Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Page 79

Skessuhorn - 01.06.2016, Page 79
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 79 Skagamenn og Víkingur Ólafsvík spiluðu í 32ja liða úrslitum Borgun- arbikarsins í lok síðustu viku. Skaga- menn tryggðu sér farseðil í 16-liða úrslit með 1-0 sigri á Knattspyrnu- félagi Vesturbæjar á heimavelli. Vík- ingur þurfti hins vegar að sætta sig við ósigur gegn sterku liði Stjörn- unnar á útivelli eftir að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Á Akranesi var það Þórður Þor- steinn Þórðarson sem kom Skaga- mönnum yfir á fimmtu mínútu leiksins eftir undirbúning Mart- ins Hummervoll. Skagamenn voru töluvert sterkari allan leikinn og áttu fjölmörg dauðafæri í fyrri hálfleik en markvörður KV, Hugi Jóhannes- son, stóð sig vel í markinu og hélt KV inni í leiknum. Lokamínútur leiksins voru spennuþrungnar. Á 80. mínútu braut Hugi í markinu á Al- bert og vítaspyrna var dæmd. Albert Hafsteinssyni fór sjálfur á punkt- inn en Hugi bætti upp fyrir mistök- in og varði vítaspyrnuna. KV virtust hressast við þetta og skiptust liðin á færum þar til flautað var til leiks- loka. Vítaspyrnukeppni í Garðabæ Í Garðabæ voru það Stjörnumenn sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik sem þó var ekki tíðindamik- ill. Tvisvar sinnum var þó bjargað á marklínu. Fyrst voru það Víkingar sem björguðu á línu á fjórðu mínútu eftir hornspyrnu en í síðara skiptið voru það Stjörnumenn sem þurftu að bjarga á marklínu á 29. mínútu þeg- ar Alfreð Már reyndi að koma bolt- anum í netið. Það voru Víkingar sem brutu ísinn í síðari hálfleik þegar William Dom- inguez da Silva skoraði fallegt mark á 50. mínútu. Tíu mínútum síðar skor- aði Jeppe Hansen fyrir Stjörnumenn og staðan því orðin jöfn aftur. Víking- ar svöruðu því marki strax því mínútu síðar kom Pape Mamadou Faye Vík- ingum aftur yfir. Stjörnumenn skor- uðu mark á 89. mínútu þegar Guðjón Baldvinsson skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. Jafnt var í lok venjulegs leiktíma og því farið í framlengingu. Í henni var ekkert mark skorað og því farið í vítaspyrnukeppni. Guðjón Baldvins- son klikkaði á fyrsta víti Stjörnunnar og Pape á fjórða víti Víkings; úrslitin réðust því í bráðabana. Það fór svo að Hörður Fannar, markmaður Stjörn- unnar, varði víti Alfreðs Más og því komust Stjörnumenn áfram. Á föstudag var dregið í 16-liða úr- slit og drógust Skagamenn gegn liði Breiðabliks. Sá leikur fer fram á Akra- nesvelli 9. júní næstkomandi. bþb Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Krossgáta Skessuhorns Rigsa Bóma Renna Loka Vein Erta Hól Dunda Tær Hneigja Ókyrrð Tengi- vagn Labb Agaður Fjöldi Kjaftur Stafur Sk.st. Öku- maður Skógar- dýr Klampa Skass Fiskur Lota Glópa- lán Athygli 3 19 Glöð Fé Bura 16 Sérhlj. Samhlj. Spil Sósa Tölur Gufa Virða 10 Fugl Ílát Getur 1 5 Tala Rödd Ærsl Til Kvísl Mjúk Líka Þegar Gríla Til sölu Druslur Röstin 12 Rúlla Orð- rómur 9 Grjót Grugg Sam- hljóðar Tignari Hjól Átt Hljómar Fljóta Óhóf Hús- freyja Fædii Brauð Hindra Op Sunna Ósvikið 14 Þegar Óletin Ber 18 Angan Sk.st. Reykur Þófinn 6 Skinn Uggar Sónn Ekrur Spurn Haka Býli 7 Áflog Kaðlar Fiskur 2 Sjá Sáðlönd Ófús 4 Reim Tvíhlj. Mjög 17 Sverta Ikt Sonur Risa Öldruð Grip Ögn Bið Ókunn 11 Frá 2000 Fersk Nettur Klink Laun 8 20 Fis Kámar Snót 15 13 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 52 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Búpeningur.