Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Page 54

Skessuhorn - 01.06.2016, Page 54
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201654 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ætli þetta séu ekki orðnar einar tuttugu og fimm vertíðir sem ég er búinn að vera á Arnarstapa. Mig hef- ur alltaf klæjað í fingurna að kom- ast þangað þegar líða fer á aprílmán- uð. Þá næ ég í hjólhýsið mitt upp í Borgarfjörð þar sem það er í vetr- argeymslu og fer með það vestur á Stapa og fer svo þangað á bátnum mínum Rún AK-125. Ég byrja svo á skakinu eftir hrygningarstoppið í lok apríl. Núna fór ég 21. apríl. Annars verður þetta líklega síðasta vertíðin mín þar, ég er svo slæmur í fótunum að þetta er ekki hægt lengur,“ segir Færeyingurinn og sjómaðurinn Jak- op Hendriksson sem búsettur hefur verið á Akranesi í áratugi. Oft verið mikið líf á Stapanum Það er margt sem togar Jakop vest- ur á Arnarstapa á vorin. Ekki síst umhverfið og síðan stemningin þar. „Annars hefur þetta breyst rosalega mikið á þessum áratugum. Áður voru tveir fiskmarkaðir og menn hittust í kaffi á morgnanna til að ræða málin og skoða útlitið. Þetta var á tímum dagakerfisins og markaðirnir aug- lýstu góða aðstöðu á Stapanum því þá vantaði báta í viðskipti. Við fór- um margir þangað og það var oft góð stemning á mörkuðunum á morgn- anna þegar menn mættu þangað í kaffi klukkan hálf sjö. Menn gleymdu sér oft í fjörinu og áttuðu sig kannski á allt í einu að klukkan var orðin hálf níu og þá ruku allir af stað og út á sjó,“ segir Jakop og hlær að minn- inunni. Hann segir þetta allt breytt núna. „Núna er bara einn markaður. Þeir byrjuðu á að loka kaffistofunni og svo lokuðu þeir klósettunum líka nema á þeim tíma sem einhver var að vinna á markaðnum. Þetta var orðið skelfilegt ástand. Þeir fengu bláfán- ann þarna einu sinni og misstu hann aftur. Ætli eftirlitsmenn hafi ekki séð kúkinn í fjörunni eftir að klósettun- um var lokað og þarna var fjöldi sjó- manna sem bjó um borð í bátun- um án nokkurrar aðstöðu. Eftir öll þessi ár er nú búið að búa til klósett og bað við hliðina á markaðnum og orðið mjög gott en við þurftum lengi að bíða eftir þessu. Það sem redd- aði okkur sem erum á hjólhýsasvæð- inu var að Geir bóndi var með sjoppu þarna og klósett þar. Geir bóndi hef- ur reddað mörgum um ýmislegt í gegnum tíðina. Ef eitthvað hefur bil- að hjá einhverjum hefur skúrinn hans alltaf verið opinn til viðgerða. Menn hafa nú oft gert grín að öllum dótinu í kringum hann en það er búið að nýtast mörgum vel.“ Kom ungur til Íslands Jakop er fæddur í Sandey í Fær- eyjum og kom fyrst til Íslands með pabba sínum árið 1963 aðeins 16 ára gamall. „Við feðgarnir kom- um til Reykjavíkur og ég réði mig á Aðalbjörgina RE-5 hjá Einari Sig- urðssyni. Sama bátinn og hefur ver- ið geymdur á Árbæjarsafninu síð- ustu árin en nú er verið að gera upp. Við vorum á netum og Einar fiskaði mikið á þessum árum.