Skessuhorn - 23.11.2016, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201612
Mikið tjón varð í bruna í fisk-
þurrkuninni á Miðhrauni í Eyja-
og Miklaholtshreppi síðastliðinn
mánudagsmorgun. Það var öku-
maður flutningabíls um Snæfells-
nesveg sem fyrstur varð eldsins var
og hringdi í Neyðarlínuna. Allt til-
tækt slökkvilið frá sveitarfélögun-
um á Snæfellsnesi, Borgarbyggð
og Akranesi var kallað út klukk-
an 4:50 um morguninn. Auk þess
var sendur búnaður frá Brunavörn-
um Suðurnesja. Viðbúnaður var
mikill enda strax ljóst að um stór-
bruna væri að ræða. Tvö stór verk-
smiðjuhús brunnu en eldvarnar-
veggur, gott veður og snör handtök
slökkviliðsmanna kom í veg fyrir
að eldur næði að læsa sig í stærsta
húsið í þyrpingunni og það nýjasta.
Lögð var áhersla á að verja það en
eldri húsum var ekki bjargað enda
alelda þegar slökkviliðsmenn komu
á staðinn. Það tók slökkvilið milli
þrjá og fjóra tíma að ráða niður-
lögum eldsins og tryggja svæðið.
Fljótlega var byrjað að rífa ónýtar
byggingar til að verja þær sem eftir
stóðu. Byggingar voru bæði marg-
ar og flóknar, eins og sést á með-
fylgjandi mynd, og því var um erfitt
slökkvistarf að ræða.
Slökkvistarf gekk engu að síð-
ur vel miðað við aðstæður, að sögn
Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkvi-
liðsstjóra í Borgarbyggð, sem stýrði
aðgerðum. Hann segir tjónið gríð-
arlegt á mannvirkjum. Eldsupptök
eru ókunn en lögregla hóf strax á
mánudaginn rannsókn á upptökum
eldsins.
Tjónið metið
Ljóst er að bruninn á Miðhrauni
er stærsti eldsvoði á Vesturlandi í
seinni tíð. Á Miðhrauni hefur ver-
ið starfrækt fiskþurrkun, aðallega
hausaþurrkun, í tæpa tvo áratugi og
hefur fyrirtækið verið langstærsti
vinnuveitandinn í Eyja- og Mikla-
holtshreppi um árabil. Tjónið fyrir
fyrirtækið er mikið og ákveðið áfall
sem samfélagið verður fyrir við
slíkan atburð. Þrátt fyrir áfallið var
hugur í Sigurði Hreinssyni á Mið-
hrauni þegar blaðamaður Skessu-
horns ræddi við hann í gærmorg-
un. Sigurður hefur ásamt Bryndísi
Guðmundsdóttur eiginkonu sinni
byggt upp stórfyrirtæki í sveitinni
og veitir það stórum hluta íbúa at-
vinnu og er m.a. grunnstoð undir
rekstur skóla í sveitarfélaginu. Sig-
urður og Bryndís voru í gær að taka
á móti fulltrúum tryggingafélagsins
til að fara yfir tryggingamálin og
meta stöðuna. Hann segir þau hjón
ákveðin í að byggja upp að nýju.
„Samfélagsleg ábyrgð
okkar er mikil“
Sigurður á Miðhrauni er afar þakk-
látur slökkviliðsmönnum fyrir vask-
lega framgöngu á vettvangi brunans.
„Þeir stóðu sig eins og hetjur og vil
ég koma á framfæri kæru þakklæti
til allra slökkviliðsmanna og ann-
arra sem komu að aðstoð við okk-
ur. Þrátt fyrir að mikið hafi brunnið
af mannvirkjum voru engu að síður
lukkudísir með í för. Til dæmis var
veður með besta móti, logn mestan
þann tíma sem eldurinn logaði. Þá
hjálpaði mikið að bæði rafmagns-
inntakið og vatnsinntaksmannvirki
sluppu, nánast á einhvern óútskýr-
anlegan hátt. Ef rafmagnsinntak
hefði brunnið væri allt enn erfiðara
en raun ber vitni og við án rafmagns
í marga daga. Einnig var ammoní-
akið í þeim hluta bygginganna sem
sluppu. Þá er mikið lán að nýjasta
verksmiðjuhúsið slapp og eldvegg-
ur milli bygginga hélt. Ef nýja hús-
ið hefði brunnið líka, hefði orð-
ið um altjón að ræða bæði á bygg-
ingum og tækjum. Loks var einnig
mikið lán hversu mikið vatn kemur
hér undan hrauninu. Það hjálpaði
verulega að slökkviliðsmenn höfðu
nóg af því,“ segir Sigurður.
Hann viðurkennir að
auðvitað séu þau hjón og aðrir
starfsmenn í ákveðnu sjokki og voru
þau enn að melta það sem gerst
hafði þegar blaðamaður ræddi við
Sigurð í gærmorgun. Engu að síð-
ur var ekki annað að heyra á honum
en uppbygging færi á fullt, þegar
búið verður að meta tjónið og átta
sig betur á aðstæðum. „Það er ekki
einvörðungu nauðsynlegt að hugsa
þetta út frá búinu og fyrirtækinu
okkar, heldur finnum við vel fyr-
ir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem
við gegnum hér í hreppnum. Það
er mikið undir að við höldum starfi
okkar áfram. Hjá okkur er fólk sem
búið er að starfa hjá okkur í tíu,
fimmtán ár, og framtíð skólans og
viðgangur samfélagsins byggist á
því að við leggjum ekki árar í bát,
þrátt fyrir þetta áfall,“ sagði Sig-
urður Hreinsson að endingu.
mm/ Ljósm. Tómas Freyr Krist-
jánsson og Alfons Finnsson.
Gríðarlegt tjón þegar fiskþurrkunin á Miðhrauni brann
Byggingarnar kældar. Skömmu síðar var byrjað að rífa húsin til að
verja mannvirkin sem eftir stóðu. Ljósm. tfk.
Veggir kældir, en húsið nánast hrunið. Ljósm. af. Þannig var aðkoman þegar slökkviliðsmenn mættu. Hluti húsanna
alelda. Ljósm. tfk.
Miðað við aðstæður gekk slökkvistarf vel. Ljósm. tfk. Skömmu eftir féll stafn þessa húss. Ljósm. af. Svona var umhorfs á svæðinu í sama mund og fyrstu geislar sólar
sáust. Ljósm. tfk.
Hreinsun í rústunum skömmu eftir að slökkt var í síðustu glæð-
unum. Ljósm. tfk.
Svanur Tómason slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ í „aktion“. Ljósm. tfk. Eftir að slökkvistarfi lauk á mánudaginn blasti mikil eyðilegging
við. Ljósm. tfk.
Ljósmynd af húsakosti á Miðhrauni fyrir brunann. Til vinstri eru byggingarnar sem
brunnu, en nýja húsið til hægri slapp. Ljósm. fengin af vef Félagsbúsins á Miðhrauni.
Loftmynd tekin í gær sem sýnir vel brunarústir tveggja húsa en neðst er húsið sem slapp. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.