Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201638 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Viðar Björnsson fór fyrst á sjó- inn frá Stykkishólmi árið 1960, þá 16 ára gamall. Þegar tíðinda- maður Skessuhorns hitti Viðar 56 árum síðar var hann enn á ný á leið á sjóinn frá Stykkishólmi. Ólíku er þó saman að jafna, því fyrsta ferð- in var vísir að heilli starfsævi, en nú fer Viðar bara í það sem hann kallar sportveiðar, en hann stundar strandveiðar við annan mann. „Það var nú ekki endilega ætlunin að enda á sjónum, en það var ekki svo mikið um að vera. Ég hafði verið í vegavinnu og ýmsu öðru eftir að ég kláraði skyldunámið og stefndi sjálfsagt á einhverja iðn. Það var þó ekki svo hlaupið að því. Það var reyndar heldur ekkert hlaupið að því að komast á sjóinn, það var erf- itt að fá pláss. Það var ekki svo mik- ið um atvinnu þá, en það rýmkaðist nú til um það síðar. Svo ílentist ég í þessu og fór í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófinu 1964.“ Prófuðum að vera bæði á síld og með net Viðar var ekki einn um það, ungur maður á fyrri hluta sjöunda áratug- arins, að sækja sér réttindi í Stýri- mannaskólann. Þeir voru 80 í hans útskriftarárgangi, en á þessum árum voru bullandi síldveiðar og margir sóttu í skólann. Þeir halda enn fé- lagsskapinn, hittast einu sinni á ári, þeir sem eftir eru, með mökum. Viðar segir að sjómennskan hafi átt ágætlega við sig og því hafi hann ákveðið að sækja sér réttindin. „Í upphafi vorum við daglega á neta- og línuveiðum. Þetta var í Stykkishólmi og ég var á Brimnesi, 35 tonna báti. Kaupfélagsfrystihús- ið átti þrjá báta; Þórsnes, Straum- nes og Brimnes og ég var á þeim um hríð. Svo fór ég út í Grundar- fjörð á síld á Runólfi, með Guð- mundi Runólfssyni. Ég var svolítið með kallinum þar til ég fór í skól- ann. Það var mjög skemmtilegur tími. Við fórum á síld, bæði vorsíld og haustsíld, og vorum svo á net- um. Við vorum mikið fyrir norðan, en þetta var í lokin á síldarárunum. Við vorum líka á vorsíldinni og þá gerðum við eitt, við vorum bæði á síld og með net. Við veiddum síld annan daginn og á net hinn daginn. Þetta gerðum við þessi tvö vor sem ég var með honum. Þetta er svolít- ið framúrstefnulegt og væri nú ekki gert í dag. Það virkaði samt ágæt- lega og því fylgdi smá peningur. Einu sinni fengum við fulla lest af síld og tókum svo 25 tonn af fiski á dekkinu daginn eftir.“ Skipstjóri og útgerð Þegar Viðar kom úr skólanum varð hann stýrimaður á Þórsnesi, sem hafði verið selt frá Kaupfélags- frystihúsinu. Báturinn var gerð- ur út frá Stykkishólmi, bæði á síld og net. Þetta var 1964 og Viðar rétt tvítugur. Þarna var hann næstu þrjú árin. „Árið 1967 byrja ég síðan sem skipstjóri, þá með bát sem hét Björg SU-9. Hann var keyptur frá Eski- firði og gerður út frá Stykkishólmi. Ég var bara einn vetur með hann, en fór svo á aðra báta. Ég var skip- stjóri í tvö, þrjú ár, á netum og línu og fór svo á Akranes. Þar varð ég stýrimaður á Jörundi II hjá Runólfi Hallfreðssyni og við fórum á síld. Við fórum bæði norður til Spits- bergen, lengst norður í höfum, og vorum svo í Noðursjónum. Þá var síldin að hverfa og menn eltu hana norðureftir. Síldarárin voru ævintýri út af fyr- ir sig og það sem maður lenti í þá mun aldrei koma aftur. Eins og á Siglufirði, á þessum árum, það sér maður ekki aftur. Það var viss upp- lifun og maður myndi alls ekki vilja hafa misst af því. Bærinn var smekkfullur og þetta var ævintýri út í gegn, að koma með síldina á þessum bátum og moka henni upp í söltunina. Þetta var viss stemning. Fjöldi báta í landlegum á Siglufirði og fjör, fyrir unga menn. Það fór eftir veðri hve lengi við stoppuðum, það gat oft verið nokkuð lengi. Þá voru engin frí. Þú fórst ekkert heim yfir sumarið, fórst á vertíð og varst bara þar. Það var farið í endaðan maí, byrjun júní, og ekkert komið aft- ur fyrr en í september. Maður sá að þetta var oft erfitt fyrir fjölskyldu- menn, til dæmis þegar við vorum norður í höfum á Jörundi. Þetta var ævintýri fyrir okkur strákana, unga og ógifta, að koma í hafnir þarna úti, en verra fyrir fjölskyldumenn- ina.