Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 46

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 46
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201646 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Störf til sjós geta verið býsna fjöl- breytileg og erilssöm. Í löngum túr- um er einn maður um borð í stórum skipum umfram aðra sem getur haft úrslitaáhrif á almenna heilsu áhafnar- innar. Þetta er náttúrlega kokkurinn. Ef hann stendur ekki undir merkj- um verða allir fúlir og samkomulag- ið ómögulegt um borð. Jónas Björg- vin Ólafsson matreiðslumaður er kokkur um borð í Baldvini Njálssyni GK-400 sem er í eigu útgerðarfyrir- tækisins Nesfisks í Garðinum. Um borð er 26 manna áhöfn og er starf matreiðslumannsins býsna erilssamt. Við ræddum við Jónas um störfin um borð, uppvöxtinn, matreiðslustörf- in í landi og hvernig það æxlaðist að hann réði sig til sjós. Jónas er á sjó annan hvern mánuð og nýtur þess að eiga frí í landi á milli túra. En ekki síst langaði okkur að vita hver gald- urinn væri að gera karlana glaða og atorkusama í gegnum matinn. En fyrst að æsku og uppvexti Jónasar sem er Borgarfirðingur. Alla tíð áhugasamur um pottana hjá mömmu „Ég er uppalinn að Kleppjárnsreykj- um í Reykholtsdal. Foreldrar mínir eru Valgerður Jónasdóttur frá Sig- nýjarstöðum í Hálsasveit og Ólaf- ur Guðmundssonar úr Hafnarfirði. „Pabbi kom ungur strákur í Borg- arfjörðinn. Sex ára fór hann í sveit í Kalmanstungu og eftir það að Gils- bakka og var þar svo vinnumaður al- veg til 26 ára aldurs. Við erum þrjú systkinin. Elst er Ragnheiður Steina, svo kem ég og yngst er Elín Erna. Frá því ég man fyrst eftir mér var ég mjög áhugasamur yfir pottunum hjá mömmu. Hún er frábær í matseld- inni og starfar sem matráður í grunn- skóla og snemma var ég ákveðinn í að verða kokkur. Það má eiginlega segja að matreiðslan og sjómennskan sé mér í blóð borin, því pabbi hefur verið sjómaður meira og minna frá því ég fæddist þótt hann hafi alltaf búið í sveitinni. Föðurafi minn Guð- mundur Þórðarson var svo yfirbryti á glæsilegasta farþegaskipi þess tíma; Gullfossi,“ segir Jónas. Stjórnaði eldhúsi NLFÍ í Hveragerði Jónas Björgvin lét drauminn rætast. „Í ársbyrjun 1994 byrjaði ég á samn- ingi í matreiðslu. Fyrsta árið á Ömmu Lú og svo fór ég yfir á Hótel Borg. Ég útskrifaðist sem matreiðslumað- ur 1998 frá Hótel- og matvælaskóla Íslands. Ég hef svo unnið víða eftir það. Til dæmis á Hótel Sögu, Cafe Óperu, Á Næstu Grösum, sem var grænmetisveitingastaður, og loks var ég í sex ár yfirkokkur á Heilsustofn- un Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Það var mjög skemmti- leg áskorun að vinna á Heilsustofn- uninni. Í eldhúsinu hjá mér störfuðu um 20 manns. Þar var fiskur á boð- stólnum tvisvar í viku og hina fimm dagana var grænmetisfæði. Reynsla mín síðan á Næstu grösum nýttist vel í þessu starfi og hafði ég mjög gam- an af því að prófa þetta. Ég átti einn- ig og rak veisluþónustuna Fortuna á Akranesi ásamt Hilmari Ólafssyni í tæp tvö ár, en eftir að ég hætti þar fór ég á Heilsustofnunina.