Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201622 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Afgreiðslu tími: Virka da ga 9–18 Laugar daga 10–14 Sunnud aga 12–14 Íslendingar auka eldvarnir á heim- ilum sínum jafnt og þétt sam- kvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna og Eldvarnabandalagið á undanförnum tíu árum. Nýjasta rannsókn Gallup sýnir að nú eru allt í senn reykskynjarar, eldvarna- teppi og slökkvitæki á yfir helm- ingi íslenskra heimila í fyrsta sinn frá því mælingar hófust. Heimil- um sem eiga eldvarnateppi fjölg- aði um fimm prósentustig frá 2014 og alls um ríflega átta prósentustig síðan 2006. Slökkvitæki var á ríf- lega 61% heimila 2006 en rúmlega 72% nú. Þá fjölgar sífellt heimilum með þrjá reykskynjara eða fleiri. „Þótt eldvörnum sé sannar- lega verulega ábótavant hjá mörg- um er þetta afar ánægjuleg þróun og jákvætt að fá svona niðurstöðu nú þegar við erum að hefja árlegt Eldvarnaátak slökkviliðsmanna í grunnskólum um allt land. Þetta styrkir okkur bara í þeirri trú að eldvarnafræðsla okkar, Eldvarna- bandalagsins og fleiri skili ár- angri,“ segir Valdimar Leó Frið- riksson, framkvæmdastjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS). Nýjasta rannsókn Gallup var gerð fyrir LSS og Eldvarnabandalagið í sept- ember og október síðastliðnum en Gallup hefur kannað ástand eld- varna á heimilum fyrir þessa aðila á tveggja ára fresti frá 2006. Þátt- takendur nú voru 1.418 og þátt- tökuhlutfallið 59,1%. mm Íslensk heimili efla varnir gegn eldsvoðum Slökkvitæki eru nú á 72% heimila. Myndin er frá slökkviliðsæfingu á Akranesi 2014 þegar kveikt var í gömlu húsi í Gámu. Flestir geirar íslenskrar verslunar njóta góðs af auknum kaupmætti og vaxandi einkaneyslu. Jafnframt er ljóst að aukinn straumur erlendra ferða- manna hefur talsverð áhrif á versl- un. Í október síðastliðnum var heild- argreiðslukortavelta erlendra ferða- manna 17,5 milljarðar króna sem er 67,1% hærri upphæð en í október í fyrra. En þessara áhrifa gætir ekki á öllum sviðum. Samkvæmt nýrri sam- antekt Rannsóknamiðstöðvar versl- unarinnar dróst velta í fata- og skó- verslun hér á landi saman í október síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Þetta gerist jafnvel þótt verð á fötum hafi verið 5,9% lægra en fyrir ári. „Ef borin er saman velta í fataverslun síð- ustu þrjá mánuði við sömu þrjá mán- uði í fyrra sést að nánast engin breyt- ing var á veltunni á milli ára.“ Þá er tekið fram að um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fötum sem hvati til aukinnar sölu á fötum hér innan- lands. Þannig var ætlunin að sporna gegn þeirri þróun að Íslendingar sem ferðist til annarra landa kaupi í miklu magni föt í útlöndum og fata- verslunin flyttist heim í staðinn. „Á þessu ári hefur gengi íslensku krón- unnar styrkst verulega og þar með er hagstæðara fyrir landsmenn að versla erlendis núna en í fyrra. Enda var greiðslukortavelta Íslendinga er- lendis í október síðastliðnum 19% meiri en í október í fyrra, sem gefur vísbendingu um að aukning hafi ver- ið í innkaupum landsmanna erlendis. Líklega eru fatakaup þar innifalin,“ segir í samantekt Rannsóknamið- stöðvarinnar. Áframhaldandi aukning var í sölu annarra vöruflokka í október. Þannig jókst sala í dagvöruverslun um 4,3% frá október í fyrra. Sala dagvöru síð- astliðna þrjá mánuði var 7,3% meiri en á sama tímabili í fyrra. Í október jókst sala húsgagna um 19,2% frá sama mánuði og í fyrra. Þar af jókst velta sérverslana með rúm um 23,5% frá því í fyrra. Þegar borin er saman velta húsgagna síðustu þriggja mán- aða við sömu mánuði í fyrra jókst veltan um 26%. Stór heimilistæki, líkt og kæliskápar og þvottavélar, njóta einnig aukinna vinsælda í að- draganda jóla. Sala á slíkum tækjum jókst um 13,5% frá október í fyrra. mm Fataverslun nýtur ekki góðs af vaxandi einkaneyslu Það gekk mikið á í anddyri Arion banka í Grundarfirði síðastliðinn miðvikudag þegar skipt var um hrað- banka í útibúinu. Gamli hraðbank- inn var kominn til ára sinna og farinn að vera til vandræða. Nýi hraðbank- inn er mun fullkomnari en þar verð- ur bæði hægt að taka út og leggja inn sé þess óskað. Mun þetta vera fyrsti slíki hraðbankinn á Snæfellsnesi en þeir eru þó komnir víða um land. Verktakar á vegum bankans stóðu í ströngu þegar ljósmyndari átti leið hjá en þá var búið að rífa niður veggi innan byggingarinnar til að koma nýja hraðbankanum fyrir. tfk Nýr hraðbanki í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.