“ Jakop seg- ir pabba sinn hafa haft mikil tengsl við Íslands. „Amma hans, langamma mín, flutti til Norðfjarðar eftir að hafa misst tvo eiginmenn sína í Fær- eyjum í sjóslysum. Hún giftist Norð- firðingi og ég á marga frændur þar. Ég var einmitt að hlusta á einn þeirra Halldór Þorsteinsson, Dóra rauða, í viðtali í útvarpinu um daginn. Pabbi hafði oft komið hingað til lands að vinna og verið hjá henni. Á þessum árum voru ekki miklar tekjur í Fær- eyjum og löng útivist á kútterunum. Menn fóru til Íslands í þrjá til fjóra mánuði og höfðu sömu tekjur þann tíma og allt árið í Færeyjum.“ Jakop segist snemma hafa byrjað á sjó. „Ég var svo virkur að það var ekki hægt að hafa mig heima. Ég fór þrettán ára á reknet og foreldrum mínum þótti betra að vita af mér úti á sjó, ég var svo rosalega virkur. Síðan hef ég að- allega verið á sjó utan þess að vera á vöktum í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í einn áratug en ég hefði ekki getað þraukað þar nema vegna þess að ég átti trillu og fékk fimm daga frí milli vaktatarna og stundaði þá sjóinn. Ég hef aldrei get- að verið annars staðar en á sjónum.“ Nærri búnir að kveikja í dallinum Sumarið 1965 fóru þeir Jakob, pabbi hans og Siggi bróðir hans, sem kom- inn var til Íslands líka, til Seyðisfjarð- ar að vinna á síldarplaninu Sunnu- veri. „Ísbjörnin átti þetta síldarplan en pabbi var að vinna hjá Ísbirninum í Reykjavík. Við vorum þarna fram á haustið en fórum svo heim til Fær- eyja í október. Þá fór ég á útilegubát í Færeyjum. Svo komum við bræður ásamt pabba á netabátinn Skógarfoss frá Reykjavík. Ég held að það hafi verið í eina skiptið sem ég hef kom- ist nálægt dauðanum um borð í báti. Þetta var þannig að ég bjó um borð í bátnum og svo einu sinni á laugar- dagsnóttu kemur kokkurinn blind- fullur um borð og ég var sofnaður í lúkarnum. Hann vekur mig og spyr hvort við eigum ekki að laga kaffi og ég játaði því en sofnaði svo aft- ur. Á olíueldavélinni þarna um borð var krani sem hægt var að stjórna rennslinu með og kokkurinn skrúf- aði bara frá, kveikti upp og sofn- aði svo. Síðan veit ég ekkert af mér fyrr en uppi á dekki allur rauður og sviðinn. Eldavélinn hafði blússhitnað en svo vildi til að þeir á Aðalbjörg- inni voru að fara á sjó aðeins á und- an okkur og báturinn lá utan á okk- ar. Þegar þeir komu sáu þeir að reyk- háfurinn var glóandi og eldrauður af hita, ruku þeir niður lúkar og drusl- uðu okkur upp. Þarna var þá allt orð- ið svo heitt að ekki var hægt að snerta nokkurn hlut. Það var algjör heppni að ekki skyldi fara að loga í lúkarn- um og maður slapp með skrekkinn. Við fórum samt út á sjó um morg- uninn. Það var leiðindaveður og við urðum allir að vera berhöfðaðir á dekkinu því sjóhattarnir höfðu all- ir hangið til þerris ofan við eldavél- ina og bráðnuðu þarna um nóttina. Það voru engar hettur á sjóstökkun- um þannig að við tróðum alls konar tuskum í hálsmálið á þeim svo sjór- inn læki ekki inn á okkur í ágjöfinni. Við fiskuðum alveg óhemju vel þessa vertíð, náðum 400 tonnum á einum mánuði. Það var Guðmundur bróðir Einars á Aðalbjörginni sem var skip- stjóri og hann fór ekki langt. Meðan hinir voru að skælast úti í Kolluál eða eitthvað vorum við bara inn á Kolla- firði og með Kjalarnesinu í boltafiski. Hann var mikill fiskimaður karlinn.