Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 69
Sandblásum bæði
texta og myndir í
gler og spegla...
LED ljós í spegla
SPEGLAR OG
STURTUGLER
Smiðjuvegi 7
200 Kópavogi
Sími: 54 54 300
Fax: 54 54 301
ispan@ispan.is
Sigvaldi Lárus Guðmundsson
er Dalamaður sem búsettur er á
Hvanneyri ásamt eiginkonu sinni
Mörtu Gunnarsdóttur og tveim-
ur börnum, þeim Elísabetu Líf og
Helga Hrafni. „Ég hef alltaf ver-
ið í hestamennsku eins og reyndar
öll fjölskyldan. Það var því nokk-
uð augljós kostur að fara í nám
við Háskólann á Hólum,“ seg-
ir Sigvaldi sem hefur undanfarin
ár starfað við tamningar og reið-
kennslu. „Ég hef dregið fjölskyld-
una um allt land vegna vinnunn-
ar, en ég hef verið að temja víða
og einnig verið að kenna, bæði
við Háskólann á Hólum og hér
við Landbúnaðarháskólann,” seg-
ir Sigvaldi.
Kennir og stýrir búi
Í september 2014 flutti fjölskyld-
an á Hvanneyri þar sem Sigvaldi
fór að kenna við Landbúnaðarhá-
skólann ásamt því að taka við bú-
stjórastöðu á Mið-Fossum. Hann
sér þar um allt mögulegt sem
snýr að jörðinni ásamt því að fá
nemendur í reiðkennslu. „Ég er
í raun eins og bóndi hér á staðn-
um, ég bara bý ekki hér og ég á
þetta ekki,” segir Sigvaldi og bros-
ir. ,,Svo er það auðvitað kennsl-
an, en hér eru kennd Knapamerk-
in ásamt for- og frumtamningum.
Hingað koma krakkar með mikinn
áhuga á hestamennskunni en með
misjafna reynslu. Sumir hafa lifað
og hrærst í þessu frá blautu barns-
beini á meðan aðrir eru jafnvel að
hefja kynni sín á hestamennsk-
unni. Öll eru þau þó hér með það
að markmiði að læra meira á hest-
inn og auka skilning sinn á reið-
mennskunni. Hér er oft mikið líf
af bæði fólki og ferfætlingum og
sjaldan sem manni leiðist.”
Börnin blómstra á
Hvanneyri
Aðspurður um hvernig það sé að
búa á Hvanneyri segir hann það
vera alveg frábæran stað að búa á.
„Marta vinnur á Kleppjárnsreykj-
um og líkar mjög vel þar. Einn-
ig er hér frábær skóli og leikskóli
svo börnunum líður mjög vel.
Elísabet Líf er alveg að blómstra
í þessu umhverfi. Ég held að þetta
sé svipað hér fyrir hana eins og
það var fyrir mig í Búðardal þegar
ég var yngri. Hér er lítið samfélag
þar sem allir þekkja alla og börnin
búa við svo mikið frelsi, bara eins
og gengur og gerist í svona samfé-
lagi, allt öðruvísi en t.d. í bænum,”
segir Sigvaldi.
Draumurinn er að
vera í fremstu röð
Eins og segir hér að framan hafa
hrossin alltaf átt stóran sess í lífi
Sigvalda og hefur hann verið al-
inn upp við hestaíþróttina. Að-
spurður um framhaldið og hvort
hann sé kominn á þann stað í líf-
inu að hann sé að upplifa draum-
inn segir hann það ekki svo fjarri
lagi. „Það mætti alveg segja að ég
sé í draumastarfinu en ef ég gæti
væri ég að ríða mun meira út sjálf-
ur; þjálfa og temja,” segir Sigvaldi.
„Auðvitað vill maður líka alltaf
gera betur og ná lengra. Draumur-
inn væri auðvitað að vera í fremstu
röð í því sem maður er að gera og
að fara t.d. út á Heimsmeistara-
mót væri algjör draumur. Mað-
ur veit aldrei hvað verður, kostur-
inn við þessa íþrótt er að maður er
ekkert búinn um þrítugt, þú get-
ur átt nóg eftir þá,” segir Sigvaldi
að lokum.
arg
„Kosturinn við þessa
íþrótt er að maður er
ekkert búinn um þrítugt“
Sigvaldi Lárus Guðmundsson kennari og bústjóri á Mið-Fossum tekur hér hryssuna Völvu frá Hólum til kostanna.