkun nemenda í
framhaldsskólum landsins á milli
áranna 2014 og 2015 koma ekki á
óvart. Þessi óheillaþróun stafar af
þeirri ákvörðun menntamálaráðherra
á síðasta ári að meina fólki yfir 25 ára
aldur að gerast bóknámsnemendur
í framhaldsskólanum í sinni heima-
byggð. Eins og vænta mátti var þessi
ákvörðun menntamálaráðherra and-
mælt harðlega, bæði af okkur í stjórn-
arandstöðunni á Alþingi og einnig af
skólastjórnendum. Ráðherra hélt þó
sínu striki og nú blasa afleiðingar ráð-
stafana hans við.
Frá því að breytingin gekk í gildi
hefur nemendum 25 ára og eldri
fækkað um 742 í framhaldsskólum
sem starfræktir eru af hinu opinbera.
Þar af eru 447 bóknámsnemendur en
afgangurinn nemendur í verknámi.
Breytingin snertir auðvitað bæði
einstaklingana sem hafa verið svipt-
ir námsmöguleikum sínum og rekst-
ur framhaldsskólanna. Í erindum sín-
um til þingmanna hafa skólastjórn-
endur lýst þungum áhyggjum sínum
vegna hinnar umdeildu ákvörðun-
ar menntamálaráðherra um að loka
framhaldsskólunum fyrir fólki yfir 25
ára aldur sem kom til framkvæmda
samhliða ákvörðun hans um að stytta
nám til stúdentsprófs í þrjú ár. Í sam-
einingu hafa þessar ráðstafanir orðið
til að valda gagngerum breytingum á
rekstrarumhverfi framhaldsskólanna
en lítið svigrúm gefið til aðlögunar.
Skólar í uppnámi,
fólk í vanda
Meðal þess sem skólastjórnendur
hafa áhyggjur af er að fækkun nem-
endaígilda í framhaldsskólum þýði
minna námsframboð og einsleitari
skóla. Einnig telja þeir óljóst um af-
drif þróunarstarfs í skólunum og ótt-
ast að samstarf milli skóla um dreif-
og fjarnám kunni að vera í hættu. Hið
síðarnefnda snertir sérstaklega skóla-
starf á landsbyggðinni þar sem nem-
endur í dreif- og fjarnámi hafa ver-
ið framhaldsskólunum þar mjög hag-
stæðir og stutt við námsframboð og
betri nýtingu fjármuna.
Framhaldsdeildir sem hafa verið
að byggjast upp víða um land gjalda
líka fyrir hina gerræðislegu ákvörð-
un menntamálaráðherra um fækk-
un nemendaígilda og 25 ára regl-
unnar. Niðurskurðurinn bítur líka
þarna og framhaldsdeildirnar standa
frammi fyrir því að þurfa að skera
starfsemi sína niður. Skólastjórnend-
ur lenda í þeirri ömurlegu stöðu að
þurfa að hafna umsóknum um skóla-
vist og afleiðingar þess fyrir einstak-
lingana sem fyrir því verða og sam-
félag þeirra eru hörmulegar. Fólk
á ekki annarra kosta völ en að gefa
áform sín um nám upp á bátinn eða
leita út fyrir sínar heimaslóðir. Þetta
er þeim mun nöturlegra þegar haft
er í huga að skólarnir sem líða fyr-
ir hið nýja skipulag eru ekki síst þeir
sem staðsettir eru á svæðum sem eiga
í vök að verjast með tilliti til mennt-
unar- og atvinnumöguleika
Stjórnendur margra framhalds-
skóla standa í eilífum barningi við
að ná endum saman og bjóða upp á
nægilegt námsframboð til að skólarn-
ir sem þeir stýra verði samkeppnis-
hæfir og laði til sín nemendur. Fjár-
heimildir miðast við þá nemend-
ur sem ljúka námi og rekstur verk-
námsbrauta er tiltölulega kostnað-
arsamur þannig að ekki er unnt að
halda þeim úti nema með ákveðn-
um lágmarksfjölda nemenda. Þessi
staða þýðir að huga þarf sérstaklega
að því að tryggja minni framhalds-
skólunum nægilegt fjármagn á hverju
ári til að reka grunndeildir verknáms
og tvær bóknámsbrautir að lágmarki.
Lágmarksfjárveiting til rekstur fram-
haldsskóla – gólfið svokallað – verður
að miðast við þetta.