“ Fékk pláss á Ráninni hjá Helga Ibsen Eftir þetta var svo Jakop á nokkr- um flækingi, fór á Súgandafjörð um borð í Sif ÍS með Gesti Kristins- syni skipstjóra og síðan með öðrum Færeyingi til Hornafjarðar og var þar veturinn 1969 á sjó. „Mér líkaði ekki þessi erfiða innsigling á Horna- firði og hringdi því í Sigga bróður en hann var þá fluttur hingað á Akranes. Ég spurði hann hvort ég gæti ekki fengið vinnu á Akranesi og hann tal- aði við Helga Ibsen skipstjóra og út- gerðarmann á Rán AK. Helgi sagð- ist skyldi gefa svar daginn eftir. Ég frétti svo síðar að Helgi hefði hringt í Gest fyrrum sveitunga sinn á Súg- andafirði til að spyrjast fyrir um mig og fengið meðmæli hans. Helgi réði mig svo á Ránina og þar um borð var ég lengi og það var æðislega gott að vera með Helga Ibsen. Hann var gull af manni. Þarna var ég ein fjög- ur eða fimm ár. Við gerðum rosalega góða vertíð á handfærum á Ráninni, bæði á ufsa við Eldey og eins í þorsk- inum á Breiðafirðinum. Eftir að hafa verið á Ráninni fór ég eina vertíð á Sigurvonina með Dóra á Hólavöll- um og svo lá leiðin á Harald AK-10 og þar um borð var ég með Kristófer Bjarnasyni skipstjóra í fjölmörg ár. Þar var gott að vera og Kristófer var bara búinn að vera eitt ár með Har- ald þegar ég byrjaði þar. Þegar hann fór yfir á nótaskipin Skírni og síðar Rauðsey fór ég hins vegar á Sigur- borgina með Sæmundi Halldórssyni en hann hafði verið stýrimaður hjá Kristófer á Haraldi.“ Jakob segir einu kynni sín af loðnu- veiðum hafa verið í smá tíma á Har- aldi, sem var 200 tonna bátur. „Hann þætti ekki stór á loðnu í dag og við áttum að veiða í frystingu en svo náðist ekki samkomulag um vinnu- tímann í landi milli verkalýðsfélags- ins og HB&Co þannig að þetta end- aði mest allt í bræðslu sem við veidd- um. Ég var aðeins meira á síldveið- um, fyrst á Hafþóri RE árið 1965 og svo á Ásbirni RE sumarið 1966 en svo líka á Haraldi og Sigurborginni. Annars hef ég ekki haft mikil afskipti af nótaveiðum. Netin, lína og færin hafa verið minn veiðiskapur,“ segir Jakop og segist alltaf hafa verið mjög heppinn með skipstjóra á sínum sjó- mannsferli. Þetta hafa allt verið öðl- ingsmenn. Fór að róa í vaktafríum Smábátaferillinn hjá Jakopi hófst um 1975 þegar hann keypti bát með Gunnari Lárussyni. „Þetta var fínn bátur sem við keyptum í Keflavík og við rerum á þarna um sumarið. Við fiskuðum sæmilega en annars var lít- ið fiskirí hjá smábátum hérna þá. Svo seldum við þennan bát um haustið en það var svo 1984 um leið og ég fór að vinna á vöktum á Grundar- tanga að ég keypti mér bát til að róa á í vaktafríunum. Ég keypti Færeying eins og þeir eru kallaðir þessi plast- bátar með færeyska laginu og fór á honum á skak og grásleppu en svo stækkaði ég við mig og keypti bát frá Akureyri. Ég bæði lengdi hann og breikkaði og fór þá að róa á línu. Það Jakop Hendriksson byrjaði á sjónum 13 ára „Hef alltaf verið heppinn með skipstjórana mína“ Jakop Hendriksson í sólstofunni heima hjá sér í Jörundarholtinu. Ljósm. hb. Rún AK-125 kemur að bryggju á Arnarstapa. Ljósm. af. Jakop á bryggjunni á Arnarstapa. Ljósm. af. Jakop að landa afla úr Rún á Arnarstapa fyrir stuttu. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.