Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 22

Skessuhorn - 01.06.2016, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201622 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn norðanverðu Snæfellsnesinu komi yfir á Arnarstapa ef stífar norðan- áttir ríki. „Ég er stundum með þá alla hérna og það er oft heilmikið hafarí. Þeir taka mikið pláss og t.d. voru þeir hér þegar strandveiðibát- arnir komu allir hingað í vor. Þá var farið að draga aðeins úr fiskiríinu og þeir fóru enda gengur sambúð þessara stóru við þá litlu alls ekki upp.“ Blossaði upp boltafiskur Stuttu eftir að strandveiðibátarnir komu fór fiskurinn að gefa sig aftur við sunnanvert Snæfellsnes. „Það blossaði upp fiskur sem ég hef ekki séð áður hjá handfærabátunum hér. Þetta var stór fiskur, fimm til átta kílóa þungur og þaðan af þyngri. Fiskurinn var hérna rétt undan og strandveiðibátarnir voru þetta rétt rúman klukkutíma að ná sínum 700 kílóa skammti. Strandveiðin í maí er búinn að vera ævintýraleg hérna. Þeir eru nokkrir af Skaganum hérna og þeir segjast vera í para- dís. Þeir fóru út snemma á morgn- ana og voru byrjaðir að landa hér klukkan átta að morgni. Svo síðustu tvo dagana, sem þeir voru að veið- um í maí áður en strandveiðikvót- inn kláraðist á svæði A, datt þetta niður og það varð bara erfitt hjá þeim að ná skammtinum. Ég var að vonast til að þetta fiskirí héldist út maí en menn segja að það hafi ver- ið síld í fiskinum hér úti og mikið af síli á ferðinni. Svo lóðar alls staðar en hann tekur ekki. Hefur nóg æti,“ segir Guðmundur. Ferðamenn laðast að höfninni Guðmundur segir að misjafnt sé hve margir bátar séu að róa frá Stapanum. „Núna hafa þetta ver- ið 36 bátar eftir að strandveiðarn- ar byrjuðu. Svo að staðaldri eru það bara heimamenn héðan og úr ná- grenninu. Það eru svona fjórir til fimm bátar að veiðum allt árið og svo koma stóru línubátarnir, eins og ég sagði, ef hann leggst í norðanátt- ina þá er kaldaskítur hinum megin á Nesinu en alveg logn hérna meg- in.“ Þrátt fyrir að umsvifin séu mis- jöfn við höfnina er þar alltaf líf. „Ferðamannastraumurinn hefur margfaldast og stundum verð ég að tala við fararstjórana og biðja þá um að láta fólk passa sig því þeg- ar verið er að landa er ekki gott að hafa hóp af fólki að þvælast hér fyr- ir lyftaranum og krananum. Það er nú búið að banna alla bílaumferð niður á höfnina og útbúa og stækka góð bílastæði fyrir ofan hana. Eitt sinn þegar bæjarstjórinn var hér í heimsókn var bílaröðin hérna nið- ur brekkuna. Hann sagði við mig að um leið og bílarnir væru farnir ætti ég að loka fyrir uppi á brún- inni, því það gengi ekki að hafa alla þessa umferð hérna niður og síðan hefur þetta verið skárra. Ég er ekk- ert hissa á því þótt fólk sæki hing- að niður því þetta er langfallegasta hafnarstæði á landinu, svo ekki sé nú talað um ströndina alla hérna milli Arnarstapa og Hellna sem er vinsæl gönguleið.“ Margir hafa róið héðan í áratugi Guðmundur segir að miklar fram- kvæmdir séu framundan við höfn- ina á Arnarstapa. „Höfnin er í raun friðuð en bæjaryfirvöld hafa leyfi til að dýpka hana alla. Ekkert má hins vegar hreyfa við umhverfinu. Það er því ekki auðvelt um vik að auka viðleguplássið þótt full þörf sé fyrir það. Eins og fyrsta sumarið mitt hérna en þá voru yfir 50 bátar sem reru héðan. Auk þess að vera bundnir í land, eru þeir tjóðraðir við belgi sem komið er fyrir utan við raðirnar og svo líka strengt upp í grjótgarðinn. Stór hluti af þessu fólki sem er að róa héðan hefur gert það í áratugi, bæði heimafólk og aðrir,“ segir Guðmundur Eyþór Már Ívarsson hafnarvörður á Arn- arstapa. hb    Guðmundur Eyþór Már Ívarsson hefur starfað við höfnina á Arnar- stapa frá því í nóvember 2012 og formlega sem hafnarvörður frá því í febrúar árið eftir. Hann er Akureyr- ingur en kom upphaflega til Ólafs- víkur árið 1990 til að beita á einni vertíð. Heldur betur hefur teygst úr þeirri veru en eftir að beitningunni lauk tók Guðmundur að sér rekstur verbúðarinnar á staðnum í nokkur ár þar til henni var breytt í hótel. Þá höfðu aðkomumenn úr hópi trillu- karla samband við Guðmund enda í fá hús að venda á strandveiðitíma- bilinu fyrir aðkomumenn í Ólafsvík þegar verbúðinni hafði verið lok- að. Hann tók sig því til og keypti þrjú hús þar sem hann leigði út her- bergi til trillukarla um tíma. Nú býr hann í Rifi og ekur daglega til og frá vinnu á Arnarstapa. Allt upp í 4.200 tonn á ári Höfnin á Arnarstapa er opin allt árið þótt mest séu umsvifin á ákveðnum tímum. „Fyrsta árið mitt vigtaði ég inn hérna 2.800 tonn, annað árið vigtaði ég inn 4.200 tonn, sem er ekkert smávegis í smábátahöfn, en í fyrra hékk þetta bara í 1.900 tonn- um. Eftir maímánuð í fyrra þurrk- aðist bara allt upp hérna og ekkert að hafa. Ekki þorskur, ekki mak- ríll, ekki skötuselur, ekki grásleppa, ekki neitt. Það var bara eins og líf- ið hefði horfið hér á nærliggjandi miðum. Maí var mjög góður hérna í fyrra og þá voru vigtuð hér inn 560 tonn en eftir það var nánast ekkert það sem eftir lifði árs.“ Guðmund- ur segir að stóru línubátarnir af Arnarstapi er langfallegasta hafnarstæðið á landinu -segir hafnarvörðurinn á þessum aflasæla útróðrastað Hafnarvörðurinn við full kör af fiski. Ljósm. af Guðmundur vigtar aflann. Ljósm. af Hafnarstæðið á Arnarstapa er tvímælalaust með þeim fallegri á landinu. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.