“ Vinnings- hafi er: Jón Hjartarson, Kirkjubraut 30, 300 Akra- nesi. Skagamenn komust áfram í bikarnum Þórður Þorsteinn fagnar markinu fyrir Skagamenn. Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hjá Víkingi Ó tóku á móti Hvíta Riddar- anum síðasta mánudagskvöld. Fresta þurfti leiknum vegna veðurs þegar hann átti að fara fram föstudeginum á undan. Heldur fátt var á vellinum en þeir sem mættir voru létu vel í sér heyra. Var þetta loka leikurinn í ann- arri umferð í 1. deild kvenna A-riðli. Víkingsstelpurnar mættu ákveðn- ar til leiks og áttu mjög góðan leik. Voru þær miklu betra liðið á vellin- um og óðu í færum á meðan Hvíti Riddarinn átti erfitt uppdráttar. Var staðan mjög góð 5 - 0 fyrir Víkings- stúlkur þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik héldu Víkingsstúlk- ur uppteknum hætti og tóku öll þrjú stigin í leiknum sem endaði 7 - 0. Víkinsstúlkur eru í toppsæti riðils- ins með sex stig eftir fyrstu tvær um- ferðir sumarsins. Næsti leikur verður fimmtudaginn 2. júní á mótti Þrótti Reykjavík á Þróttaravellinum. þa Víkingsstúlkur burstuðu Hvíta riddarann Á sunnudag fór fram leikur ÍA og Víkings Reykjavíkur í sjöttu um- ferð Pepsi deildar karla. Leikur- inn var mikilvægur fyrir bæði lið til að spyrna sér frá botni deildarinn- ar. Gunnlaugur Jónsson breytti leik- kerfi Skagamanna frá síðasta deildar- leik úr 4-4-2 í 3-5-2. Leikurinn fór býsna fjörlega af stað og voru það Skagamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á annarri mínútu þeg- ar Jón Vilhelm Ákason skoraði með viðstöðulausu skoti utan teigs; eitt af mörkum tímabilsins. Skagamenn voru þó ekki lengi með forystu því tveimur mínútum síðar jafnaði Vla- dimir Tufegdzic metin fyrir Víkinga. Fjörið var ekki búið því áhorfend- ur þurftu aðeins að bíða í mínútu til viðbótar til þess að sjá Garðar Berg- mann Gunnlaugsson setja boltann í markið af stuttu færi eftir sendingu Ásgeirs Marteinssonar. Við það mark róaðist leikurinn. Víkingar reyndu að gera atlögu að marki Skaga- manna en þeir gulklæddu voru þétt- ir til baka. Tíu mínútum fyrir leikhlé vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar Albert Hafsteinsson féll niður inn í teig Víkings. Í síðari hálfleik voru Víking- ar sterkari aðilinn. Þeir náðu að jafna með marki hins efnilega Ótt- ars Magnúsar Karlssonar á 55. mín- útu. Það var svo á lokamínútu leiks- ins sem boltinn barst á Ívar Örn Jónsson sem setti boltann snyrtilega í mark Skagamanna. Lokatölur 3-2 fyrir Víking Reykjavík. Skagamenn sitja enn í tíunda sæti með fjögur stig eftir leikinn. Næsti leikur þeirra er gegn Þrótti á heimavelli á Skaganum sunnudaginn 5. júní. bþb/ Ljósm. Guðmundur Bjarki. Dramatík í lok leiks ÍA og Víkings Jón Vilhelm skoraði glæsilegt mark í leiknum gegn Víkingi Reykjavík. Tveir leikmenn hafa samið við körfuknattleiksdeild Snæfells og munu leika með karlaliði félags- ins í Domino‘s deild karla á kom- andi vetri. Leikmennirnir eru ann- ars vegar Rúnar Þór Ragnarsson frá Kverná. Hann er fæddur árið 1993 og leikur stöðu miðherja. Rúnar lék á síðasta vetri með liði Grundfirð- inga í 3. deildinni. Hins vegar hefur verið endur- nýjaður samningur við Hólmarann Jón Pál Gunnarsson. Hann er ung- ur bakvörður, fæddur árið 1998. Jón Páll hefur leikið með yngri flokkum Snæfells undanfarin ár en lék sínar fyrstu mínútur með meistaraflokks- liði á síðasta keppnistímabili. Jón Páll skrifaði undir eins árs samning. kgk/ Ljósm. Snæfell. Snæfell semur við tvo leikmenn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.