“ Ákvörðun undir áhrifum fjallaloftsins Aðspurður segist Jónas aldrei hafa verið spenntur fyrir störfum á sjó og tilviljun hafi ráðið að þangað átti leiðin eftir að liggja. „Ég hafði aldrei verið spenntur fyrir sjónum og hélt að það ætti alls ekki við mig, en ann- að kom á daginn. Það var í lok júní 2010 að ég var í veiðiferð á Arnar- vatnsheiði í góðra vina hópi. Einn félaganna var Hjörtur Ingi Eiríksson æskufélagi minn frá Reykholti. Hann var þá vélstjóri á Hrafni GK-111 frá Grindavík. Hann spurði hvort ég væri ekki til í að koma með honum á sjóinn ef kokksstaðan á Hrafni myndi losna. Ég hélt að það væri nú lítið mál enda vorum við örlítið kátir af fjallaloftinu! Tveimur vikum seinna hringdi hann svo í mig, en þá hafði kokkurinn um borð hætt skyndilega og plássið losnað.“ Fyrsti túrinn tók á Jónas kvaðst vera maður orða sinna og sótti því um starfið á Hrafni og fékk plássið. „Fyrsti túrinn var helvíti erfiður. Ég missti 10 prósent af lík- amsþyngdinni enda gat ég lítið sem ekkert borðað vegna sjóveiki. Það er ekkert mjög spennandi að vera kokk- ur á sjó og vera sjóveikur, en sem bet- ur fer þá jafnaði það sig og ég var á Hrafni í rúm tvö ár. En þá bauðst mér vinna á Baldvini Njálssyni sem mér þótti spennandi kostur og sló til.“ Baldvin Nálsson GK 400 er í eigu Nesfisks í Garðinum. „Við erum 26 í áhöfn á skipinu, en skipstjóri er Þorsteinn Eyjólfsson óðalsbóndi frá Þingnesi í Andakíl og einn af skips- félögunum er svo pabbi. Þorsteinn og pabbi hafa siglt saman síðan 1988, fyrst á Ými sem var í eigu Stálskipa í Hafnarfirði, en fóru svo á þetta skip sem hét þá Rán og var einnig í eigu Stálskipa. Síðar keypti Nesfisk- ur Rán og breytti nafni þess í Bald- vin Njálsson. Þeir kappar fylgdu með í kaupunum ásamt fleiri öðlingum úr áhöfninni og hefur það klárlega aukið verðmæti togarans. Það má til gamans geta að útgerðarstjórinn hjá Nesfiski, Ingibergur Þorgeirs- son, var í sveit sem ungur maður að Oddsstöðum og Kistufelli í Lundar- reykjadal og Haugum í Norðurárdal. Við erum því nokkrir með borgfirska tengingu hér um borð,“ segir Jónas. Langar vaktir um borð En að vinnu kokksins um borð í stóru skipi. „Minn vinnudagur um borð byrjar alltaf klukkan 7 og endar sirka klukkan 21 á kvöldin. Á þessum tíma sé ég um morgunmat, hádegismat, miðdegiskaffi og kvöldmat. Heitu máltíðirnar eru á glasi (vaktaskipt- um), þannig að þá ræsi ég þá sem eru í koju. Þeir borða, fara svo á vakt og þá koma hinir af vakt í mat. Svo þarf ég að undirbúa næturmat sem sam- anstendur af afgöngum; skyri, brauði og fleiru sem er á bostólnum yfir nóttina. Það er í nógu að snúast og stend ég einn kokkavaktina í mín- um túr, en við erum tveir kokkarn- ir á Baldvini sem skiptum með okk- ur túrum.