Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 55 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn var fínt og það voru fleiri sem voru á Tanganum að byrja á trillum þá eins og Fíi í Belgsholti og Simmi á Steins- stöðum ásamt einhverjum fleirum.“ Árið 1996 hætti Jakop að vinna á Grundartanga og fór alfarið í smá- bátaútgerðina. Svo skertu þeir ýsu- kvótann svo mikið að það var ekki hægt að gera út á línu eftir það og leigan á ýsukvótanum fór upp úr öllu valdi. Þegar kvótakerfið kom á smá- bátana þá hafði ég verið á netum og fiskað vel. Ég fékk því svolítið góða viðmiðun og 12-14 tonna kvóta. Svo var þessu breytt í aflamark og þá fékk ég duglegan strák á móti mér á bát- inn. Hann reri þegar ég var að vinna á Tanganum. Þannig fékkst góð við- miðun og ég var með um 60 tonna þorskígildiskvóta þegar kvóti kom á smábáta aftur. Svo var þetta skert og var komið niður úr öllu en ég er bú- inn að kaupa kvóta síðan og er núna með um 50 þorskígildistonn.“ Erfitt að stunda sjó í öllum þessum kerfum Jakop segist alltaf hafa haft gam- an af sjómennskunni, sérstaklega á smábátunum. Síðustu tvö árin hafi veiðin dottið niður við Arnarstapa upp úr miðjum maí og hann hafi farið vestur á Patreksfjörð að róa síðustu vor eftir veruna á Stapa. „Það var gott fiskirí en langt að róa, þrjátíu, fjörutíu mílur út. Svolítið erfitt en var allt í lagi þegar maður gat tekið sólarhring í róðurinn og lagt sig um borð út á miðunum en nú skilst mér að maður megi ekki vera úti nema í 14 tíma samfellt þannig að þá er þetta orðið of erfitt og menn óhvíldir í þessu, öfugt við það sem ætlunin er. Þetta er stund- um svona öfugsnúið í kerfunum. Það var einn tekinn þarna í fyrra fyrir að vera lengur en 14 tíma úti í einu og löggan beið hans á bryggj- unni. Þegar dagakerfið var mátti vera úti allan sólarhringinn. Það er erfitt að stunda sjó í dag með öll- um þessum kerfum.“ Jakop rifjar upp þá daga sem hann kom fyrst á Skagann. „Þetta voru rosalega góð- ir karlar hérna þá og maður komst í góð kynni við alla. Þá gáfu menn sér líka tíma til að spjalla sam- an í rólegheitum en þetta er mik- ið breytt.“ Hættir þótt hugurinn sé við sjóinn Fljótlega eftir að Jakop kom til Ís- lands kynntist hann konu sinni Hólmfríði Sigurðardóttur frá Skógarhlíð í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. „Ætli við höfum ekki hist fyrst 1967. Þetta var bara svona ekta íslenskt. Ég fór á ball í Alþýðukjallaranum í Reykjavík og hitti þessa saklausu sveitastelpu. Við höfum verið saman síðan en fórum ekki að búa fyrr en 1969. Fyrst var hún að vinna í Reykja- vík og svo tókum við Litla-Lund við Suðurgötuna á Akranesi á leigu og fluttum þangað. Eftir hálft ár keyptum við húsið af Möggu í mjólkurbúðinni á Vesturgötunni. Þar vorum við alveg til 1980 að við keyptum íbúð í blokk á Vall- arbrautinni, síðan fluttum við aft- ur niður á Vesturgötu og svo 1996 hingað í Jörundarholtið. Þau Hólmfríður eiga tvö upp- komin börn; strák og stelpu. Hún er hjúkrunarfræðingur á Dalvík og á fjórar dætur en hann er kenn- ari við Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og á þrjú börn. Jakop seg- ir Helga son sinn lítið hafa verið á sjó en þó komið aðeins með sér og sé nú búinn að taka pungaprófið. „Ætli hann taki ekki bara bátinn. Ég verð að hætta þessu þótt hug- urinn sé allur við sjóinn. Við eig- um sumarbústað uppi í Svínadal og verðum bara meira þar, svo fer ég að dunda mér við lax- og silungs- veiði. Maður hefur ábyggilega nóg að gera í ellinni. Ég reyni að halda bátnum sem ég er búinn að eiga í 16 ár og vona að við Helgi getum dundað okkur eitthvað á honum,“ segir Jakop Hendriksson sjómaður að endingu. hb Gleðilegan sjómannadag Framlag sjómanna og íslenskur sjávar- útvegur skiptir okkur miklu máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Haraldur AK-10 að koma inn með loðnu árið 1972. Jakop var lengi skipverji á þessum 200 tonna báti og þar voru hans einu kynni af loðnuveiðum. Ljósm. hb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.