Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 55

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 55
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 55 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn var fínt og það voru fleiri sem voru á Tanganum að byrja á trillum þá eins og Fíi í Belgsholti og Simmi á Steins- stöðum ásamt einhverjum fleirum.“ Árið 1996 hætti Jakop að vinna á Grundartanga og fór alfarið í smá- bátaútgerðina. Svo skertu þeir ýsu- kvótann svo mikið að það var ekki hægt að gera út á línu eftir það og leigan á ýsukvótanum fór upp úr öllu valdi. Þegar kvótakerfið kom á smá- bátana þá hafði ég verið á netum og fiskað vel. Ég fékk því svolítið góða viðmiðun og 12-14 tonna kvóta. Svo var þessu breytt í aflamark og þá fékk ég duglegan strák á móti mér á bát- inn. Hann reri þegar ég var að vinna á Tanganum. Þannig fékkst góð við- miðun og ég var með um 60 tonna þorskígildiskvóta þegar kvóti kom á smábáta aftur. Svo var þetta skert og var komið niður úr öllu en ég er bú- inn að kaupa kvóta síðan og er núna með um 50 þorskígildistonn.“ Erfitt að stunda sjó í öllum þessum kerfum Jakop segist alltaf hafa haft gam- an af sjómennskunni, sérstaklega á smábátunum. Síðustu tvö árin hafi veiðin dottið niður við Arnarstapa upp úr miðjum maí og hann hafi farið vestur á Patreksfjörð að róa síðustu vor eftir veruna á Stapa. „Það var gott fiskirí en langt að róa, þrjátíu, fjörutíu mílur út. Svolítið erfitt en var allt í lagi þegar maður gat tekið sólarhring í róðurinn og lagt sig um borð út á miðunum en nú skilst mér að maður megi ekki vera úti nema í 14 tíma samfellt þannig að þá er þetta orðið of erfitt og menn óhvíldir í þessu, öfugt við það sem ætlunin er. Þetta er stund- um svona öfugsnúið í kerfunum. Það var einn tekinn þarna í fyrra fyrir að vera lengur en 14 tíma úti í einu og löggan beið hans á bryggj- unni. Þegar dagakerfið var mátti vera úti allan sólarhringinn. Það er erfitt að stunda sjó í dag með öll- um þessum kerfum.“ Jakop rifjar upp þá daga sem hann kom fyrst á Skagann. „Þetta voru rosalega góð- ir karlar hérna þá og maður komst í góð kynni við alla. Þá gáfu menn sér líka tíma til að spjalla sam- an í rólegheitum en þetta er mik- ið breytt.“ Hættir þótt hugurinn sé við sjóinn Fljótlega eftir að Jakop kom til Ís- lands kynntist hann konu sinni Hólmfríði Sigurðardóttur frá Skógarhlíð í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. „Ætli við höfum ekki hist fyrst 1967. Þetta var bara svona ekta íslenskt. Ég fór á ball í Alþýðukjallaranum í Reykjavík og hitti þessa saklausu sveitastelpu. Við höfum verið saman síðan en fórum ekki að búa fyrr en 1969. Fyrst var hún að vinna í Reykja- vík og svo tókum við Litla-Lund við Suðurgötuna á Akranesi á leigu og fluttum þangað. Eftir hálft ár keyptum við húsið af Möggu í mjólkurbúðinni á Vesturgötunni. Þar vorum við alveg til 1980 að við keyptum íbúð í blokk á Vall- arbrautinni, síðan fluttum við aft- ur niður á Vesturgötu og svo 1996 hingað í Jörundarholtið. Þau Hólmfríður eiga tvö upp- komin börn; strák og stelpu. Hún er hjúkrunarfræðingur á Dalvík og á fjórar dætur en hann er kenn- ari við Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og á þrjú börn. Jakop seg- ir Helga son sinn lítið hafa verið á sjó en þó komið aðeins með sér og sé nú búinn að taka pungaprófið. „Ætli hann taki ekki bara bátinn. Ég verð að hætta þessu þótt hug- urinn sé allur við sjóinn. Við eig- um sumarbústað uppi í Svínadal og verðum bara meira þar, svo fer ég að dunda mér við lax- og silungs- veiði. Maður hefur ábyggilega nóg að gera í ellinni. Ég reyni að halda bátnum sem ég er búinn að eiga í 16 ár og vona að við Helgi getum dundað okkur eitthvað á honum,“ segir Jakop Hendriksson sjómaður að endingu. hb Gleðilegan sjómannadag Framlag sjómanna og íslenskur sjávar- útvegur skiptir okkur miklu máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Haraldur AK-10 að koma inn með loðnu árið 1972. Jakop var lengi skipverji á þessum 200 tonna báti og þar voru hans einu kynni af loðnuveiðum. Ljósm. hb.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.