Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 16

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201616 Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakross- um í kirkjugarðinum nú í byrjun að- ventunnar. Afgreiðslutímar að þessu sinni verða laugardaginn 26. nóvem- ber frá kl. 11.00. – 16.00, sunnudag- inn 27. nóvember frá kl. 11.00. – 16.00. og laugardaginn 3. desember frá kl. 13.00. – 16.00. Lionsklúbbur Akraness hefur frá árinu 1958 styrkt Sjúkrahúsið á Akranesi, nú Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, með tækja- gjöfum. Lionsklúbburinn mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til stuðnings Heilbrigðisstofnun Vest- urlands. Meðal annars hefur klúbb- urinn gefið rausnarlega til söfnunar Hollvinasamtakanna á nýju sneið- myndatæki og gjörgæslutæki að andvirði tvær milljónir. Upplýsing- ar um útleigu krossanna gefa Valdi- mar Þorvaldsson í síma 897-9755 og Ólafur G. Ólafsson í síma 844-2362. Gjaldið að þessu sinni er óbreytt frá fyrra ári, eða 6.500 krónur fyrir krossinn. Þá má panta krossa á net- fangið olafurg@sjova.is og valdith@ aknet.is Um leið og við Lionsmenn þökkum kærlega fyrir frábæran stuðning undanfarin ár vonumst við til þess að sá stuðningur haldi áfram. Fréttatilkynning frá Lionsklúbbi Akraness Lions með ljósakrossa líkt og síðari ár Friðrik Vignir Stefánsson, sem þjónaði sem organisti í Grundar- fjarðarkirkju um langt tímabil, hélt nýverið kynningu fyrir nemend- ur grunnskóla Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar í Grundarfjarðar- kirkju. Kynningin bar yfirskriftina „Bach fyrir börnin“ en þar kynnti Friðrik orgelið og raddir þess fyr- ir nemendum skólanna ásamt því að kynna verk tónskáldsins Johann Sebastian Bach. Það var margt for- vitnilegt að sjá fyrir áhugasama og gaman að skyggnast inn í heim organista. Það var Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju sem stóð fyr- ir þessum viðburði. tfk Bach fyrir börnin í Grundarfirði Friðrik Vignir þenur orgelið af mikilli snilld. Stjórn Lands- sambands fisk- eldisstöðva sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í liðinni viku að leggja til við aukaaðalfund LF að Einar Krist- inn Guðfinnsson verði kjörinn í stjórn sambands- ins og taki þar við formennsku í stjórn þess. Aukaaðalfundur- inn verður hald- inn á morgun, 24. nóvember. Einar Kristinn hef- ur lengi bundið vonir við að fisk- eldi geti svarað ákalli byggðarlaga sem hafa átt undir högg að sækja í atvinnumálum og hefur í málflutn- ingi sínum sem þingmaður sýnt fiskeldi áhuga og skilning og stutt dyggilega við uppbyggingu þess. „Stjórn Landssambands fiskeldis- stöðva mat það svo að fengur yrði af því fyrir atvinnugreinina féllist Einar á að ganga til liðs við lands- sambandið, nú að lokinni þing- mennsku. Ákvað stjórn LF því að leita til hans um þátttöku í stjórn sambandsins sem stjórnarformað- ur. Á það hefur Einar fallist,“ segir í tilkynningu frá LF. Í máli Einars Kristins á stjórn- arfundi LF, sem haldinn var í síð- ustu viku, kom fram að honum þætti spennandi að fá tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þessar- ar mikilvægu atvinnugreinar, sem þegar hefur valdið straumhvörfum á einstökum landssvæðum, eins og kunnugt er og getur orðið burð- arás í atvinnulífi fleiri byggðarlaga sem staðið hafa höllum fæti. „Ég hef ávallt litið á mig sem erindreka fjölþættra atvinnutækifæra í lands- byggðunum og sem stjórnarfor- maður LF fæ ég kærkomið tæki- færi til þess að halda þeirri veg- ferð áfram. Ég er sannfærður um að hægt sé að vinna að uppbygg- ingu fiskeldis í sátt við umhverfi og lífríki náttúrunnar og hef skynj- að mikinn metnað hjá fiskeldisfólki á því sviði. Fiskeldi á Íslandi er á ákveðnum tímamótum. Þegar hafa verið lagðir miklir fjármunir í upp- byggingu þess með góðum árangri. Framundan er frekari uppbygging til hagsbóta fyrir þjóðarbúið allt. Það er áhugavert að þessi uppbygg- ing fer að lang mestu leyti fram á landsbyggðinni og þá ekki hvað síst í byggðarlögum sem hafa háð erf- iða varnarbaráttu undanfarin ár,“ sagði Einar. mm Einar Kristinn tekur við formennsku í LF Ný sending af JBS herra náttbxum og dömu náttfötum og kjólum Ilmandi gjafapakkningar Maskaraöskjur með kaupaukum. Mörg girnileg jólatilboð þar sem þú borgar fyrir ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð flotta kaupauka með. SK ES SU H O R N 2 01 6 ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK Minnum á flottu gjafabréfin JÓLAFÖTIN OG ALLT Í JÓLAPAKKANN HJÁ OKKUR Í BJARGI Vandaðar íslenskar vörur Unnar úr ekta refa-, úlfa-, lamba- og kanínuskinnum. Kragar – treflar – leður og mokka hanskar, lúffur og margt fleira. Frábærar regnkápur verð kr. 11.990,- Til í gulu, bláu, svörtu, grænu og vínrauðu. Úrval í öðrum yfirhöfnum fyrir dömur og herra.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.