“ Skelin í Breiðafirði Eftir að hafa verið á Jörundi fór Viðar í útgerð með bát sem hét Arney, en hann var síðan seldur. Árið 1975 byrjaði hann á hörpu- diski á Breiðafirði og var í þeim í rúman aldarfjórðung. „Árið 1987 gekk ég inn í útgerð með öðrum og við áttum bát sem hét Ársæll. Þetta gekk mjög vel. Við áttum þrjá báta með því nafni, stækkuðum alltaf við okkur. Svo var það selt og við hættum árið 2006. Upp úr aldamótum fór að síga undan í skelveiðunum og síðan var þeim alveg hætt. Talið var að það hefði komið sýking í hörpu- diskstofninn í Breiðafirði og hann drepist, en ekki hafi verið nógu mikil nýliðun í honum. Vonandi er þetta að lagast, því hafnar eru til- raunaveiðar á haustin, tvö síðustu haust. Þær lofa víst góðu, þannig að eitthvað er þetta að rétta úr sér og vonandi kemur þetta til með að geta komið inn í veiðina aftur. Skelin var rosalega fín búbót fyrir bæinn og þetta var því mikill missir. Þetta var á við að vera með skuttog- ara og sjómenn voru með mjög fín- ar tekjur. Þá var vinnutíminn góð- ur, farið út sex á morgnana og byrj- að að koma inn upp úr hádegi og fram eftir degi. Þetta var bara dag- vinna. Það er ekki oft sem sjómenn fá að upplifa það, enda var ekkert vandamál að fá menn í plássin. Við vorum yfirleitt með sama mann- skapinn, heimamenn úr Hólmin- um.“ Ólympískar veiðar Strandveiðar hafa nú verið heim- ilaðar í nokkur ár og segir Viðar að sumpart hafi þær breytt miklu. Þeir sem eigi bát og lítinn kvóta geti nýtt sér þær og það sé mjög gott að einhver nýliðun geti orðið í greininni. Ástandið á því sé ekki mjög gott og erfitt og dýrt sé fyr- ir unga menn að fara inn í kerfið. Sjálfur rær Viðar við annan mann, en segir litla alvöru í því. Hann hefur þó áhyggjur af því að strand- veiðarnar eru ólympískar, það er að heimilt er að sækja á ákveðnum dögum óháð veðri. „Við erum tveir gamlingjar sem förum bara þegar það er gott veð- ur. Förum ekkert í hvernig veðri sem er, maður þekkir þetta ágæt- lega eftir öll þessi ár. Og þó mað- ur hafi stundum verið að elta þá, þá er það ekkert fyrir okkur að elt- ast í. Kvótakerfið var að sumu leyti mjög gott og það sem er slæmt við strandveiðarnar er að þær eru ólympískar veiðar. Það var stoppað í hinu með kvótakerfinu og menn vissu þá hvað þeir væru að sækja. Strandveiðarnar eru kapphlaup og menn eru að fara út í veðri sem ekki er endilega skynsamlegt að fara út í.“ Frjálsa framsalið slæmt Viðar segir að frjálsa framsalið hafi farið illa með kvótakerfið. „Þá umturnaðist allt. Það trúðu því fáir að kvótakerfið yrði lengi, menn héldu að þetta yrði ekki nema í nokkur ár og svo færi allt aftur í svipað horf. Þeir sem voru hins veg- ar klárir á því að þetta yrði til fram- búðar unnu eftir því. Þeir sem vildu ekki trúa því að svona yrði þetta unnu sig því niður, á meðan aðr- ir sönkuðu að sér. Og síðan kemur frjálsa framsalið og það er þá sem menn geta náð sér í sem mesta fjár- muni til að kaupa og svo verður allt vitlaust þegar þetta er orðinn svona mikill peningur. Menn vilja kaupa út og allir vilja fá sitt og fara út með peninga og þá splundrast allt. Þetta hefur komið sumum vel og öðrum illa, en það er ekki gott þegar þetta safnast á allt of fáar hendur.“ Fyrir okkur eru þetta sportveiðar Þrátt fyrir allt telur Viðar að fram- tíðin sé björt fyrir sjómenn. Sjálf- ur rær hann enn, líkt og áður segir, við annan mann og virðist eiga erfitt með að slíta sig alveg frá sjómennsk- unni. „Það er ekkert sem við höfum út úr þessu, ef maður hugsaði það þannig. Þetta er of lítið fyrir tvo menn og bara sport. Svo fer mað- ur að hætta þessu. En það er erfitt að slíta sig frá þessu og það er erf- itt annað en að vera með hugann við þetta. Maður fylgist með og spyr um aflabrögð. Maður er í því. Kannski maður þyrfti bara að tileinka sér eitthvað annað til að hafa hugann við. Ég held að framtíðin sé björt, en sjálfbær nýting er mikilvæg. Það er mikið í Breiðafirðinum. Hann getur verið gjöfull og er gjöfull.“ kóp Maður fer nú að hætta þessu -Rætt við Viðar Björnsson um síld- og skelveiðar og sitthvað fleira Viðar Björnsson. Ljósm. Eyþór Ben. Viðar á erfitt með að slíta sig frá sjónum, þar sem hann hefur starfað í yfir hálfa öld. Hann fer á strandveiðar við annan mann, en segir að þær séu bara sport fyrir þá. Ljósm. Eyþór Ben. Runólfur með síld í lestinni og 25 tonn á dekkinu, en þar var sú nýbreytni höfð við að veiða bæði síld og fisk í net. Skelveiðiafli áður en vélvæðingin kom til, en þá var allt handhreinsað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.