“ Haldið í hefðirnar Jónas segir að venjulega séu túrarn- ir á Baldvini 26 dagar. Því krefst það talsverðs skipulags að kaupa inn fyr- ir heilan mánuð og fyrir þetta marga. En fyrir okkur landkrabbana er for- vitnilegt að fræðast um hvernig mat- seðillinn sé samsettur, hvort menn séu íhaldssamir og slíkt. „Við fáum greitt með okkur í matarpening 1.645 kr. fyrir hvern dag á sjó. Allt umfram það verðum við að borga sjálfir og því verð ég að passa vel að fara ekki mikið framyfir þá upphæð. Það er ýmis vara eins og mjólk sem er við- kvæm í geymslu, en hún er yfirleitt í góðu lagi þótt hún sé komin tvær vikur framyfir því kælirinn er 0-2 C°. Ávextir og grænmeti geymast einnig mjög vel við þessar aðstæður.“ Sáu í gegnum rjómablandið Jónas segir að ýmsar hefðir tíðkist á sjónum eins og annars staðar og við sumum þeirra verði seint hróflað. „Í hádeginu á laugardögum er allt- af saltfiskur og grjónagrautur en sú hefð er held ég á öllum togurum á Íslandi. Annars eru alltaf tvær heit- ar máltíðir á dag og í annað málið er alltaf fiskur. Á sunnudögum er hafð- ur fínni matur eins og t.d. lamba- læri, þá er líka hafður ís eða desert og gos, það kunna karlarnir vel að meta. Í hverjum túr er yfirleitt ein- hver sem á afmæli og þá fá menn oft að velja sér köku og mat, en sjómenn eru flestir miklir sælkerar og matar- listin er góð. Síst af öllu vil ég lenda í því að rjóminn og smjörið klárist hjá mér, en smjör og rjómi er mjög vin- sælt um borð. Einhvern tímann var ég að spara rjómann við karlana svo ég mjólkurblandaði rjómann sem fór út á grautinn og skyrið hjá þeim á morgnana. Þeir voru fljótir að fatta það og fékk ég orð í eyra sem ekki verða höfð eftir hér.“ Cherriosið út um kýraugað Kokkurinn segist reyna að hafa góð- an heimilismat, en forðast allar unn- ar kjötvörur. „Eldri kynslóðin er meira fyrir mat eins og t.d. kjötsúpu og saltkjöt meðan þeir yngri vilja fá pizzu og hamborgara. Sjómenn eru kröfuhörðustu „kúnnar“ sem hægt er að hafa ef þannig má að orði kom- ast. Það er regla um borð að menn verða að borða það sem er í matinn annars fá þeir ekki neitt. Þegar ég var á Hrafni var ég eitt sinn með slátur í matinn. Einum skipsfélaganum leist ekkert á þennan þjóðlega mat og fór að sturta Cheeriosi á diskinn sinn. Ég varð snöggur til, skipaði honum að rétta mér diskinn og lét diskinn kúfaðan af Cheeriosi vaða út um kýr- augað. Ég var líklega full fljótur upp, en menn hlógu mikið af þessu og var ég oft eftir það kallaður „Geðgóði kokkurinn úr Borgarfirðinum.“ Eftir þetta borðaði félaginn alltaf það sem var á boðstólnum.“ Hjátrúin lifir Menn eru margir hverjir hjátrúar- fullir á sjónum. Ein hjátrúin er sú að það boði brælu ef soðin eru svið. „Ég hef látið á það reyna og ég held Galdurinn að spara hvorki rjómann né smjörið í karlana Spjallað við Jónas Björgvin kokk um borð í Baldvini Njálssyni Jónas Björgvin Ólafsson og María Júlía Jónsdóttir ásamt Jónasi Darra syni þeirra, 13 mánaða. Uppi í brú á Baldvini. F.v. Ólafur Guðmundsson, faðir Jónasar, Þorsteinn Eyjólfs- son skipstjóri og Jónas Björgvin Ólafsson. Baldvin Njálsson á siglingu í haugasjó. Ljósm. Hjörtur Ingi Eiríksson. 6. júní 2015 var stór dagur í lífi fjölskyldunnar. Þá létu þau María Júlía og Jónas Björgvin pússa sig saman og skírðu Jónas Darra. Hér eru þau ásamt börnunum sínum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.