Skólinn í samfélaginu
og samfélagið í skólanum
Flestum er ljóst hve mikilvægt öflugt
starf framhaldsskóla er. Þar er einstak-
lingunum veittur nauðsynlegur und-
irbúningur til að takast á við atvinnu-
lífið og þær áskoranir sem fylgja því
að búa og starfa í flókinni og tækni-
væddri nútímaveröld. Skólastarfið er
nauðsynlegur og mikilvægur þáttur í
þjóðlífinu og gildir þá einu hvort mat
er lagt á þá út frá forsendum þétt-
býlis eða dreifbýlis. Framhaldsskól-
arnir eru einfaldlega meðal mikil-
vægustu stoða samfélagsins og þegar
þær stoðir eru veiktar eða fjarlægðar
stendur samfélagið einfaldlega veik-
ara eftir. Mikilvægi góðs aðgengis að
menntun ætti að vera flestum ljóst og
það getur engum dulist að framhalds-
skólarnir eiga ríkan þátt í byggðaþró-
un og framförum þar sem þeir eru
starfræktir. Með ákvörðunum sínum
um að skerða starfsemi framhalds-
skólanna hefur menntamálaráðherra
vegið að hlutverki þeirra og tilveru-
grundvelli. Afleiðingarnar eru marg-
víslegar en ljóst er að þeirra verður
mikið vart á landsbyggðinni þar sem
þær koma fram í veikari stöðu byggð-
anna og fráhvarfi efnaminna fólks frá
námi. Ráðstafanir menntamálaráð-
herra hafa þannig breytt stöðu skól-
anna í samfélaginu og einnig samfé-
laginu innan vébanda þeirra.
Framhaldsskólarnir á landsbyggð-
inni hafa gefið fjölda nemenda tæki-
færi til að ljúka framhaldsskólanámi.
Sumir hafa notið þar möguleika á að
taka til við nám að nýju eftir námshlé
eða hafið nám eftir að vera komið af
æskuskeiði. Í mörgum tilvikum hefur
fólk síðan getað aflað sér framhalds-
menntunar í fjarnámi og án þess að
þurfa að flytja brott af sínum heima-
slóðum. Með þessu móti verður sam-
hljómur milli skóla og samfélags þar
sem einstaklingarnir mennta sig bein-
línis til að takast á við sérhæfð störf í
heimabyggð, mennta sig svo að segja
inn í nærsamfélagið. Þessu er nú öllu
stefnt í uppnám.
Mennt er ekki munaður
Það er engan veginn boðlegur kost-
ur að rýra starfsgrundvöll framhalds-
skólanna eins og gert hefur verið og
takmarka aðgengi að þeim. Fólk ætti
ekki að þurfa að sæta því að verða
að flytjast búferlum til að eiga kost
á námi á framhaldsskólastigi og vera
jafnvel gert að stunda það í einkaskól-
um með tilheyrandi kostnaði. Samfé-
lag okkar kallar eftir menntuðu fólki
og ekki síst fólki með haldgóða iðn-
og tæknimenntun. Þessu kalli verð-
ur að svara með öflugum verknáms-
brautum á framhaldsskólastigi um
allt land.
Það verður að koma í veg fyrir að
stjórnvöld með menntamálaráðherra
í broddi fylking-
ar eyðileggi metn-
aðarfulla uppbygg-
ingu skólastarfs
í framhaldsskól-
um landsins. Honum má ekki hald-
ast uppi að ráðast þannig gegn hags-
munum landsbyggðarinnar. Mennt
er nauðsyn, ekki munaður, og þeg-
ar gerðar eru ráðstafanir sem veikja
eða jafnvel buga skólastarf á lands-
byggðinni og skerða tækifæri efna-
minna fólks til að afla sér menntun-
ar er vægast sagt farið að syrta í álinn
með stjórnarhætti í landinu.
Niðurrifsstefna menntamálaráð-
herra má ekki verða ofan á. Hún
verðskuldar að bíða skipbrot og það
sem fyrst. Í stað hennar ætti að koma
uppbyggingarstefna sem styrkir fram-
haldsskólastarf hvarvetna í landinu en
ekki síst á landsbyggðinni og eflir sí-
menntunarstöðvarnar sem víða búa
nú við þröngan kost.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður Vinstri
grænna í NV-kjördæmi.
Aðför að menntun í landinu - skorið af námstækifærum
Pennagrein